Rússar vilja losna við Visa og Mastercard Finnur Thorlacius skrifar 26. mars 2014 10:22 Rússneskur hraðbanki. Eru Rússar tilbúnir að klippa á kortin? Þegar Visa og Mastercard stöðvuðu nýlega rússneskar færslur með Visa og Mastercard greiðslukortum í takt við refsiaðgerðir bandarískra yfirvalda vegna yfirtöku Rússa á Krímskaganum sögðu rússnesk yfirvöld að þau væri tilbúin með heimasmíðað rafrænt greiðslufyrirkomulag sem þau gætu sett á fót eftir 6 mánuði. Þetta greiðslufyrirkomulag hafa Rússar unnið að síðastliðin 5 ár. Upphaflega var það smíðað til að fyrirtæki gætu greitt með því skatta og önnur gjöld, en hægt væri að útfæra það enn frekar til að þjóna einstaklingum sem greiðsluvalkosti í almennum viðskiptum. Hægt væri að tengja það við þau greiðslukerfi sem nú eru til staðar í verslunum þarlendis. Fyrir rússneska þinginu liggur frumvarp sem bannar notkun erlendra greiðslukorta í Rússlandi og vilja Rússar meina að það að rússneskir bankar noti innviði sem þeir hafa sjálfir enga stjórn á sé í raun ógn við þjóðaröryggi Rússlands. Ef af þessu yrði væri það löðrungar á bæði Visa og Mastercard, en sem dæmi eyddi Visa, sem var einn af aðalstyrktaraðilum Ólympíleikanna í Sochi, 40 milljónum bandaríkjadala til að uppfæra greiðslukerfi á Krasnodar-svæðinu þar sem borgin Sochi stendur. Ef að þessu nýja greiðslukerfi Rússa yrði myndi það hafa ýmsa ókosti í för með sér fyrir Rússa. Þeir gætu ekki notað sín innlendu kort utan Rússlands heldur yrðu að nota erlendan gjaldeyri á ferðalögum, eða að útvega sér erlend greiðslukort. Ennfremur gætu erlendir gestir í Rússlandi ekki notað sín Visa- og Mastercard-greiðslukort þar og því gætu ferðalög þeirra svo gott sem lagst af til Rússlands. Ef það telst ekki einangrunarstefna, þá hvað? Nú þegar hefur verið lokað á viðskipti með Visa og Mastercard-greiðslukort við rússnesku bankana Bank Rossiya, Sobibank og SMP Bank með tilkomu refsiaðgerða Bandaríkjanna. Það hefur þó ekki mikil áhrif á Visa- og Mastercard-viðskipti í Rússlandi þar sem aðeins 1% þeirra viðskipta fer í gegnum þessa 3 banka. Ástæðan fyrir lokuninni á þessa 3 banka er vegna þeirra rússnesku einstaklinga sem við þá eiga viðskipti. Rússar eru ekki stórir kreditkortanotendur, en aðeins 30 milljón kreditkort eru skráð þar í 143 milljón manna landi, en hver Bandaríkjamaður á að meðaltali 3 greiðslukort. Hinsvegar eru skráð 192 milljón debitkort í Rússlandi. Mest lesið Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Eru Rússar tilbúnir að klippa á kortin? Þegar Visa og Mastercard stöðvuðu nýlega rússneskar færslur með Visa og Mastercard greiðslukortum í takt við refsiaðgerðir bandarískra yfirvalda vegna yfirtöku Rússa á Krímskaganum sögðu rússnesk yfirvöld að þau væri tilbúin með heimasmíðað rafrænt greiðslufyrirkomulag sem þau gætu sett á fót eftir 6 mánuði. Þetta greiðslufyrirkomulag hafa Rússar unnið að síðastliðin 5 ár. Upphaflega var það smíðað til að fyrirtæki gætu greitt með því skatta og önnur gjöld, en hægt væri að útfæra það enn frekar til að þjóna einstaklingum sem greiðsluvalkosti í almennum viðskiptum. Hægt væri að tengja það við þau greiðslukerfi sem nú eru til staðar í verslunum þarlendis. Fyrir rússneska þinginu liggur frumvarp sem bannar notkun erlendra greiðslukorta í Rússlandi og vilja Rússar meina að það að rússneskir bankar noti innviði sem þeir hafa sjálfir enga stjórn á sé í raun ógn við þjóðaröryggi Rússlands. Ef af þessu yrði væri það löðrungar á bæði Visa og Mastercard, en sem dæmi eyddi Visa, sem var einn af aðalstyrktaraðilum Ólympíleikanna í Sochi, 40 milljónum bandaríkjadala til að uppfæra greiðslukerfi á Krasnodar-svæðinu þar sem borgin Sochi stendur. Ef að þessu nýja greiðslukerfi Rússa yrði myndi það hafa ýmsa ókosti í för með sér fyrir Rússa. Þeir gætu ekki notað sín innlendu kort utan Rússlands heldur yrðu að nota erlendan gjaldeyri á ferðalögum, eða að útvega sér erlend greiðslukort. Ennfremur gætu erlendir gestir í Rússlandi ekki notað sín Visa- og Mastercard-greiðslukort þar og því gætu ferðalög þeirra svo gott sem lagst af til Rússlands. Ef það telst ekki einangrunarstefna, þá hvað? Nú þegar hefur verið lokað á viðskipti með Visa og Mastercard-greiðslukort við rússnesku bankana Bank Rossiya, Sobibank og SMP Bank með tilkomu refsiaðgerða Bandaríkjanna. Það hefur þó ekki mikil áhrif á Visa- og Mastercard-viðskipti í Rússlandi þar sem aðeins 1% þeirra viðskipta fer í gegnum þessa 3 banka. Ástæðan fyrir lokuninni á þessa 3 banka er vegna þeirra rússnesku einstaklinga sem við þá eiga viðskipti. Rússar eru ekki stórir kreditkortanotendur, en aðeins 30 milljón kreditkort eru skráð þar í 143 milljón manna landi, en hver Bandaríkjamaður á að meðaltali 3 greiðslukort. Hinsvegar eru skráð 192 milljón debitkort í Rússlandi.
Mest lesið Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira