Birkir Jón vill frístundakort fyrir eldri borgara Sveinn Arnarsson skrifar 9. maí 2014 09:09 Vísir/GVA Birkir Jón Jónsson, oddviti Framsóknarflokksins í Kópavogi, vill koma á frístundakorti fyrir eldri borgara, líkt og tíðkast með börn í mörgum sveitarfélögum landsins. Segir hann Framsóknarflokkinn vilja að frístundakortið verði 20.000 krónur sem geti nýst í sund, tónlistarnám, námskeið og tómstundir. Birkir Jón sagði í samtali við Vísi að rekstur Kópavogs hafi gengið vel á kjörtímabilinu, skuldir hafi lækkað og það sé verkefni nýrrar bæjarstjórnar að loknum kosningum að halda áfram á þeirri braut.Málefni unga fólksins eru honum einnig hugleikin. „Við viljum koma til móts við þarfi barnafjölskyldna í Kópavogi. Þar eru skólamálin fyrirferðamikil sem og íþrótta og tómstundamálin. Við viljum auka þátttöku ungs fólks í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi með því að taka upp frístundakort að upphæð 40.000 kr - kortið nái einnig til tónlistarnáms og fleiri tómstunda en áður,“ segir Birkir Jón. Kosningabaráttan er við það að fara á fullt í Kópavogi. Birkir Jón er afar sáttur við að vera kominn aftur í stjórnmálin og segir sveitarstjórnarstigið heilla. „Kópavogur er í dag að gera marga góða hluti - en við getum gert betur. Ég vonast til þess að reynsla mín á þingi og sveitarstjórnarmálum muni nýtast til að koma góðum málum áleiðis. Í sveitarstjórn er maður mikið nær allri ákvarðanatöku heldur en á Alþingi og kosningabaráttan tekur mið af því. Við eigum að reka samfélag þar sem velferð fólks verður ekki bara mæld í krónum og aurum.“ „Ef við fáum gott brautargengi í vor þá munum við verða í góðri stöðu til að gera Kópavog að enn betra samfélagi,“ segir Birkir Jón að lokum. Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira
Birkir Jón Jónsson, oddviti Framsóknarflokksins í Kópavogi, vill koma á frístundakorti fyrir eldri borgara, líkt og tíðkast með börn í mörgum sveitarfélögum landsins. Segir hann Framsóknarflokkinn vilja að frístundakortið verði 20.000 krónur sem geti nýst í sund, tónlistarnám, námskeið og tómstundir. Birkir Jón sagði í samtali við Vísi að rekstur Kópavogs hafi gengið vel á kjörtímabilinu, skuldir hafi lækkað og það sé verkefni nýrrar bæjarstjórnar að loknum kosningum að halda áfram á þeirri braut.Málefni unga fólksins eru honum einnig hugleikin. „Við viljum koma til móts við þarfi barnafjölskyldna í Kópavogi. Þar eru skólamálin fyrirferðamikil sem og íþrótta og tómstundamálin. Við viljum auka þátttöku ungs fólks í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi með því að taka upp frístundakort að upphæð 40.000 kr - kortið nái einnig til tónlistarnáms og fleiri tómstunda en áður,“ segir Birkir Jón. Kosningabaráttan er við það að fara á fullt í Kópavogi. Birkir Jón er afar sáttur við að vera kominn aftur í stjórnmálin og segir sveitarstjórnarstigið heilla. „Kópavogur er í dag að gera marga góða hluti - en við getum gert betur. Ég vonast til þess að reynsla mín á þingi og sveitarstjórnarmálum muni nýtast til að koma góðum málum áleiðis. Í sveitarstjórn er maður mikið nær allri ákvarðanatöku heldur en á Alþingi og kosningabaráttan tekur mið af því. Við eigum að reka samfélag þar sem velferð fólks verður ekki bara mæld í krónum og aurum.“ „Ef við fáum gott brautargengi í vor þá munum við verða í góðri stöðu til að gera Kópavog að enn betra samfélagi,“ segir Birkir Jón að lokum. Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira