Disney græðir vel á Frozen Finnur Thorlacius skrifar 8. maí 2014 13:11 Frozen kvikmynd Disney hefur skilað vænu fé í kassann. Disney Co. kom hlutabréfamarkaðnum í Bandaríkjunum hressilega á óvart og jók mjög við hagnað sinn á síðasta ársfjórðungi, sem jókst ferfalt frá fyrra ári. Hagnaðurinn nam 225 milljörðum króna. Helsta ástæðan fyrir þessum góða árangri nú er myndin „Frozen“. Myndin er orðin tekjuhæst teiknimynd allra tíma og nema heildartekjur af henni 132 milljörðum króna. Rekstur annarra deilda Disney gekk einnig mjög vel og hagnaður þeirra allra með tveggja stafa aukningu í prósentum talið. Heildarvelta Disney á síðasta ársfjórðungi nam 1.305 milljörðum króna og er það 10% meira en í fyrra. Hagnaður af veltu Disney er því 17,2% og þætti flestum fyrirtækiseigendum það ári gott. Hagnaður á hvern hlut í Disney nam 1,08 dollurum en búist hafði verið við 0,97 dollara hagnaði. Hermt er eftir stjórnendum Disney að „Frozen“ sé nú orðið eitt af fimm stærstu vörumerkjum fyrirtækisins og það ætli það sér að nýta vel á næstu 5 árum, að minnsta kosti. Nú er í undirbúningi Broadway leikuppfærsla á „Frozen“ og í skemmtigörðum Disney sé nú unnið að frekari sýnileika á „Frozen“ myndinni og karakterum hennar. Fleiri myndir skiluðu ágætum hagnaði á tímabilinu, svo sem „Captain America: The Winter Soldier“ og skilaði hún mun meiri tekjum en fyrri myndin um „Captain America“. Stutt er í „Avengers 2“-myndina og miklar væntingar um gott gengi hennar, sem og næstu „Star Wars“-myndar. Disney ætlar reyndar að framleiða tvær „Star Wars“-myndir í viðbót við hana og ef vel gengur með þær verða næstu ár eins gjöful fyrir Disney og árið í ár stefnir. Disney á sjónvarpsstöðvarnar ABC og ESPN og gekk rekstur þeirra vonum framar og eiga þær einnig vænan hlut í hagnaði félagsins. Mest lesið „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Disney Co. kom hlutabréfamarkaðnum í Bandaríkjunum hressilega á óvart og jók mjög við hagnað sinn á síðasta ársfjórðungi, sem jókst ferfalt frá fyrra ári. Hagnaðurinn nam 225 milljörðum króna. Helsta ástæðan fyrir þessum góða árangri nú er myndin „Frozen“. Myndin er orðin tekjuhæst teiknimynd allra tíma og nema heildartekjur af henni 132 milljörðum króna. Rekstur annarra deilda Disney gekk einnig mjög vel og hagnaður þeirra allra með tveggja stafa aukningu í prósentum talið. Heildarvelta Disney á síðasta ársfjórðungi nam 1.305 milljörðum króna og er það 10% meira en í fyrra. Hagnaður af veltu Disney er því 17,2% og þætti flestum fyrirtækiseigendum það ári gott. Hagnaður á hvern hlut í Disney nam 1,08 dollurum en búist hafði verið við 0,97 dollara hagnaði. Hermt er eftir stjórnendum Disney að „Frozen“ sé nú orðið eitt af fimm stærstu vörumerkjum fyrirtækisins og það ætli það sér að nýta vel á næstu 5 árum, að minnsta kosti. Nú er í undirbúningi Broadway leikuppfærsla á „Frozen“ og í skemmtigörðum Disney sé nú unnið að frekari sýnileika á „Frozen“ myndinni og karakterum hennar. Fleiri myndir skiluðu ágætum hagnaði á tímabilinu, svo sem „Captain America: The Winter Soldier“ og skilaði hún mun meiri tekjum en fyrri myndin um „Captain America“. Stutt er í „Avengers 2“-myndina og miklar væntingar um gott gengi hennar, sem og næstu „Star Wars“-myndar. Disney ætlar reyndar að framleiða tvær „Star Wars“-myndir í viðbót við hana og ef vel gengur með þær verða næstu ár eins gjöful fyrir Disney og árið í ár stefnir. Disney á sjónvarpsstöðvarnar ABC og ESPN og gekk rekstur þeirra vonum framar og eiga þær einnig vænan hlut í hagnaði félagsins.
Mest lesið „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira