Finnur: Magni var eins og löggan á Lækjartorgi á morgnana Kristinn Páll Teitsson skrifar 13. apríl 2014 22:04 Magni á ferðinni í kvöld. vísir/valli „Þetta var frábær sigur á hörku góðu liði í hörku góðri stemmingu, hvar getur maður verið annars staðar en í skýjunum," sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR sáttur eftir sigurinn á Stjörnunní í kvöld. Sigurinn kom KR í úrslitaeinvígi Dominos-deildar karla. „Það virtist þurfa að tapa einum leik til að kveikja í okkar stuðningsmönnum og það var gríðarlega gaman að sjá svona marga komna úr Vesturbænum. Miðjan er mætt á ný og það er frábært fyrir framhaldið." KR-ingar lentu annan leikinn í röð í því í Ásgarði að lenda undir á upphafsmínútum leiksins. „Við vorum að fá mörg opin skot sem voru ekki að detta og þeir náðu forskotinu á því. Við vorum of langt frá þeim í byrjun leiks og þeir spiluðu vel og voru að hitta vel en við stigum upp. Þegar við fórum að þétta vörnina hjá okkur og skotin byrjuðu að detta náðum við yfirhöndinni og leiddum leikinn frá því allt til enda." „Ég var alltaf að vona að við næðum góðri rispu sem við keyrum yfir lið eins og við gerum oft en það gerðist ekki í kvöld. Stjarnan er með gott lið sem er verðugur andstæðingur og þetta var bara frábær undirbúningur fyrir næsta leik. Við eigum helling inni, við getum spilað betur en það var frábært að klára þetta," KR-ingar sigruðu þrátt fyrir að Demond Watt Jr., miðherji liðsins hafi haft lítil áhrif mest allan leikinn. Ingvaldur Magni kom sterkur inn af bekknum í hans stað. „Magni var einfaldlega eins og löggan á Lækjartorgi klukkan sex um morgun, hann var að rusla menn til sama hvar það var. Hann átti frábæra innkomu og ég vissi að hann vildi sýna hvað hann gæti. Hann brúaði þetta bil sem Demond skildi eftir sig," Brynjar Þór Björnsson og Martin Hermannsson eru góðar vítaskyttur en klúðruðu þremur vítum af fjórum á lokasekúndum leiksins. „Ef ég þyrfti velja vítaskyttu væri ég til í að velja ansi marga, ég valdi þá í þetta skiptið og ég treysti þeim fullkomnlega. Það var ágætt að Martin klúðraði seinna skotinu og náði sóknarfrákastinu sem kláraði leikinn," sagði Finnur léttur að lokum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - KR 89-90 | KR komið í úrslit KR tryggði sæti sitt í úrslitum Dominos-deild karla með naumum sigri á Stjörnunni í háspennuleik í Ásgarði. Þrátt fyrir að hafa klúðrað tækifærum á vítalínunni til að gera út um leikinn var það sóknarfrákast KR-inga þegar 3,2 sekúndur voru eftir sem gerði út um leikinn. 13. apríl 2014 00:01 Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira
„Þetta var frábær sigur á hörku góðu liði í hörku góðri stemmingu, hvar getur maður verið annars staðar en í skýjunum," sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR sáttur eftir sigurinn á Stjörnunní í kvöld. Sigurinn kom KR í úrslitaeinvígi Dominos-deildar karla. „Það virtist þurfa að tapa einum leik til að kveikja í okkar stuðningsmönnum og það var gríðarlega gaman að sjá svona marga komna úr Vesturbænum. Miðjan er mætt á ný og það er frábært fyrir framhaldið." KR-ingar lentu annan leikinn í röð í því í Ásgarði að lenda undir á upphafsmínútum leiksins. „Við vorum að fá mörg opin skot sem voru ekki að detta og þeir náðu forskotinu á því. Við vorum of langt frá þeim í byrjun leiks og þeir spiluðu vel og voru að hitta vel en við stigum upp. Þegar við fórum að þétta vörnina hjá okkur og skotin byrjuðu að detta náðum við yfirhöndinni og leiddum leikinn frá því allt til enda." „Ég var alltaf að vona að við næðum góðri rispu sem við keyrum yfir lið eins og við gerum oft en það gerðist ekki í kvöld. Stjarnan er með gott lið sem er verðugur andstæðingur og þetta var bara frábær undirbúningur fyrir næsta leik. Við eigum helling inni, við getum spilað betur en það var frábært að klára þetta," KR-ingar sigruðu þrátt fyrir að Demond Watt Jr., miðherji liðsins hafi haft lítil áhrif mest allan leikinn. Ingvaldur Magni kom sterkur inn af bekknum í hans stað. „Magni var einfaldlega eins og löggan á Lækjartorgi klukkan sex um morgun, hann var að rusla menn til sama hvar það var. Hann átti frábæra innkomu og ég vissi að hann vildi sýna hvað hann gæti. Hann brúaði þetta bil sem Demond skildi eftir sig," Brynjar Þór Björnsson og Martin Hermannsson eru góðar vítaskyttur en klúðruðu þremur vítum af fjórum á lokasekúndum leiksins. „Ef ég þyrfti velja vítaskyttu væri ég til í að velja ansi marga, ég valdi þá í þetta skiptið og ég treysti þeim fullkomnlega. Það var ágætt að Martin klúðraði seinna skotinu og náði sóknarfrákastinu sem kláraði leikinn," sagði Finnur léttur að lokum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - KR 89-90 | KR komið í úrslit KR tryggði sæti sitt í úrslitum Dominos-deild karla með naumum sigri á Stjörnunni í háspennuleik í Ásgarði. Þrátt fyrir að hafa klúðrað tækifærum á vítalínunni til að gera út um leikinn var það sóknarfrákast KR-inga þegar 3,2 sekúndur voru eftir sem gerði út um leikinn. 13. apríl 2014 00:01 Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - KR 89-90 | KR komið í úrslit KR tryggði sæti sitt í úrslitum Dominos-deild karla með naumum sigri á Stjörnunni í háspennuleik í Ásgarði. Þrátt fyrir að hafa klúðrað tækifærum á vítalínunni til að gera út um leikinn var það sóknarfrákast KR-inga þegar 3,2 sekúndur voru eftir sem gerði út um leikinn. 13. apríl 2014 00:01