Minningarorð Kasparov um Bobby Fischer: „Mesta goðsögn skáksögunnar“ Daníel Rúnarsson skrifar 10. mars 2014 14:02 Garry Kasparov. Vísir/Daníel Garry Kasparov kom til Íslands í gær í tilefni af 50. Reykjavíkurskákmóti Skáksambands Íslands. Kasparov nýtti tækifærið og fór að leiði Bobby Fischer ásamt því að skoða Fischersetrið á Selfossi. Í gær var jafnframt fæðingardagur Bobby Fischer, 9. mars, en hann fæddist árið 1943 og hefði því orðið 71 árs í gær. Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, fylgdi Kasparov eftir frá Hörpu og austur að leiði Fischer í Laugardælakirkjugarði. Kasparov og Silvio Danailov.Vísir/Daníel Kasparov heimsótti þátttakendur í 50. Reykjavíkurskákmóti Skáksambands Íslands í Hörpu ásamt Silvio Danailov, forseta Skáksambands Evrópu. Nærvera Kasparov hafði mikil áhrif á einbeitingu keppenda og fór kliður um salinn þegar hann gekk þar inn. Kasparov er af mörgum talinn besti skákmaður sögunnar og var til dæmis á toppi heimslistans í 225 mánuði á 228 mánaða tímabili á árunum 1986 til 2005. Kasparov fæddist í Baku í Azerbaijan árið 1963. Kasparov við leiði Fischer.Vísir/Daníel Næst lá leið Kasparov austur að Laugadælakirkju við Selfoss en þar hvílir Bobby Fischer. Kasparov vottaði þar Fischer virðingu sína en leiðið er látlaust og ekki margt sem bendir til að þar hvíli einn mesti skákmaður sögunnar. Kyrrðarstund í LaugadælakirkjuVísir/Daníel Inni í Laugadælakirkju var kyrrðarstund undir stjórn Einars S. Einarssonar. Einar var hluti af RJF hópnum (Robert James Fischer) sem vann að því að Bobby Fischer settist að á Íslandi. Kasparov skrifaði minningarorð í sérstaka minningabók sem geymd er í kirkjunni. Kveðja Kasparov var eftirfarandi: „To the memory of Robert J. Fischer, the greatest legend in the history of the game of chess. I wish we had a chance to meet and work together for the glory of our beloved game. Garry Kasparov.“ Kasparov gengur frá Laugadælakirkju.Vísir/Daníel Að lokinni kyrrðarstund lá leið Kasparov að Fischersetrinu á Selfossi. Fischersetrið er safn um ævi og störf Bobby Fischer en Skákfélag Selfoss stendur að safninu. Kasparov í FischersetrinuVísi/Daníel Guðmundur G. Þórarinsson var formaður Skáksambands Íslands þegar einvígi Spassky og Fischer fór fram hér á landi 1972. Hér sýnir hann Kasparov frímerki og póstkort sem gefin voru út í tilefni af einvíginu. Grantas og Kasparov.Vísir/Daníel Grantas Grigorianas var mættur í Fischersetrið til að heiðra Kasparov. Grantas tefldi við Kasparov þegar sá síðarnefndi var einungis tíu ára gamall og hafði sigur, en báðir eru þeir fæddir í Azerbaijan. Grantas býr nú í Hveragerði og starfar hjá Kjörís. Kasparov tók vel á móti Grantas en mundi þó ekki eftir honum. Einn af munum Fischersetursins er stóllinn sem Bobby Fischer sat alltaf í þegar hann heimsótti Braga fornbókasala í Bókinni á Hverfisgötu. Kasparov hafði mikinn áhuga á stólnum og velti fyrir sér hvaða bækur Fischer hefði lesið.Vísir/Daníel Einn af munum Fischersetursins er stóllinn sem Bobby Fischer sat alltaf í þegar hann heimsótti Braga fornbókasala í Bókinni á Hverfisgötu. Kasparov hafði mikinn áhuga á stólnum og velti fyrir sér hvaða bækur Fischer hefði lesið. Kasparov og Einar S. Einarsson við taflborðiðVísir/Daníel Einar S. Einarsson frá RJF hópnum plataði Kasparov að taflborðinu en þar bað Kasparov Einar um að leika sinn uppáhalds upphafsleik. Jafnframt fóru þeir yfir upphafsstöðu sem hafði verið Fischer hugleikin skömmu áður en hann lést en stöðuna hafði Fischer séð í skák hjá Hikaru Nakamura. Reykjavíkurskákmótið Bobby Fischer Skák Íslandsvinir Árborg Tengdar fréttir Kasparov heimsækir leiði Fischers Fimmtugasta Reykjavíkurskákmótið hefst í Hörpu í dag og stendur yfir til 12. mars. Í tilefni afmælisins verða ýmsar uppákomur. 4. mars 2014 07:00 Pútín er dæmigerður einræðisherra í útrás Gary Kasparvov segir Pútín Rússlandsforseta leita ávinninga í útlöndum eins og einræðisherrar geri þegar þeir hafi ekkert að bjóða þegnum sínum. 9. mars 2014 19:15 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Garry Kasparov kom til Íslands í gær í tilefni af 50. Reykjavíkurskákmóti Skáksambands Íslands. Kasparov nýtti tækifærið og fór að leiði Bobby Fischer ásamt því að skoða Fischersetrið á Selfossi. Í gær var jafnframt fæðingardagur Bobby Fischer, 9. mars, en hann fæddist árið 1943 og hefði því orðið 71 árs í gær. Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, fylgdi Kasparov eftir frá Hörpu og austur að leiði Fischer í Laugardælakirkjugarði. Kasparov og Silvio Danailov.Vísir/Daníel Kasparov heimsótti þátttakendur í 50. Reykjavíkurskákmóti Skáksambands Íslands í Hörpu ásamt Silvio Danailov, forseta Skáksambands Evrópu. Nærvera Kasparov hafði mikil áhrif á einbeitingu keppenda og fór kliður um salinn þegar hann gekk þar inn. Kasparov er af mörgum talinn besti skákmaður sögunnar og var til dæmis á toppi heimslistans í 225 mánuði á 228 mánaða tímabili á árunum 1986 til 2005. Kasparov fæddist í Baku í Azerbaijan árið 1963. Kasparov við leiði Fischer.Vísir/Daníel Næst lá leið Kasparov austur að Laugadælakirkju við Selfoss en þar hvílir Bobby Fischer. Kasparov vottaði þar Fischer virðingu sína en leiðið er látlaust og ekki margt sem bendir til að þar hvíli einn mesti skákmaður sögunnar. Kyrrðarstund í LaugadælakirkjuVísir/Daníel Inni í Laugadælakirkju var kyrrðarstund undir stjórn Einars S. Einarssonar. Einar var hluti af RJF hópnum (Robert James Fischer) sem vann að því að Bobby Fischer settist að á Íslandi. Kasparov skrifaði minningarorð í sérstaka minningabók sem geymd er í kirkjunni. Kveðja Kasparov var eftirfarandi: „To the memory of Robert J. Fischer, the greatest legend in the history of the game of chess. I wish we had a chance to meet and work together for the glory of our beloved game. Garry Kasparov.“ Kasparov gengur frá Laugadælakirkju.Vísir/Daníel Að lokinni kyrrðarstund lá leið Kasparov að Fischersetrinu á Selfossi. Fischersetrið er safn um ævi og störf Bobby Fischer en Skákfélag Selfoss stendur að safninu. Kasparov í FischersetrinuVísi/Daníel Guðmundur G. Þórarinsson var formaður Skáksambands Íslands þegar einvígi Spassky og Fischer fór fram hér á landi 1972. Hér sýnir hann Kasparov frímerki og póstkort sem gefin voru út í tilefni af einvíginu. Grantas og Kasparov.Vísir/Daníel Grantas Grigorianas var mættur í Fischersetrið til að heiðra Kasparov. Grantas tefldi við Kasparov þegar sá síðarnefndi var einungis tíu ára gamall og hafði sigur, en báðir eru þeir fæddir í Azerbaijan. Grantas býr nú í Hveragerði og starfar hjá Kjörís. Kasparov tók vel á móti Grantas en mundi þó ekki eftir honum. Einn af munum Fischersetursins er stóllinn sem Bobby Fischer sat alltaf í þegar hann heimsótti Braga fornbókasala í Bókinni á Hverfisgötu. Kasparov hafði mikinn áhuga á stólnum og velti fyrir sér hvaða bækur Fischer hefði lesið.Vísir/Daníel Einn af munum Fischersetursins er stóllinn sem Bobby Fischer sat alltaf í þegar hann heimsótti Braga fornbókasala í Bókinni á Hverfisgötu. Kasparov hafði mikinn áhuga á stólnum og velti fyrir sér hvaða bækur Fischer hefði lesið. Kasparov og Einar S. Einarsson við taflborðiðVísir/Daníel Einar S. Einarsson frá RJF hópnum plataði Kasparov að taflborðinu en þar bað Kasparov Einar um að leika sinn uppáhalds upphafsleik. Jafnframt fóru þeir yfir upphafsstöðu sem hafði verið Fischer hugleikin skömmu áður en hann lést en stöðuna hafði Fischer séð í skák hjá Hikaru Nakamura.
Reykjavíkurskákmótið Bobby Fischer Skák Íslandsvinir Árborg Tengdar fréttir Kasparov heimsækir leiði Fischers Fimmtugasta Reykjavíkurskákmótið hefst í Hörpu í dag og stendur yfir til 12. mars. Í tilefni afmælisins verða ýmsar uppákomur. 4. mars 2014 07:00 Pútín er dæmigerður einræðisherra í útrás Gary Kasparvov segir Pútín Rússlandsforseta leita ávinninga í útlöndum eins og einræðisherrar geri þegar þeir hafi ekkert að bjóða þegnum sínum. 9. mars 2014 19:15 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Kasparov heimsækir leiði Fischers Fimmtugasta Reykjavíkurskákmótið hefst í Hörpu í dag og stendur yfir til 12. mars. Í tilefni afmælisins verða ýmsar uppákomur. 4. mars 2014 07:00
Pútín er dæmigerður einræðisherra í útrás Gary Kasparvov segir Pútín Rússlandsforseta leita ávinninga í útlöndum eins og einræðisherrar geri þegar þeir hafi ekkert að bjóða þegnum sínum. 9. mars 2014 19:15