Mayweather launahæsti íþróttamaður heims | Ronaldo fær meira en Messi Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. apríl 2014 23:15 Hann er ekki kallaður Floyd "Money" Mayweather fyrir ekki neitt. Vísir/Getty Samkvæmt árlegri launakönnun ESPN The Magazine, tímarits íþróttasamsteypunnar ESPN, er hnefaleikakappinn Floyd Mayweather Jr. langlaunahæsti íþróttamaður heims. Þrátt fyrir að hnefaleikar hafi dalað mikið í vinsældum er Mayweather mjög eftirsóttur og fær ríkulega launað fyrir sín störf. Hann barðist tvívegis í fyrra og fékk fyrir það samtals 73,5 milljónir dala eða jafnvirði 8,2 milljarða króna. Í launakönnun ESPN The Magazine er ávallt aðeins litið til launa og/eða verðlaunafés íþróttamannanna og eru launatölur ekki hluti af því. Þetta eru sem sagt ekki heildartekjur íþróttamannanna heldur aðeins það sem þeir fá frá vinnuveitendum sínum.Ronaldo fær aðeins hærri laun en Messi.Vísir/GettyKnattspyrnukapparnir CristianoRonaldo og Lionel Messi eru í öðru og þriðja sæti. Portúgalinn fær 5,7 milljarða króna í laun frá Real Madrid, ögn meira en Messi fær frá Barcelona en Katalóníurisinn ætlar nú að kippa því í liðinn á næstunni.Zlatan Ibrahimovic er svo fimmti á listanum með 4 milljarða króna í laun frá Paris Saint-Germain en Wayne Rooney er svo síðasti knattspyrnumaðurinn sem kemst á topp 25 listann. Á meðal þeirra tíu efstu má finna fimm leikstjórnendur úr NFL-deildinni í amerískum fótbolta, þrjá knattspyrnumenn, einn körfuboltamann (KobeBryant) og einn hnefaleikakappa. Bandaríska hafnaboltaliðið Los Angeles Dodgers er það lið sem borgar hæstu launin og í öðru sæti er stórveldið New York Yankees. Manchester City, Barcelona og Real Madrid koma þar á eftir. Heildarlistann í uppsetningu ESPN The Magazine má sjá hér.Tíu launahæstu íþróttamenn heimsÍþróttamaður - íþróttagrein - laun í milljónum dala (íslenskra króna)1. Floyd Mayweather Jr., hnefaleikar - 73,5 (8,2 millj.)2. Cristiano Ronaldo, knattspyrna - 50,2 (5,7 mlja.)3. Lionel Messi, knattspyrna - 50,1 (5,6 mlja.)4. Aaron Rodgers, amerískur fótbolti - 40 (4,5 mlja.)5. Zlatan Ibrahimovic, knattspyrna - 35 (4 mlja.)6. Matthew Stafford, amerískur fótbolti - 31,5 (3,6 mlja.)7. Tom Brady, amerískur fótbolti - 31 (3,5 mlja.)8. Kobe Bryant, körfubolti - 30,5 (3,4 mlja.)9.-10. Matt Ryan, amerískur fótbolti - 30 (3,3 mlja.)9.-10. Joe Flacco, amerískur fótbolti - 30 (3,3 mlja.) Fyrir neðan topp tíu:12.-13. Fernando Alonso, Formúla 1 - 27,5 (3,1 mlja.)12.-13. Lewis Hamilton, Formúla 1 - 27,5 (3,1 mlja.)15. Wayne Rooney, knattspyrna - 26 (2,9 mlja.)Liðin sem borga mest:1. Los Angeles Dodgers, hafnabolti - 241 (27 mlja.)2. New York Yankees, hafnabolti - 209 (23,5 mlja.)3. Manchester City, knattspyrna - 202 (22,7 mlja.)4. Barcelona, knattspyrna - 194 (21,8 mlja.)5. Real Madrid, knattspyrna - 190 (21,4) Íþróttir Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars „Hann plataði mig algerlega“ Sjá meira
Samkvæmt árlegri launakönnun ESPN The Magazine, tímarits íþróttasamsteypunnar ESPN, er hnefaleikakappinn Floyd Mayweather Jr. langlaunahæsti íþróttamaður heims. Þrátt fyrir að hnefaleikar hafi dalað mikið í vinsældum er Mayweather mjög eftirsóttur og fær ríkulega launað fyrir sín störf. Hann barðist tvívegis í fyrra og fékk fyrir það samtals 73,5 milljónir dala eða jafnvirði 8,2 milljarða króna. Í launakönnun ESPN The Magazine er ávallt aðeins litið til launa og/eða verðlaunafés íþróttamannanna og eru launatölur ekki hluti af því. Þetta eru sem sagt ekki heildartekjur íþróttamannanna heldur aðeins það sem þeir fá frá vinnuveitendum sínum.Ronaldo fær aðeins hærri laun en Messi.Vísir/GettyKnattspyrnukapparnir CristianoRonaldo og Lionel Messi eru í öðru og þriðja sæti. Portúgalinn fær 5,7 milljarða króna í laun frá Real Madrid, ögn meira en Messi fær frá Barcelona en Katalóníurisinn ætlar nú að kippa því í liðinn á næstunni.Zlatan Ibrahimovic er svo fimmti á listanum með 4 milljarða króna í laun frá Paris Saint-Germain en Wayne Rooney er svo síðasti knattspyrnumaðurinn sem kemst á topp 25 listann. Á meðal þeirra tíu efstu má finna fimm leikstjórnendur úr NFL-deildinni í amerískum fótbolta, þrjá knattspyrnumenn, einn körfuboltamann (KobeBryant) og einn hnefaleikakappa. Bandaríska hafnaboltaliðið Los Angeles Dodgers er það lið sem borgar hæstu launin og í öðru sæti er stórveldið New York Yankees. Manchester City, Barcelona og Real Madrid koma þar á eftir. Heildarlistann í uppsetningu ESPN The Magazine má sjá hér.Tíu launahæstu íþróttamenn heimsÍþróttamaður - íþróttagrein - laun í milljónum dala (íslenskra króna)1. Floyd Mayweather Jr., hnefaleikar - 73,5 (8,2 millj.)2. Cristiano Ronaldo, knattspyrna - 50,2 (5,7 mlja.)3. Lionel Messi, knattspyrna - 50,1 (5,6 mlja.)4. Aaron Rodgers, amerískur fótbolti - 40 (4,5 mlja.)5. Zlatan Ibrahimovic, knattspyrna - 35 (4 mlja.)6. Matthew Stafford, amerískur fótbolti - 31,5 (3,6 mlja.)7. Tom Brady, amerískur fótbolti - 31 (3,5 mlja.)8. Kobe Bryant, körfubolti - 30,5 (3,4 mlja.)9.-10. Matt Ryan, amerískur fótbolti - 30 (3,3 mlja.)9.-10. Joe Flacco, amerískur fótbolti - 30 (3,3 mlja.) Fyrir neðan topp tíu:12.-13. Fernando Alonso, Formúla 1 - 27,5 (3,1 mlja.)12.-13. Lewis Hamilton, Formúla 1 - 27,5 (3,1 mlja.)15. Wayne Rooney, knattspyrna - 26 (2,9 mlja.)Liðin sem borga mest:1. Los Angeles Dodgers, hafnabolti - 241 (27 mlja.)2. New York Yankees, hafnabolti - 209 (23,5 mlja.)3. Manchester City, knattspyrna - 202 (22,7 mlja.)4. Barcelona, knattspyrna - 194 (21,8 mlja.)5. Real Madrid, knattspyrna - 190 (21,4)
Íþróttir Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars „Hann plataði mig algerlega“ Sjá meira