Réttlátari Reykjavík Sóley Tómasdóttir skrifar 29. apríl 2014 10:00 Það er algerlega óásættanlegt að misskipting og ójöfnuður skuli halda áfram að aukast í samfélaginu, nú þegar jákvæð teikn eru á lofti í efnahagsmálum. Það hlýtur því að verða algert forgangsmál allra flokka í borgarstjórn á næsta kjörtímabili að stöðva þessa þróun, auka jöfnuð frekar en ójöfnuð og tryggja sanngjarnara samfélag.Gjaldfrjáls grunnþjónusta Afnám gjaldskráa fyrir leikskóla, grunnskóla og frístundaheimili er stórt og metnaðarfullt markmið í þessa veru. Þannig tryggjum við öllum börnum menntun og gott atlæti óháð efnahag á sama tíma og við bætum kjör barnafjölskyldna. Á meðfylgjandi mynd má sjá útgjöld ólíkra fjölskyldna vegna þessarar sjálfsögðu þjónustu. Ljóst er að afnám gjaldskráa mun hafa gríðarleg áhrif á ráðstöfunartekjur barnafjölskyldna fyrir utan að skapa sanngjarnara samfélag án ósanngjarnra jaðarskatta.Stóra samhengið Áætlun okkar Vinstri grænna snýst um að auka fjármuni til skóla- og frístundasviðs um 750 milljónir og lækka gjaldskrár um 25% á hverju ári fram til ársins 2018. Upphæðin virðist vissulega vera há. En í hinu stóra samhengi er þetta tiltölulega lág upphæð, rétt um 0,9% af heildartekjum aðalsjóðs borgarinnar. Hærri upphæðum hefur sannarlega verið varið – án sýnilegs samfélagslegs ávinnings. Kostnaður vegna tengingar Hverahlíðarvirkjunar við Hellisheiðarvirkjun er áætlaður á fimmta milljarð króna á næstu árum. Kostnaður vegna fyrirhugaðra túrbínukaupa Orkuveitunnar sem svo ekki urðu að veruleika hefur þegar numið þremur milljörðum króna. Reykjavíkurborg greiddi KSÍ 550 milljónir, bara vegna umframkostnaðar við stúkubyggingu í Laugardal á sínum tíma, en í heild kostaði hún um 1.700 milljónir. Allt voru þetta skyndileg fjárútlát sem hægt var að fjármagna án þess að borgarsjóður færi á hliðina. Peningarnir eru til – forgangsröðum þeim í þágu barna.Óhefðbundið en nauðsynlegt Stefna Vinstri grænna um gjaldfrelsi tekur á raunverulegu vandamáli og hefur áþreifanleg áhrif á afkomu allra barnafjölskyldna. Hún snýst ekki um vatnsrennibrautagarða eða mislæg gatnamót. Hún snýst um að fjárfesta í eflingu grunnþjónustunnar, auknum jöfnuði og bættum aðstæðum fólks. Í borgarsjóði eru 82 milljarðar. Okkur kjörnum fulltrúum ber að forgangsraða þeim. Vinstri græn leggja aukna áherslu á þjónustu við börn og munu færa til fjármuni í þeirra þágu. Það er nauðsynlegt og sjálfsagt og alveg jafn einfalt og þegar fjármunirnir eru færðir eitthvað annað.Viltu koma skoðun á framfæri í aðdraganda kosninga? Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Sóley Tómasdóttir Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Það er algerlega óásættanlegt að misskipting og ójöfnuður skuli halda áfram að aukast í samfélaginu, nú þegar jákvæð teikn eru á lofti í efnahagsmálum. Það hlýtur því að verða algert forgangsmál allra flokka í borgarstjórn á næsta kjörtímabili að stöðva þessa þróun, auka jöfnuð frekar en ójöfnuð og tryggja sanngjarnara samfélag.Gjaldfrjáls grunnþjónusta Afnám gjaldskráa fyrir leikskóla, grunnskóla og frístundaheimili er stórt og metnaðarfullt markmið í þessa veru. Þannig tryggjum við öllum börnum menntun og gott atlæti óháð efnahag á sama tíma og við bætum kjör barnafjölskyldna. Á meðfylgjandi mynd má sjá útgjöld ólíkra fjölskyldna vegna þessarar sjálfsögðu þjónustu. Ljóst er að afnám gjaldskráa mun hafa gríðarleg áhrif á ráðstöfunartekjur barnafjölskyldna fyrir utan að skapa sanngjarnara samfélag án ósanngjarnra jaðarskatta.Stóra samhengið Áætlun okkar Vinstri grænna snýst um að auka fjármuni til skóla- og frístundasviðs um 750 milljónir og lækka gjaldskrár um 25% á hverju ári fram til ársins 2018. Upphæðin virðist vissulega vera há. En í hinu stóra samhengi er þetta tiltölulega lág upphæð, rétt um 0,9% af heildartekjum aðalsjóðs borgarinnar. Hærri upphæðum hefur sannarlega verið varið – án sýnilegs samfélagslegs ávinnings. Kostnaður vegna tengingar Hverahlíðarvirkjunar við Hellisheiðarvirkjun er áætlaður á fimmta milljarð króna á næstu árum. Kostnaður vegna fyrirhugaðra túrbínukaupa Orkuveitunnar sem svo ekki urðu að veruleika hefur þegar numið þremur milljörðum króna. Reykjavíkurborg greiddi KSÍ 550 milljónir, bara vegna umframkostnaðar við stúkubyggingu í Laugardal á sínum tíma, en í heild kostaði hún um 1.700 milljónir. Allt voru þetta skyndileg fjárútlát sem hægt var að fjármagna án þess að borgarsjóður færi á hliðina. Peningarnir eru til – forgangsröðum þeim í þágu barna.Óhefðbundið en nauðsynlegt Stefna Vinstri grænna um gjaldfrelsi tekur á raunverulegu vandamáli og hefur áþreifanleg áhrif á afkomu allra barnafjölskyldna. Hún snýst ekki um vatnsrennibrautagarða eða mislæg gatnamót. Hún snýst um að fjárfesta í eflingu grunnþjónustunnar, auknum jöfnuði og bættum aðstæðum fólks. Í borgarsjóði eru 82 milljarðar. Okkur kjörnum fulltrúum ber að forgangsraða þeim. Vinstri græn leggja aukna áherslu á þjónustu við börn og munu færa til fjármuni í þeirra þágu. Það er nauðsynlegt og sjálfsagt og alveg jafn einfalt og þegar fjármunirnir eru færðir eitthvað annað.Viltu koma skoðun á framfæri í aðdraganda kosninga? Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar