Eigandi Clippers segist ekki vera rasisti og ætlar ekki að selja félagið Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. maí 2014 08:30 Donald Sterling gefst ekki upp. Vísir/Getty Donald Sterling, eigandi NBA-liðsins Los Angeles Clippers, ætlar sér ekki að selja félagið og segist ekki vera rasisti, samkvæmt því sem fram kemur í miðlum vestanhafs. Á ný hefur upptaka af samtali Sterling lekið í fjölmiðla en hann er í þessum vandræðum vegna upptöku sem lak í slúðurmiðilinn TMZ. Þar bað hann kærustu sína m.a. um að umgangast ekki þeldökkt fólk og alls ekki koma með það á leiki liðsins. Í nýrri upptöku, sem vefmiðillinn RadarOnline hefur undir höndum, segist maður sem hljómar eins og Sterling, ekki trúa því að hann verði látinn selja Clippers. Ráðgjafanefnd NBA-deildarinnar er nú þegar byrjuð að reyna selja Clippers en til þess að taka félag úr höndum eiganda þurfa 75 prósent hinna eigandanna að samþykkja yfirtökuna og Adam Silver, framkvæmdastjóri deildarinnar, telur sig hafa nógu marga með sér í liði. "Heldurðu að ég sé rasisti? Heldurðu að ég elski ekki alla í heiminum? Þú veist að ég er ekki rasisti," segir Sterling í símtali við annan mann. "Hvernig er hægt að vera í þessum geira og vera rasisti? Heldurðu að ég segi þjálfaranum að fá bara hvíta leikmenn eða ná í bestu leikmennina sem hægt er að fá?," segir Sterling sem telur ekki hægt að hirða félagið af honum. "Það er ekki hægt að neyða nokkurn mann til að selja eign sína í Bandaríkjunum. Ég er lögfræðingur og þetta er mín skoðun." Ljóst er að þetta mál er langt frá því að vera búið en Sterling mun vafalítið fara með málið fyrir dómstóla þar sem hann ætlar sér ekki að láta selja Clippers-liðið undan sér. NBA Tengdar fréttir Sterling verður neyddur til þess að selja Clippers Eigendur liða í NBA-deildinni hafa samþykkt að standa saman í því að þvinga Donald Sterling til þess að selja LA Clippers. 2. maí 2014 10:45 Styrktaðilar flýja frá Clippers vegna rasisma eigandans Donald Sterling, eigandi Los Angeles Clippers, og félagið sjálft eru í miklum vandræðum vegna ummæla hans um hörundsdökka menn. Hann vill t.a.m. ekki sjá Magic Johnson á leikjum liðsins. 28. apríl 2014 23:30 Leikmenn Clippers mótmæltu hegðun eiganda félagsins Það er búið að vera mikið fjölmiðlafár í Bandaríkjunum síðustu daga eftir að eigandi NBA-liðsins LA Clippers, Donald Sterling, varð uppvís að kynþáttaníði. 28. apríl 2014 10:30 Magic vill kaupa LA Clippers Magic Johnson er á meðal þeirra sem varð í eldlínunni í kynþáttaníðsmáli eiganda LA Clippers, Donald Sterling. 28. apríl 2014 14:15 Sterling sagður vera með krabbamein Umdeildasti maðurinn í Bandaríkjunum í dag, rasistinn Donald Sterling, er ekki bara að berjast fyrir félagi sínu, LA Clippers, heldur einnig fyrir lífi sínu. 2. maí 2014 19:30 Rasistinn verður neyddur til að selja Clippers Donald Sterling sektaður um 280 milljónir króna og úrskurðaður í ævilangt bann frá NBA-deildinni vegna ummæla sinna um þelþökkt fólk. 29. apríl 2014 22:30 Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Fleiri fréttir Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjá meira
Donald Sterling, eigandi NBA-liðsins Los Angeles Clippers, ætlar sér ekki að selja félagið og segist ekki vera rasisti, samkvæmt því sem fram kemur í miðlum vestanhafs. Á ný hefur upptaka af samtali Sterling lekið í fjölmiðla en hann er í þessum vandræðum vegna upptöku sem lak í slúðurmiðilinn TMZ. Þar bað hann kærustu sína m.a. um að umgangast ekki þeldökkt fólk og alls ekki koma með það á leiki liðsins. Í nýrri upptöku, sem vefmiðillinn RadarOnline hefur undir höndum, segist maður sem hljómar eins og Sterling, ekki trúa því að hann verði látinn selja Clippers. Ráðgjafanefnd NBA-deildarinnar er nú þegar byrjuð að reyna selja Clippers en til þess að taka félag úr höndum eiganda þurfa 75 prósent hinna eigandanna að samþykkja yfirtökuna og Adam Silver, framkvæmdastjóri deildarinnar, telur sig hafa nógu marga með sér í liði. "Heldurðu að ég sé rasisti? Heldurðu að ég elski ekki alla í heiminum? Þú veist að ég er ekki rasisti," segir Sterling í símtali við annan mann. "Hvernig er hægt að vera í þessum geira og vera rasisti? Heldurðu að ég segi þjálfaranum að fá bara hvíta leikmenn eða ná í bestu leikmennina sem hægt er að fá?," segir Sterling sem telur ekki hægt að hirða félagið af honum. "Það er ekki hægt að neyða nokkurn mann til að selja eign sína í Bandaríkjunum. Ég er lögfræðingur og þetta er mín skoðun." Ljóst er að þetta mál er langt frá því að vera búið en Sterling mun vafalítið fara með málið fyrir dómstóla þar sem hann ætlar sér ekki að láta selja Clippers-liðið undan sér.
NBA Tengdar fréttir Sterling verður neyddur til þess að selja Clippers Eigendur liða í NBA-deildinni hafa samþykkt að standa saman í því að þvinga Donald Sterling til þess að selja LA Clippers. 2. maí 2014 10:45 Styrktaðilar flýja frá Clippers vegna rasisma eigandans Donald Sterling, eigandi Los Angeles Clippers, og félagið sjálft eru í miklum vandræðum vegna ummæla hans um hörundsdökka menn. Hann vill t.a.m. ekki sjá Magic Johnson á leikjum liðsins. 28. apríl 2014 23:30 Leikmenn Clippers mótmæltu hegðun eiganda félagsins Það er búið að vera mikið fjölmiðlafár í Bandaríkjunum síðustu daga eftir að eigandi NBA-liðsins LA Clippers, Donald Sterling, varð uppvís að kynþáttaníði. 28. apríl 2014 10:30 Magic vill kaupa LA Clippers Magic Johnson er á meðal þeirra sem varð í eldlínunni í kynþáttaníðsmáli eiganda LA Clippers, Donald Sterling. 28. apríl 2014 14:15 Sterling sagður vera með krabbamein Umdeildasti maðurinn í Bandaríkjunum í dag, rasistinn Donald Sterling, er ekki bara að berjast fyrir félagi sínu, LA Clippers, heldur einnig fyrir lífi sínu. 2. maí 2014 19:30 Rasistinn verður neyddur til að selja Clippers Donald Sterling sektaður um 280 milljónir króna og úrskurðaður í ævilangt bann frá NBA-deildinni vegna ummæla sinna um þelþökkt fólk. 29. apríl 2014 22:30 Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Fleiri fréttir Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjá meira
Sterling verður neyddur til þess að selja Clippers Eigendur liða í NBA-deildinni hafa samþykkt að standa saman í því að þvinga Donald Sterling til þess að selja LA Clippers. 2. maí 2014 10:45
Styrktaðilar flýja frá Clippers vegna rasisma eigandans Donald Sterling, eigandi Los Angeles Clippers, og félagið sjálft eru í miklum vandræðum vegna ummæla hans um hörundsdökka menn. Hann vill t.a.m. ekki sjá Magic Johnson á leikjum liðsins. 28. apríl 2014 23:30
Leikmenn Clippers mótmæltu hegðun eiganda félagsins Það er búið að vera mikið fjölmiðlafár í Bandaríkjunum síðustu daga eftir að eigandi NBA-liðsins LA Clippers, Donald Sterling, varð uppvís að kynþáttaníði. 28. apríl 2014 10:30
Magic vill kaupa LA Clippers Magic Johnson er á meðal þeirra sem varð í eldlínunni í kynþáttaníðsmáli eiganda LA Clippers, Donald Sterling. 28. apríl 2014 14:15
Sterling sagður vera með krabbamein Umdeildasti maðurinn í Bandaríkjunum í dag, rasistinn Donald Sterling, er ekki bara að berjast fyrir félagi sínu, LA Clippers, heldur einnig fyrir lífi sínu. 2. maí 2014 19:30
Rasistinn verður neyddur til að selja Clippers Donald Sterling sektaður um 280 milljónir króna og úrskurðaður í ævilangt bann frá NBA-deildinni vegna ummæla sinna um þelþökkt fólk. 29. apríl 2014 22:30