Hataðasta flugfélag Bandaríkjanna er einnig það arðvænlegasta Finnur Thorlacius skrifar 15. apríl 2014 15:22 Líklega ekki ánægðir farþegar Spirit Airlines. Spirit Airlines er það flugfélag í Bandaríkjunum sem fær flestar kvartanir á hvern farþega og hefur afar slæmt orðspor. Það er á hinn bóginn einnig það flugfélag sem hagnast mest af veltu og því fjármagni sem í það hefur verið lagt. Döpur staðreynd en sönn. Spirit Airlines fær þrisvar sinnum fleiri kvartanir en meðaltal allra flugfélaga í Bandaríkjunum og hefur haldið sætinu óvinsælasta flugfélagið þar í landi síðastliðin 5 ár, ef mið er tekið af kvörtunum. Í könnun sem Consumer Reports gerði í fyrra meðal 16.000 flugfarþega fékk það lang lélegustu einkunn þeirra og orð eins og „Léleg þjónusta, döpur gæði og lélegar upplýsingar“ voru þær sem farþegar gáfu flugfélaginu. Félagið hagnaðist engu að síður um 16,2% af veltu í fyrra og toppaði öll önnur flugfélög í Bandaríkjunum með því. Annað lággjaldaflugfélag, Allegiant Travel er í öðru sæti er kemur að hagnaði af veltu, með 12,7%. Alaska Airlines er í þriðja sæti og Delta í því fjórða. Verð hlutabréfa í Spirit Airlines hefur hækkað um 439% frá því þau komu á markað árið 2011 og því hafa kaupendur í því hagnast mjög. Þetta bendir því allt til þess að það að halda farþegum flugfélaga ánægðum kosti mikið og dragi niður hagnað. Spirit Airlines er eitt af þeim flugfélögum sem heldur verði flugfargjalda sinna afar lágu en rukkar svo ótæpilega fyrir farangur, vatn, sætisval, mat og meira að segja handfrangur. Í flugvélar þeirra er troðið fleiri farþegum en hjá nokkrum öðrum flugfélögum sem reka samskonar vélar og allt virðist þetta borga sig vel en farþegarnir eru hundóánægðir en koma samt til baka, bara vegna verðsins. Vöxtur félagsins er mjög mikill og ætlar félagið að þrefalda flugflota sinn til ársins 2021. Hvort þessi vinnubrögð Spirit Airlines mun gagnast þeim á næstu árum er alls ekki víst, en talsmenn þess segja að farþegar þeirra ráði því hve miklu þeir eyða með því að ferðast með þeim og það muni þeir áfram kenna þeim. Mest lesið Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Sjá meira
Spirit Airlines er það flugfélag í Bandaríkjunum sem fær flestar kvartanir á hvern farþega og hefur afar slæmt orðspor. Það er á hinn bóginn einnig það flugfélag sem hagnast mest af veltu og því fjármagni sem í það hefur verið lagt. Döpur staðreynd en sönn. Spirit Airlines fær þrisvar sinnum fleiri kvartanir en meðaltal allra flugfélaga í Bandaríkjunum og hefur haldið sætinu óvinsælasta flugfélagið þar í landi síðastliðin 5 ár, ef mið er tekið af kvörtunum. Í könnun sem Consumer Reports gerði í fyrra meðal 16.000 flugfarþega fékk það lang lélegustu einkunn þeirra og orð eins og „Léleg þjónusta, döpur gæði og lélegar upplýsingar“ voru þær sem farþegar gáfu flugfélaginu. Félagið hagnaðist engu að síður um 16,2% af veltu í fyrra og toppaði öll önnur flugfélög í Bandaríkjunum með því. Annað lággjaldaflugfélag, Allegiant Travel er í öðru sæti er kemur að hagnaði af veltu, með 12,7%. Alaska Airlines er í þriðja sæti og Delta í því fjórða. Verð hlutabréfa í Spirit Airlines hefur hækkað um 439% frá því þau komu á markað árið 2011 og því hafa kaupendur í því hagnast mjög. Þetta bendir því allt til þess að það að halda farþegum flugfélaga ánægðum kosti mikið og dragi niður hagnað. Spirit Airlines er eitt af þeim flugfélögum sem heldur verði flugfargjalda sinna afar lágu en rukkar svo ótæpilega fyrir farangur, vatn, sætisval, mat og meira að segja handfrangur. Í flugvélar þeirra er troðið fleiri farþegum en hjá nokkrum öðrum flugfélögum sem reka samskonar vélar og allt virðist þetta borga sig vel en farþegarnir eru hundóánægðir en koma samt til baka, bara vegna verðsins. Vöxtur félagsins er mjög mikill og ætlar félagið að þrefalda flugflota sinn til ársins 2021. Hvort þessi vinnubrögð Spirit Airlines mun gagnast þeim á næstu árum er alls ekki víst, en talsmenn þess segja að farþegar þeirra ráði því hve miklu þeir eyða með því að ferðast með þeim og það muni þeir áfram kenna þeim.
Mest lesið Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent