Ólafur sleppur við bann og sekt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. apríl 2014 13:57 Ólafur Ólafsson. Vísir/Valli Aga- og úrskurðarnefnd gaf Grindvíkingnum Ólafi Ólafssyni aðeins áminningu vegna ummæla hans eftir þriðja leik KR og Grindavíkur í lokaúrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta. Ólafur sleppur því bæði við leikbann og fjársekt og getur tekið þátt í fjórða leik liðanna í Grindavík á morgun en Grindvíkingar verða að vinna leikinn til að koma í veg fyrir að KR-ingar tryggi sér Íslandsmeistaratitilinn. Nefndin telur að líta beri til þess að kærði sá fljótt að sér og bað körfuknattleikshreyfinguna opinberlega afsökunar á ummælum sínum að eigin frumkvæði. Jafnframt hefur UMFG ávítt kærða fyrir ummæli hans. Í ljósi þessa telur aga og úrskurðarnefnd áminningu vera hæfilega refsingu gagnvart kærða, Ólafi Ólafssyni. Að sama skapi telur nefndin ekki tilefni til að beita UMFG sérstökum viðurlögum. Það er hægt að sjá niðurstöðu Aga- og úrskurðarnefndarinnar hér fyrir neðan en allan dóminn má síðan nálgast með því að smella hér.Niðurstaða Eins og fyrir liggur í málinu lét kærði, Ólafur Ólafsson, eftirfarandi orð falla í viðtali í fjölmiðla eftir leik liðsins við KR 28. apríl s.l. „Við vorum eins og litlar fermingarstelpur á túr.“ Síðar sama dag baðst kærði opinberlega afsökunar á þessum ummælum. Samkvæmt 14. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarnefnd KKÍ skal stjórn og framkvæmdastjóri KKÍ vísa til aga- og úrskurðarnefndar atvikum sem skaðað geta ímynd körfuknattleiks eða þeirra sem þátt taka í leiknum. Í ákvæðinu er vísað til þess að slík atvik hafi þá ekki komið fram í atvikaskýrslum dómara á leiknum en geti verið hvers kyns ósæmileg framkoma á leikstað eða á annan hátt opinberlega. Þá segir í ákvæðinu að þegar talað er um opinberlega er átt við allar tegundir fjölmiðla; sjónvarpsmiðla, útvarpsmiðla, prentmiðla, netmiðla, heimasíður aðildarfélaga KKÍ og samfélagsmiðla. Ennfremur segir í n. lið 1. mgr. 13. gr. tilvísaðara reglugerðar að brot samkvæmt tilkynningu stjórnar KKÍ sbr. 14. gr. hafi í för með sér refsingu eftir eðli brotsins þ.á.m. áminningu, ávítur, sektir að fjárhæð kr. 50.000 og leikbann. Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ tekur undir það með kæranda málsins að umrædd ummæli kærða hafi verið ósæmileg og til þess fallin að skaða ímynd körfuknattleiks. Kærði hefur sjálfur sagt ummæli sín óvönduð og heimskuleg. Aftur á móti telur nefndin að líta beri til þess að kærði sá fljótt að sér og bað körfuknattleikshreyfinguna opinberlega afsökunar á ummælum sínum að eigin frumkvæði. Jafnframt hefur UMFG ávítt kærða fyrir ummæli hans. Í ljósi þessa telur aga og úrskurðarnefnd áminningu vera hæfilega refsingu gagnvart kærða, Ólafi Ólafssyni. Að sama skapi telur nefndin ekki tilefni til að beita UMFG sérstökum viðurlögum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Ólafur biðst afsökunar á ummælum sínum Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur í Dominos-deild karla í körfubolta, sér eftir ummælum sem hann lét falla eftir tap liðsins gegn KR í lokaúrslitum Íslandsmótsins í kvöld. 28. apríl 2014 23:09 Bréf til KKÍ: Óásættanlegt ef Ólafur kemst upp með þessi ummæli Síminn hefur vart stoppað hjá formanni KKÍ, Hannesi S. Jónssyni, síðan Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, lét ósmekkleg ummæli falla í sjónvarpsviðtali eftir leik Grindavíkur og KR í gær. 29. apríl 2014 14:25 KKÍ fordæmir ummæli Ólafs: Málinu vísað til aganefndar Körfuknattleikssamband Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna þeirra ummæla sem Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, lét falla eftir tap liðsins gegn KR í lokaúrslitum Dominos-deildarinnar í körfubolta í gærkvöldi. 29. apríl 2014 16:12 Ólafur: Eins og við kunnum ekki að spila körfubolta Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, var bálreiður eftir 29 stiga tap Íslands- og bikarmeistaranna gegn KR í þriðja leik lokaúrslita Íslandsmótsins í körfubolta í kvöld. 28. apríl 2014 21:38 Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Grindavík 87-58 | Grindvíkingar rassskelltir KR er komið yfir á ný í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta eftir að hafa rassskellt Grindavík 87-58 á heimavelli sínum í kvöld. KR leiðir einvígið 2-1. 28. apríl 2014 10:58 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Sjá meira
Aga- og úrskurðarnefnd gaf Grindvíkingnum Ólafi Ólafssyni aðeins áminningu vegna ummæla hans eftir þriðja leik KR og Grindavíkur í lokaúrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta. Ólafur sleppur því bæði við leikbann og fjársekt og getur tekið þátt í fjórða leik liðanna í Grindavík á morgun en Grindvíkingar verða að vinna leikinn til að koma í veg fyrir að KR-ingar tryggi sér Íslandsmeistaratitilinn. Nefndin telur að líta beri til þess að kærði sá fljótt að sér og bað körfuknattleikshreyfinguna opinberlega afsökunar á ummælum sínum að eigin frumkvæði. Jafnframt hefur UMFG ávítt kærða fyrir ummæli hans. Í ljósi þessa telur aga og úrskurðarnefnd áminningu vera hæfilega refsingu gagnvart kærða, Ólafi Ólafssyni. Að sama skapi telur nefndin ekki tilefni til að beita UMFG sérstökum viðurlögum. Það er hægt að sjá niðurstöðu Aga- og úrskurðarnefndarinnar hér fyrir neðan en allan dóminn má síðan nálgast með því að smella hér.Niðurstaða Eins og fyrir liggur í málinu lét kærði, Ólafur Ólafsson, eftirfarandi orð falla í viðtali í fjölmiðla eftir leik liðsins við KR 28. apríl s.l. „Við vorum eins og litlar fermingarstelpur á túr.“ Síðar sama dag baðst kærði opinberlega afsökunar á þessum ummælum. Samkvæmt 14. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarnefnd KKÍ skal stjórn og framkvæmdastjóri KKÍ vísa til aga- og úrskurðarnefndar atvikum sem skaðað geta ímynd körfuknattleiks eða þeirra sem þátt taka í leiknum. Í ákvæðinu er vísað til þess að slík atvik hafi þá ekki komið fram í atvikaskýrslum dómara á leiknum en geti verið hvers kyns ósæmileg framkoma á leikstað eða á annan hátt opinberlega. Þá segir í ákvæðinu að þegar talað er um opinberlega er átt við allar tegundir fjölmiðla; sjónvarpsmiðla, útvarpsmiðla, prentmiðla, netmiðla, heimasíður aðildarfélaga KKÍ og samfélagsmiðla. Ennfremur segir í n. lið 1. mgr. 13. gr. tilvísaðara reglugerðar að brot samkvæmt tilkynningu stjórnar KKÍ sbr. 14. gr. hafi í för með sér refsingu eftir eðli brotsins þ.á.m. áminningu, ávítur, sektir að fjárhæð kr. 50.000 og leikbann. Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ tekur undir það með kæranda málsins að umrædd ummæli kærða hafi verið ósæmileg og til þess fallin að skaða ímynd körfuknattleiks. Kærði hefur sjálfur sagt ummæli sín óvönduð og heimskuleg. Aftur á móti telur nefndin að líta beri til þess að kærði sá fljótt að sér og bað körfuknattleikshreyfinguna opinberlega afsökunar á ummælum sínum að eigin frumkvæði. Jafnframt hefur UMFG ávítt kærða fyrir ummæli hans. Í ljósi þessa telur aga og úrskurðarnefnd áminningu vera hæfilega refsingu gagnvart kærða, Ólafi Ólafssyni. Að sama skapi telur nefndin ekki tilefni til að beita UMFG sérstökum viðurlögum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Ólafur biðst afsökunar á ummælum sínum Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur í Dominos-deild karla í körfubolta, sér eftir ummælum sem hann lét falla eftir tap liðsins gegn KR í lokaúrslitum Íslandsmótsins í kvöld. 28. apríl 2014 23:09 Bréf til KKÍ: Óásættanlegt ef Ólafur kemst upp með þessi ummæli Síminn hefur vart stoppað hjá formanni KKÍ, Hannesi S. Jónssyni, síðan Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, lét ósmekkleg ummæli falla í sjónvarpsviðtali eftir leik Grindavíkur og KR í gær. 29. apríl 2014 14:25 KKÍ fordæmir ummæli Ólafs: Málinu vísað til aganefndar Körfuknattleikssamband Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna þeirra ummæla sem Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, lét falla eftir tap liðsins gegn KR í lokaúrslitum Dominos-deildarinnar í körfubolta í gærkvöldi. 29. apríl 2014 16:12 Ólafur: Eins og við kunnum ekki að spila körfubolta Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, var bálreiður eftir 29 stiga tap Íslands- og bikarmeistaranna gegn KR í þriðja leik lokaúrslita Íslandsmótsins í körfubolta í kvöld. 28. apríl 2014 21:38 Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Grindavík 87-58 | Grindvíkingar rassskelltir KR er komið yfir á ný í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta eftir að hafa rassskellt Grindavík 87-58 á heimavelli sínum í kvöld. KR leiðir einvígið 2-1. 28. apríl 2014 10:58 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Sjá meira
Ólafur biðst afsökunar á ummælum sínum Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur í Dominos-deild karla í körfubolta, sér eftir ummælum sem hann lét falla eftir tap liðsins gegn KR í lokaúrslitum Íslandsmótsins í kvöld. 28. apríl 2014 23:09
Bréf til KKÍ: Óásættanlegt ef Ólafur kemst upp með þessi ummæli Síminn hefur vart stoppað hjá formanni KKÍ, Hannesi S. Jónssyni, síðan Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, lét ósmekkleg ummæli falla í sjónvarpsviðtali eftir leik Grindavíkur og KR í gær. 29. apríl 2014 14:25
KKÍ fordæmir ummæli Ólafs: Málinu vísað til aganefndar Körfuknattleikssamband Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna þeirra ummæla sem Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, lét falla eftir tap liðsins gegn KR í lokaúrslitum Dominos-deildarinnar í körfubolta í gærkvöldi. 29. apríl 2014 16:12
Ólafur: Eins og við kunnum ekki að spila körfubolta Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, var bálreiður eftir 29 stiga tap Íslands- og bikarmeistaranna gegn KR í þriðja leik lokaúrslita Íslandsmótsins í körfubolta í kvöld. 28. apríl 2014 21:38
Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Grindavík 87-58 | Grindvíkingar rassskelltir KR er komið yfir á ný í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta eftir að hafa rassskellt Grindavík 87-58 á heimavelli sínum í kvöld. KR leiðir einvígið 2-1. 28. apríl 2014 10:58