„Trúi því ekki að þetta sé tilviljun“ Birta Björnsdóttir skrifar 27. apríl 2014 20:00 Á Hönnunarmars árið 2011 kynnti Ragnheiður Ösp til sögunnar púðann Notknot. Hann fékk í kjölfarið talsverða athygli á erlendum hönnunarvefsíðum og er seldur víða í Evrópu. Einu og hálfu ári síðar fékk hún fregnir af því að danska efnaverslunin Stof og stil væri að auglýsa efnivið og uppskrift af púðum sem flestir hljóta að vera sammála um að eru sláandi líkir hönnun Ragnheiðar. „Fólk hafði samband við mig og spurði hvort ég væri komin í samstarf við þennan aðila." Ragnheiður hafði tafarlaust samband við verslunina, en þar á bæ var lítið gefið fyrir athugasemdir hennar og því haldið fram að hönnuðir verslunarinnar hefðu fengið sömu hugmynd á sama tíma. „Það eina í stöðunni er í rauninni að hafa samband við lögfræðing en það er auðvitað kostnaðarsamt og tímafrekt," segir Ragnheiður. Stof og stil selja ekki púðana sjálfa, heldur efni til að gera þá. Ragnheiður segist vonast til að umfjöllun um málið hjálpi til við að veita versluninni aðhald. „Þeir eru í raun að stunda ólöglega markaðssetningu. Þeir mega ekki auglýsa vöru sem er svo sláandi lík annarri, að neytandinn ruglist á eftirlíkingunni og fyrirmyndinni," segir Ragnheiður. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði eru líkindin sláandi. „Ég trú því ekki að þetta sé tilviljun," segir Ragnheiður, sem er ekki eini hönnuðurinn sem hefur þessa sögu að segja. „Ég hef talað við tvo danska hönnuði sem lent hafa í þessu. Annar þeirra tók strax eftir útstillingu í verslun Stof og stil á vöru sem var sláandi lík öðru sem hún hafði hannað. Hún gerði athugasemdir og þetta var samstundis tekið niður. Svo ég held að þeir viti upp á sig sökina," segir Ragnheiður. HönnunarMars Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira
Á Hönnunarmars árið 2011 kynnti Ragnheiður Ösp til sögunnar púðann Notknot. Hann fékk í kjölfarið talsverða athygli á erlendum hönnunarvefsíðum og er seldur víða í Evrópu. Einu og hálfu ári síðar fékk hún fregnir af því að danska efnaverslunin Stof og stil væri að auglýsa efnivið og uppskrift af púðum sem flestir hljóta að vera sammála um að eru sláandi líkir hönnun Ragnheiðar. „Fólk hafði samband við mig og spurði hvort ég væri komin í samstarf við þennan aðila." Ragnheiður hafði tafarlaust samband við verslunina, en þar á bæ var lítið gefið fyrir athugasemdir hennar og því haldið fram að hönnuðir verslunarinnar hefðu fengið sömu hugmynd á sama tíma. „Það eina í stöðunni er í rauninni að hafa samband við lögfræðing en það er auðvitað kostnaðarsamt og tímafrekt," segir Ragnheiður. Stof og stil selja ekki púðana sjálfa, heldur efni til að gera þá. Ragnheiður segist vonast til að umfjöllun um málið hjálpi til við að veita versluninni aðhald. „Þeir eru í raun að stunda ólöglega markaðssetningu. Þeir mega ekki auglýsa vöru sem er svo sláandi lík annarri, að neytandinn ruglist á eftirlíkingunni og fyrirmyndinni," segir Ragnheiður. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði eru líkindin sláandi. „Ég trú því ekki að þetta sé tilviljun," segir Ragnheiður, sem er ekki eini hönnuðurinn sem hefur þessa sögu að segja. „Ég hef talað við tvo danska hönnuði sem lent hafa í þessu. Annar þeirra tók strax eftir útstillingu í verslun Stof og stil á vöru sem var sláandi lík öðru sem hún hafði hannað. Hún gerði athugasemdir og þetta var samstundis tekið niður. Svo ég held að þeir viti upp á sig sökina," segir Ragnheiður.
HönnunarMars Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira