,,Rýrir trúverðugleika Birkis Jóns“ Sveinn Arnarsson skrifar 9. maí 2014 15:31 Ólafur Þór Gunnarsson undrast ummæli Birkis Jóns Ólafur Þór Gunnarsson, oddviti Vinstri grænna og félagshyggjufólks í Kópavogi, undrast mjög orð Birkis Jóns Jónssonar oddvita Framsóknarflokksins sem birtist í grein Vísis fyrr í dag, þar sem hann lofar frístundakorti fyrir aldraða að upphæð 20 þúsund krónur á næsta kjörtímabili. „Það er rétt að taka fram að VG flutti í haust tillögu um forvarnar og lýðheilsustyrki fyrir eldra fólk, 10.000 á ári, og var tillagan send til nefndar til yfirferðar. Það er skemmst frá því að segja að í síðasta mánuði skilaði nefndin af sér og tillaga VG var felld, allir fulltrúar í nefndinni, þar með talin. Una María Óskarsdóttir, formaður nefndarinnar og fulltrúi framsóknarflokksins, greiddu atkvæði á móti. Eini nefndarmaðurinn sem greiddi atkvæði með tillögunni var Arnþór Sigurðsson fulltrúi VG,“ segir Ólafur Þór í samtali við Vísi. „Vinstri græn hafa það að stefnu á landsvísu að taka upp slík frístundakort sem Birkir Jón trommar upp með,“ bætir Ólafur við. Ólafur Þór er undrandi á ummælum Jóns og telur trúverðugleika hans hafa rýrnað við þetta. „Framsóknarmenn hafa áður leikið þann leik að yfirbjóða hina flokkana en hér er býsna langt seilst. Þeir fella málið í nefnd, og afgreiðsla málsins er tekin fyrir í bæjarráði 30. apríl síðastliðinn. Þar ítrekar VG vilja sinn, en fulltrúar allra hinna flokkanna halda fast við sína stefnu. VG fagna því að Framsókn hafi snúist hugur, en undrast að þegar þeir gátu tryggt að þessir styrkir kæmust á fyrir rúnri viku síðan þá gerðu þeir þvert á móti. Trúverðugleiki nýja oddvitans rýrnar óneitanlega við svona æfingar.“ Birkir Jón Jónsson tekur orðum Ólafs Þórs fagnandi. „Ég veit ekki hvort Ólafur hefur tekið eftir því en nú er búið að skipta um oddvita og það eru kosningar í nánd, við viljum standa fyrir þeim málefnum sem við höfum verið að tala fyrir.“ „Ég er ánægður með að Ólafur sé sammála tillögu okkar og þetta gæti verið boðberi nýrra tíma, það er kallað eftir því að meiri samstaða náist innan bæjarstjórnar,“ segir Birkir Jón í samtali við Vísi.Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Birkir Jón vill frístundakort fyrir eldri borgara Birkir Jón Jónsson er oddviti til að veita dætrum sínum betri aðstæður. 9. maí 2014 09:09 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira
Ólafur Þór Gunnarsson, oddviti Vinstri grænna og félagshyggjufólks í Kópavogi, undrast mjög orð Birkis Jóns Jónssonar oddvita Framsóknarflokksins sem birtist í grein Vísis fyrr í dag, þar sem hann lofar frístundakorti fyrir aldraða að upphæð 20 þúsund krónur á næsta kjörtímabili. „Það er rétt að taka fram að VG flutti í haust tillögu um forvarnar og lýðheilsustyrki fyrir eldra fólk, 10.000 á ári, og var tillagan send til nefndar til yfirferðar. Það er skemmst frá því að segja að í síðasta mánuði skilaði nefndin af sér og tillaga VG var felld, allir fulltrúar í nefndinni, þar með talin. Una María Óskarsdóttir, formaður nefndarinnar og fulltrúi framsóknarflokksins, greiddu atkvæði á móti. Eini nefndarmaðurinn sem greiddi atkvæði með tillögunni var Arnþór Sigurðsson fulltrúi VG,“ segir Ólafur Þór í samtali við Vísi. „Vinstri græn hafa það að stefnu á landsvísu að taka upp slík frístundakort sem Birkir Jón trommar upp með,“ bætir Ólafur við. Ólafur Þór er undrandi á ummælum Jóns og telur trúverðugleika hans hafa rýrnað við þetta. „Framsóknarmenn hafa áður leikið þann leik að yfirbjóða hina flokkana en hér er býsna langt seilst. Þeir fella málið í nefnd, og afgreiðsla málsins er tekin fyrir í bæjarráði 30. apríl síðastliðinn. Þar ítrekar VG vilja sinn, en fulltrúar allra hinna flokkanna halda fast við sína stefnu. VG fagna því að Framsókn hafi snúist hugur, en undrast að þegar þeir gátu tryggt að þessir styrkir kæmust á fyrir rúnri viku síðan þá gerðu þeir þvert á móti. Trúverðugleiki nýja oddvitans rýrnar óneitanlega við svona æfingar.“ Birkir Jón Jónsson tekur orðum Ólafs Þórs fagnandi. „Ég veit ekki hvort Ólafur hefur tekið eftir því en nú er búið að skipta um oddvita og það eru kosningar í nánd, við viljum standa fyrir þeim málefnum sem við höfum verið að tala fyrir.“ „Ég er ánægður með að Ólafur sé sammála tillögu okkar og þetta gæti verið boðberi nýrra tíma, það er kallað eftir því að meiri samstaða náist innan bæjarstjórnar,“ segir Birkir Jón í samtali við Vísi.Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Birkir Jón vill frístundakort fyrir eldri borgara Birkir Jón Jónsson er oddviti til að veita dætrum sínum betri aðstæður. 9. maí 2014 09:09 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira
Birkir Jón vill frístundakort fyrir eldri borgara Birkir Jón Jónsson er oddviti til að veita dætrum sínum betri aðstæður. 9. maí 2014 09:09