Bardaginn um titilbardagann: Travis Browne gegn Fabricio Werdum Guttormur Árni Ársælsson skrifar 17. apríl 2014 22:15 Næstkomandi laugardagskvöld á Stöð 2 Sport fer fram sannkallaður þungavigtarslagur þegar Travis Browne mætir Fabricio Werdum. Bardaginn mun ákvarða hvor þeirra fær tækifæri til að mæta núverandi meistara, Cain Velasquez, í titilbardaga. Bardaginn fer fram í Orlando í Flórída og verður aðalbardagi kvöldsins. Travis Browne er 32 ára, frá Hawaii og rúmlega tveir metrar á hæð. Hann er gríðarlega höggþungur en hann hefur sigrað 12 af 16 bardögum sínum með rothöggi. Browne barðist þrisvar á síðasta ári og sigraði alla þrjá bardaga með rothöggi í fyrstu lotu. Í öllum níu UFC bardögum Browne hafa andstæðingar hans alltaf þótt sigurstranglegri hjá veðbönkum en Browne virðist sífellt koma á óvart. Hann hefur aðeins tapað einu sinni á ferlinum en bardaginn gegn Werdum verður sá fyrsti í UFC þar sem Browne þykir sigurstranglegri en veðbankar vestanhafs telja hann örlítið líklegri til að fara með sigur af hólmi. Fabricio Werdum barðist aðeins einu sinni á síðasta ári og það er næstum komið ár síðan Brasilíumaðurinn steig síðast inn í búrið. Werdum er svartbeltingur í brasilísku Jiu-Jitsu og margfaldur heimsmeistari í þeirri íþrótt. Hann er einnig tvöfaldur meistari á ADCC en það er sterkasta uppgjafarglímumót heims. Eitt af stærstu afrekum Werdum var að sigra Rússann Fedor Emelianenko og binda þar með enda á 10 ára sigurhrinu hans. Það er ljóst að Werdum hefur yfirhöndina þegar kemur að gólfglímunni en Browne er gífurlega höggþungur og gæti klárað bardagann með einu höggi. Werdum mun væntanlega gera allt sem hann getur til að ná bardaganum í gólfið. Það má þó ekki gleyma því að Werdum hefur bætt sparkboxið sitt gríðarlega á undanförnum tveimur árum. Þessir tveir kappar voru æfingarfélagar um stutt skeið fyrir fjórum árum síðan og lét Werdum hafa eftir sér í vikunni að hann hefði pakkað Browne saman á æfingum. Það þykir oftast óvirðing að tala opinberlega um það sem gerist á æfingum en Browne hefur hingað til sýnt mikla stillingu og ekki látið ummæli Werdum koma sér í uppnám. Bardaginn er aðalbardagi kvöldsins og hefst útsendingin á miðnætti á Stöð 2 Sport.Vísir og MMA fréttir hafa tekið höndum saman í umfjöllun um MMA. Pétur Marinó er ritstjóri MMA frétta og birtir fréttir úr MMA heiminum á Vísi. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. MMA Tengdar fréttir Frábær kvennabardagi á laugardaginn Laugardagskvöldið 19. apríl er stórskemmtilegur UFC viðburður þegar Fabricio Werdum mætir Travis Browne í mikilvægum bardaga í þungavigtinni. Sama kvöld mætast þær Miesha Tate og Liz Carmouche í skemmtilegum bardaga í bantamvigt kvenna. Bardagaveislan hefst á miðnætti og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 16. apríl 2014 22:45 Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Fleiri fréttir Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Grindavík og Formúlan brunar í Brasilíu Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Sjá meira
Næstkomandi laugardagskvöld á Stöð 2 Sport fer fram sannkallaður þungavigtarslagur þegar Travis Browne mætir Fabricio Werdum. Bardaginn mun ákvarða hvor þeirra fær tækifæri til að mæta núverandi meistara, Cain Velasquez, í titilbardaga. Bardaginn fer fram í Orlando í Flórída og verður aðalbardagi kvöldsins. Travis Browne er 32 ára, frá Hawaii og rúmlega tveir metrar á hæð. Hann er gríðarlega höggþungur en hann hefur sigrað 12 af 16 bardögum sínum með rothöggi. Browne barðist þrisvar á síðasta ári og sigraði alla þrjá bardaga með rothöggi í fyrstu lotu. Í öllum níu UFC bardögum Browne hafa andstæðingar hans alltaf þótt sigurstranglegri hjá veðbönkum en Browne virðist sífellt koma á óvart. Hann hefur aðeins tapað einu sinni á ferlinum en bardaginn gegn Werdum verður sá fyrsti í UFC þar sem Browne þykir sigurstranglegri en veðbankar vestanhafs telja hann örlítið líklegri til að fara með sigur af hólmi. Fabricio Werdum barðist aðeins einu sinni á síðasta ári og það er næstum komið ár síðan Brasilíumaðurinn steig síðast inn í búrið. Werdum er svartbeltingur í brasilísku Jiu-Jitsu og margfaldur heimsmeistari í þeirri íþrótt. Hann er einnig tvöfaldur meistari á ADCC en það er sterkasta uppgjafarglímumót heims. Eitt af stærstu afrekum Werdum var að sigra Rússann Fedor Emelianenko og binda þar með enda á 10 ára sigurhrinu hans. Það er ljóst að Werdum hefur yfirhöndina þegar kemur að gólfglímunni en Browne er gífurlega höggþungur og gæti klárað bardagann með einu höggi. Werdum mun væntanlega gera allt sem hann getur til að ná bardaganum í gólfið. Það má þó ekki gleyma því að Werdum hefur bætt sparkboxið sitt gríðarlega á undanförnum tveimur árum. Þessir tveir kappar voru æfingarfélagar um stutt skeið fyrir fjórum árum síðan og lét Werdum hafa eftir sér í vikunni að hann hefði pakkað Browne saman á æfingum. Það þykir oftast óvirðing að tala opinberlega um það sem gerist á æfingum en Browne hefur hingað til sýnt mikla stillingu og ekki látið ummæli Werdum koma sér í uppnám. Bardaginn er aðalbardagi kvöldsins og hefst útsendingin á miðnætti á Stöð 2 Sport.Vísir og MMA fréttir hafa tekið höndum saman í umfjöllun um MMA. Pétur Marinó er ritstjóri MMA frétta og birtir fréttir úr MMA heiminum á Vísi. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
MMA Tengdar fréttir Frábær kvennabardagi á laugardaginn Laugardagskvöldið 19. apríl er stórskemmtilegur UFC viðburður þegar Fabricio Werdum mætir Travis Browne í mikilvægum bardaga í þungavigtinni. Sama kvöld mætast þær Miesha Tate og Liz Carmouche í skemmtilegum bardaga í bantamvigt kvenna. Bardagaveislan hefst á miðnætti og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 16. apríl 2014 22:45 Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Fleiri fréttir Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Grindavík og Formúlan brunar í Brasilíu Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Sjá meira
Frábær kvennabardagi á laugardaginn Laugardagskvöldið 19. apríl er stórskemmtilegur UFC viðburður þegar Fabricio Werdum mætir Travis Browne í mikilvægum bardaga í þungavigtinni. Sama kvöld mætast þær Miesha Tate og Liz Carmouche í skemmtilegum bardaga í bantamvigt kvenna. Bardagaveislan hefst á miðnætti og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 16. apríl 2014 22:45