Kærð fyrir að ala upp barn í afskekktri sveit Kristján Már Unnarsson skrifar 24. mars 2014 20:30 Bettý á Ingjaldssandi ræðir í þættinum "Um land allt" opinskátt um þessar sérstöku aðstæður. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Einstæða móðirin hún Bettý, sem er síðasti bóndinn á Ingjaldssandi, var kærð til barnaverndarnefndar á Ísafirði fyrir að vera ein að ala upp barn í svo afskekktri sveit. Þetta kemur fram í þættinum Um land allt, sem sýndur verður á Stöð 2, annaðkvöld, þriðjudag, kl. 19.20. Viðtalsbrot úr þættinum mátti sjá í fréttum í kvöld. Stöðvar 2-menn fóru nýlega með aðstoð björgunarsveitar á vélsleðum til að hitta Elísabetu Pétursdóttur, sem jafnan er kölluð Bettý, en hún er sauðfjárbóndi á Sæbóli. Síðastliðin tólf ár hafa hún og Þór sonur hennar verið einu íbúar þessa einangraða dals. Hann sækir grunnskóla á Flateyri og dvelur virka daga á heimili systur sinnar meðan á skólatíma stendur en kemur heim um helgar, þegar færð leyfir.Þór Engholm er orðinn 15 ára og lýkur grunnskólanámi frá Flateyri í vor.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Þegar Bettý hóf sjálf búskap á Ingjaldssandi fyrir aldarfjórðungi bjuggu þar sex fjölskyldur og hún átti ekki von á öðru en að þar yrði áfram gróskumikið mannlíf. Það fór á annan veg og árið 2001 var hún ein orðin eftir með ungan son sinn en dóttirin var þá vaxin úr grasi. Bettý ræðir opinskátt í þættinum um hvernig fólk úr nærumhverfinu lagðist gegn því að hún byggi þarna áfram. Fólk hafi komið og sagt að það væri ekki forsvaranlegt að hún væri þarna ein að ala upp barnið; strákurinn yrði einstrengingslegur og sérlunda. Hún hafi svo verið kærð til barnaverndarnefndar, sem hafi komið í heimsókn og gert úttekt á aðstæðum. „Sem betur fer var það fólk sem var þar við völd og á bæjarskrifstofunum réttsýnisfólk og gott fólk,“ segir Bettý. Í þættinum verður einnig rætt við börnin hennar, soninn Þór og dótturina Kristínu, um hvernig sé að alast upp á Ingjaldssandi. Fyrri þáttinn, sem sýndur var síðastliðinn þriðjudag, má sjá hér. Börn og uppeldi Ísafjarðarbær Um land allt Tengdar fréttir Fótgangandi yfir vestfirska heiði til að ná þorrablótinu Til að missa ekki af þorrablóti Önfirðinga vílar hún ekki fyrir sér að fara fótgangandi alein yfir fimmhundruð metra háa vestfirska heiði í skammdeginu. 18. mars 2014 19:20 Ein eftir í afskekktum dal á Vestfjörðum Mæðginin á Sæbóli á Ingjaldssandi, Elísabet Pétursdóttir sauðfjárbóndi og 15 ára sonur hennar, Þór, gætu verið þeir Íslendingar sem búa við erfiðustu samgöngur og mestu vetrareinangrun hérlendis um þessar mundir. 17. mars 2014 07:00 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira
Einstæða móðirin hún Bettý, sem er síðasti bóndinn á Ingjaldssandi, var kærð til barnaverndarnefndar á Ísafirði fyrir að vera ein að ala upp barn í svo afskekktri sveit. Þetta kemur fram í þættinum Um land allt, sem sýndur verður á Stöð 2, annaðkvöld, þriðjudag, kl. 19.20. Viðtalsbrot úr þættinum mátti sjá í fréttum í kvöld. Stöðvar 2-menn fóru nýlega með aðstoð björgunarsveitar á vélsleðum til að hitta Elísabetu Pétursdóttur, sem jafnan er kölluð Bettý, en hún er sauðfjárbóndi á Sæbóli. Síðastliðin tólf ár hafa hún og Þór sonur hennar verið einu íbúar þessa einangraða dals. Hann sækir grunnskóla á Flateyri og dvelur virka daga á heimili systur sinnar meðan á skólatíma stendur en kemur heim um helgar, þegar færð leyfir.Þór Engholm er orðinn 15 ára og lýkur grunnskólanámi frá Flateyri í vor.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Þegar Bettý hóf sjálf búskap á Ingjaldssandi fyrir aldarfjórðungi bjuggu þar sex fjölskyldur og hún átti ekki von á öðru en að þar yrði áfram gróskumikið mannlíf. Það fór á annan veg og árið 2001 var hún ein orðin eftir með ungan son sinn en dóttirin var þá vaxin úr grasi. Bettý ræðir opinskátt í þættinum um hvernig fólk úr nærumhverfinu lagðist gegn því að hún byggi þarna áfram. Fólk hafi komið og sagt að það væri ekki forsvaranlegt að hún væri þarna ein að ala upp barnið; strákurinn yrði einstrengingslegur og sérlunda. Hún hafi svo verið kærð til barnaverndarnefndar, sem hafi komið í heimsókn og gert úttekt á aðstæðum. „Sem betur fer var það fólk sem var þar við völd og á bæjarskrifstofunum réttsýnisfólk og gott fólk,“ segir Bettý. Í þættinum verður einnig rætt við börnin hennar, soninn Þór og dótturina Kristínu, um hvernig sé að alast upp á Ingjaldssandi. Fyrri þáttinn, sem sýndur var síðastliðinn þriðjudag, má sjá hér.
Börn og uppeldi Ísafjarðarbær Um land allt Tengdar fréttir Fótgangandi yfir vestfirska heiði til að ná þorrablótinu Til að missa ekki af þorrablóti Önfirðinga vílar hún ekki fyrir sér að fara fótgangandi alein yfir fimmhundruð metra háa vestfirska heiði í skammdeginu. 18. mars 2014 19:20 Ein eftir í afskekktum dal á Vestfjörðum Mæðginin á Sæbóli á Ingjaldssandi, Elísabet Pétursdóttir sauðfjárbóndi og 15 ára sonur hennar, Þór, gætu verið þeir Íslendingar sem búa við erfiðustu samgöngur og mestu vetrareinangrun hérlendis um þessar mundir. 17. mars 2014 07:00 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira
Fótgangandi yfir vestfirska heiði til að ná þorrablótinu Til að missa ekki af þorrablóti Önfirðinga vílar hún ekki fyrir sér að fara fótgangandi alein yfir fimmhundruð metra háa vestfirska heiði í skammdeginu. 18. mars 2014 19:20
Ein eftir í afskekktum dal á Vestfjörðum Mæðginin á Sæbóli á Ingjaldssandi, Elísabet Pétursdóttir sauðfjárbóndi og 15 ára sonur hennar, Þór, gætu verið þeir Íslendingar sem búa við erfiðustu samgöngur og mestu vetrareinangrun hérlendis um þessar mundir. 17. mars 2014 07:00