Ýmist sett Íslandsmet eða fjárhagurinn í tómu tjóni Kjartan Atli Kjartansson skrifar 29. apríl 2014 17:39 Dagur og Halldór. Vísir/Vilhelm Deilt er um raunverulega stöðu fjármála Reykjavíkurborgar. Ársreikningar borgarsjóðs voru kynntir á borgarstjórnarfundi í Ráðhúsinu í dag. Jón Gnarr borgarstjóri kynnti reikningana og í kjölfarið skiptust borgarfulltrúar á skoðunum. Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðismanna, heldur því fram að reksturinn hafi verið slæmur í tíð „vinstri aflanna“ – eins og hann kallar þá flokka sem hafa verið í borgarstjórn undanfarin þrjú kjörtímabil að Sjálfstæðisflokknum undanskildum. Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borginni, talar aftur á móti um nýtt met í skuldaniðurgreiðslum og nefnir töluna 35 milljarða í því samhengi. Báðir saka hvor annan um að segja hálfan sannleikann, með það fyrir augum að láta málin líta betur út fyrir flokk sinn. Dagur segist horfa á fjármál borgarinnar í heild sinni og telur fyrirtæki í eigu hennar með í heildarmyndinni. Halldór einblínir á stöðu borgarsjóðs og segir slæma stöðu hans vera til marks um að reksturinn sé ekki góður.Deilt um skuldir borgarsjóðs Oddvitar flokkanna deila um raunverulega skuldastöðu borgarsjóðs. Halldór bendir á að skuldir hafi hækkað um 30 prósent en á sama tíma hafi skuldaaukning annarra sveitarfélaga landsins verið um þrjú prósent að meðaltali. Þetta svipar til málflutnings Júlíus Vífils Ingvarssonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðismanna, á fundi borgarstjórnar í dag. Júlíus var afar harðorður í garð meirihluta borgarstjórnar. Hann sagði hann hafa hækkað skuldir, ekki haldið eignum borgarinnar nægjanlega vel við og hundsað athugasemdir borgarbúa. Hann sagði meirihlutann hafa mætt athugasemdum borgarbúa með aulabröndurum. Dagur telur að ekki sé eingöngu hægt að horfa á skuldarstöðu borgarsjóðs – fjárhagur borgarinnar og fyrirtækja í hennar eigu tengist að hans mati. „Til dæmis eru tólf af þeim sextán milljörðum sem borgarsjóður skuldar komnir til vegna láns til Orkuveitunnar.“ Dagur segir meirihlutann vera stoltan af rekstri borgarinnar og nefnir Orkuveituna sérstaklega í því samhengi. „Við lokuðum fimmtíu milljarða gati þar. Og það ættu allir að geta tekið undir að þar hafi verið unnið gott verk. Við göngum stolt frá því verki.“ Dagur bendir á að einhverjir hafi ekki haft trú á því að meirihlutanum tækist að bæta rekstur Orkuveitunnar með þessum hætti.Veltufé frá rekstriHalldór hefur birt fjölda súlurita á Facebook síðu sinni sem snúa að svokölluðu veltufé frá rekstri. Þegar hann er beðinn að útskýra það hugtak í stuttu máli svaraði hann um hæl: „Peningar í vasann.“ Af súluritum Halldórs að dæma hefur rekstur borgarsjóðs gengið betur í tíð Sjálfstæðismanna en annarra flokka undanfarin tólf ár. Dagur segir að þegar þessi súlurit séu skoðuð þurfi að taka mið af því að Sjálfstæðismenn notuðu arðgreiðslur úr Orkuveitunni til að „halda borgarsjóði á floti“. Dagur segir það ekki hafa verið ábyrga fjármálastjórn. Óhætt er að segja að oddvitarnir séu ósammála um stöðu fjármála borgarinnar og fyrirtækja hennar. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Borgarstjórnarfundur í beinni: Tekist á um ársreikninga Tekist verður á um ársreikninga Reykjavíkurborgar fyrir síðasta ár á fundi borgarstjórnar í beinni á Vísi. 29. apríl 2014 13:46 Sjálfstæðismenn með spjótin á lofti á borgarstjórnarfundi í dag Ársreikningar Reykjavíkurborgar fyrir síðasta ár verða kynntir á borgarstjórnafundi í dag í beinni útsendingu á Vísi. 29. apríl 2014 11:44 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Deilt er um raunverulega stöðu fjármála Reykjavíkurborgar. Ársreikningar borgarsjóðs voru kynntir á borgarstjórnarfundi í Ráðhúsinu í dag. Jón Gnarr borgarstjóri kynnti reikningana og í kjölfarið skiptust borgarfulltrúar á skoðunum. Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðismanna, heldur því fram að reksturinn hafi verið slæmur í tíð „vinstri aflanna“ – eins og hann kallar þá flokka sem hafa verið í borgarstjórn undanfarin þrjú kjörtímabil að Sjálfstæðisflokknum undanskildum. Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borginni, talar aftur á móti um nýtt met í skuldaniðurgreiðslum og nefnir töluna 35 milljarða í því samhengi. Báðir saka hvor annan um að segja hálfan sannleikann, með það fyrir augum að láta málin líta betur út fyrir flokk sinn. Dagur segist horfa á fjármál borgarinnar í heild sinni og telur fyrirtæki í eigu hennar með í heildarmyndinni. Halldór einblínir á stöðu borgarsjóðs og segir slæma stöðu hans vera til marks um að reksturinn sé ekki góður.Deilt um skuldir borgarsjóðs Oddvitar flokkanna deila um raunverulega skuldastöðu borgarsjóðs. Halldór bendir á að skuldir hafi hækkað um 30 prósent en á sama tíma hafi skuldaaukning annarra sveitarfélaga landsins verið um þrjú prósent að meðaltali. Þetta svipar til málflutnings Júlíus Vífils Ingvarssonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðismanna, á fundi borgarstjórnar í dag. Júlíus var afar harðorður í garð meirihluta borgarstjórnar. Hann sagði hann hafa hækkað skuldir, ekki haldið eignum borgarinnar nægjanlega vel við og hundsað athugasemdir borgarbúa. Hann sagði meirihlutann hafa mætt athugasemdum borgarbúa með aulabröndurum. Dagur telur að ekki sé eingöngu hægt að horfa á skuldarstöðu borgarsjóðs – fjárhagur borgarinnar og fyrirtækja í hennar eigu tengist að hans mati. „Til dæmis eru tólf af þeim sextán milljörðum sem borgarsjóður skuldar komnir til vegna láns til Orkuveitunnar.“ Dagur segir meirihlutann vera stoltan af rekstri borgarinnar og nefnir Orkuveituna sérstaklega í því samhengi. „Við lokuðum fimmtíu milljarða gati þar. Og það ættu allir að geta tekið undir að þar hafi verið unnið gott verk. Við göngum stolt frá því verki.“ Dagur bendir á að einhverjir hafi ekki haft trú á því að meirihlutanum tækist að bæta rekstur Orkuveitunnar með þessum hætti.Veltufé frá rekstriHalldór hefur birt fjölda súlurita á Facebook síðu sinni sem snúa að svokölluðu veltufé frá rekstri. Þegar hann er beðinn að útskýra það hugtak í stuttu máli svaraði hann um hæl: „Peningar í vasann.“ Af súluritum Halldórs að dæma hefur rekstur borgarsjóðs gengið betur í tíð Sjálfstæðismanna en annarra flokka undanfarin tólf ár. Dagur segir að þegar þessi súlurit séu skoðuð þurfi að taka mið af því að Sjálfstæðismenn notuðu arðgreiðslur úr Orkuveitunni til að „halda borgarsjóði á floti“. Dagur segir það ekki hafa verið ábyrga fjármálastjórn. Óhætt er að segja að oddvitarnir séu ósammála um stöðu fjármála borgarinnar og fyrirtækja hennar.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Borgarstjórnarfundur í beinni: Tekist á um ársreikninga Tekist verður á um ársreikninga Reykjavíkurborgar fyrir síðasta ár á fundi borgarstjórnar í beinni á Vísi. 29. apríl 2014 13:46 Sjálfstæðismenn með spjótin á lofti á borgarstjórnarfundi í dag Ársreikningar Reykjavíkurborgar fyrir síðasta ár verða kynntir á borgarstjórnafundi í dag í beinni útsendingu á Vísi. 29. apríl 2014 11:44 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Borgarstjórnarfundur í beinni: Tekist á um ársreikninga Tekist verður á um ársreikninga Reykjavíkurborgar fyrir síðasta ár á fundi borgarstjórnar í beinni á Vísi. 29. apríl 2014 13:46
Sjálfstæðismenn með spjótin á lofti á borgarstjórnarfundi í dag Ársreikningar Reykjavíkurborgar fyrir síðasta ár verða kynntir á borgarstjórnafundi í dag í beinni útsendingu á Vísi. 29. apríl 2014 11:44