AC/DC ekki hættir Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 16. apríl 2014 14:30 AC/DC á tónleikum árið 2009. vísir/afp Ástralska blúsrokksveitin AC/DC er ekki á þeim stuttbuxunum að hætta þrátt fyrir þrálátan orðróm þess efnis, sem náði hámarki í gær. Fullyrt var að rytmagítarleikarinn Malcolm Young væri ófær um að halda áfram sökum heilablóðfalls og sveitin hefði því ákveðið að leggja upp laupana. Þessu vísar Brian Johnson, söngvari sveitarinnar, alfarið á bug í samtali við fréttastofu Telegraph. „Við ætlum að hittast í Vancouver í maí og grípa í gítarana og sjá hvort einhver lumi á lögum eða hugmyndum. Ef eitthvað gerist þá hljóðritum við það.“ Johnson staðfestir þó að einn meðlimanna hafi átt við veikindi að stríða en neitar því að hljómsveitin ætli að hætta af þeim sökum. „Ég þori ekki að spá fyrir um framtíðina og ég útiloka ekki neitt. Einn drengjanna glímir við veikindi en ég vil ekki fara nánar út í það. Hann er stoltur og vill fá að vera í friði, yndislegur náungi. Við höfum verið félagar í 35 ár og ég lít mikið upp til hans.“ Greint hefur verið frá því að hljómsveitin skipuleggi nú tónleikaferðalag í tilefni af fjörutíu ára starfsafmæli hennar en Johnson segir óvissu ríkja um þær fyrirætlanir. „Það væri dásamleg leið til að kveðja og við myndum gjarnan vilja gera það, en þetta er allt í lausu lofti núna.“ AC/DC hefur selt meira en 200 milljón plötur á ferli sínum og breiðskífan Back in Black, sem kom út árið 1980, er sú fimmta mest selda í tónlistarsögunni. Hvert er þitt uppáhaldslag með AC/DC?Uppfært: Sveitin greindi frá því á Facebook-síðu sinni í dag að Malcolm Young hefði sagt skilið við sveitina, að minnsta kosti tímabundið. Hljómsveitin myndi þrátt fyrir það halda áfram störfum. Post by AC/DC. Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Edda og Sverrir hrepptu Gullbjölluna Bíó og sjónvarp Walking Dead-leikkona látin Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Ástralska blúsrokksveitin AC/DC er ekki á þeim stuttbuxunum að hætta þrátt fyrir þrálátan orðróm þess efnis, sem náði hámarki í gær. Fullyrt var að rytmagítarleikarinn Malcolm Young væri ófær um að halda áfram sökum heilablóðfalls og sveitin hefði því ákveðið að leggja upp laupana. Þessu vísar Brian Johnson, söngvari sveitarinnar, alfarið á bug í samtali við fréttastofu Telegraph. „Við ætlum að hittast í Vancouver í maí og grípa í gítarana og sjá hvort einhver lumi á lögum eða hugmyndum. Ef eitthvað gerist þá hljóðritum við það.“ Johnson staðfestir þó að einn meðlimanna hafi átt við veikindi að stríða en neitar því að hljómsveitin ætli að hætta af þeim sökum. „Ég þori ekki að spá fyrir um framtíðina og ég útiloka ekki neitt. Einn drengjanna glímir við veikindi en ég vil ekki fara nánar út í það. Hann er stoltur og vill fá að vera í friði, yndislegur náungi. Við höfum verið félagar í 35 ár og ég lít mikið upp til hans.“ Greint hefur verið frá því að hljómsveitin skipuleggi nú tónleikaferðalag í tilefni af fjörutíu ára starfsafmæli hennar en Johnson segir óvissu ríkja um þær fyrirætlanir. „Það væri dásamleg leið til að kveðja og við myndum gjarnan vilja gera það, en þetta er allt í lausu lofti núna.“ AC/DC hefur selt meira en 200 milljón plötur á ferli sínum og breiðskífan Back in Black, sem kom út árið 1980, er sú fimmta mest selda í tónlistarsögunni. Hvert er þitt uppáhaldslag með AC/DC?Uppfært: Sveitin greindi frá því á Facebook-síðu sinni í dag að Malcolm Young hefði sagt skilið við sveitina, að minnsta kosti tímabundið. Hljómsveitin myndi þrátt fyrir það halda áfram störfum. Post by AC/DC.
Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Edda og Sverrir hrepptu Gullbjölluna Bíó og sjónvarp Walking Dead-leikkona látin Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira