Framsókn býður menntaskólanemum tertusneið Sveinn Arnarsson skrifar 6. maí 2014 14:12 Ágúst Bjarni Garðarsson, oddviti, og kakan góða sem Framsóknarflokkurinn í Hafnarfirði bauð nemendum Flensborgarskólans í morgun Kosningabaráttan er komin á fullt í Hafnarfirði, kosningaskrifstofur hafa verið settar upp miðsvæðis og frambjóðendur komnir út á örkina að sækja sér fylgi og ræða við kjósendur. Framsóknarflokkurinn fór í Flensborgarskólann í morgun til að kynnast ungum kjósendum Hafnarfjarðar og bera fram boðskap Framsóknarflokksins í kosningum. Frambjóðendur flokksins komu vopnaðir stærðarinnar tertu sem var skreytt með merki Framsóknarflokksins. Ágúst Bjarni Garðarson er oddviti Framsóknarflokksins í bænum og líklega yngsti oddviti Framsóknarflokksins á landsvísu eða 26 ára gamall. Hann var afar ánægður með heimsóknina þegar Vísir náði tali af honum. „Það var virkilega gaman að koma aftur í Flensborg þaðan sem ég lauk stúdentsprófi. Nemendur Flensborgar og annað ungt fólk eru virkilega mikilvægir kjósendur. Þetta er sá hópur sem mun byggja upp samfélagið, eignast fjölskyldu, hafa þörf fyrir húsnæði og vinnu. Það er því mikilvægt að bæjarfélagið þjónusti þessa kynslóð vel og skapi þannig aðstæður að það sé heillandi fyrir ungt fólk að búa, ala upp börn og vinna í Hafnarfirði." segir Ágúst Bjarni. Ágúst Bjarni telur að það þurfi að þurfi að tala við unga kjósendur alveg eins og alla aðra, og bera virðingu fyrir þeim. „Þetta eru ekki börn, þetta er frekar upplýstur og vakandi hópur. Sjálfur er ég ungur fjölskyldumaður og ræddi stuttlega þessa hluti við þetta unga og efnilega fólk. Framtíðin er þeirra. Eftir þessa stuttu heimsókn okkar, buðum við nemendum og starfsfólki upp á súkkulaðiköku með stóru X-B merki. Það er óhætt að segja að hún hafi runnið ljúflega niður í morgunsárið." segirÁgúst Bjarni glaður í bragði. Framsóknarflokkurinn hefur ekki haft bæjarfulltrá í Hafnarfirði síðan kjörtímabilið 1998-2002 þegar Þorsteinn Njálsson, læknir, var bæjarfulltrúi flokksins og forseti bæjarstjórnar í meirihluta með Sjálfstæðisflokki. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Sjá meira
Kosningabaráttan er komin á fullt í Hafnarfirði, kosningaskrifstofur hafa verið settar upp miðsvæðis og frambjóðendur komnir út á örkina að sækja sér fylgi og ræða við kjósendur. Framsóknarflokkurinn fór í Flensborgarskólann í morgun til að kynnast ungum kjósendum Hafnarfjarðar og bera fram boðskap Framsóknarflokksins í kosningum. Frambjóðendur flokksins komu vopnaðir stærðarinnar tertu sem var skreytt með merki Framsóknarflokksins. Ágúst Bjarni Garðarson er oddviti Framsóknarflokksins í bænum og líklega yngsti oddviti Framsóknarflokksins á landsvísu eða 26 ára gamall. Hann var afar ánægður með heimsóknina þegar Vísir náði tali af honum. „Það var virkilega gaman að koma aftur í Flensborg þaðan sem ég lauk stúdentsprófi. Nemendur Flensborgar og annað ungt fólk eru virkilega mikilvægir kjósendur. Þetta er sá hópur sem mun byggja upp samfélagið, eignast fjölskyldu, hafa þörf fyrir húsnæði og vinnu. Það er því mikilvægt að bæjarfélagið þjónusti þessa kynslóð vel og skapi þannig aðstæður að það sé heillandi fyrir ungt fólk að búa, ala upp börn og vinna í Hafnarfirði." segir Ágúst Bjarni. Ágúst Bjarni telur að það þurfi að þurfi að tala við unga kjósendur alveg eins og alla aðra, og bera virðingu fyrir þeim. „Þetta eru ekki börn, þetta er frekar upplýstur og vakandi hópur. Sjálfur er ég ungur fjölskyldumaður og ræddi stuttlega þessa hluti við þetta unga og efnilega fólk. Framtíðin er þeirra. Eftir þessa stuttu heimsókn okkar, buðum við nemendum og starfsfólki upp á súkkulaðiköku með stóru X-B merki. Það er óhætt að segja að hún hafi runnið ljúflega niður í morgunsárið." segirÁgúst Bjarni glaður í bragði. Framsóknarflokkurinn hefur ekki haft bæjarfulltrá í Hafnarfirði síðan kjörtímabilið 1998-2002 þegar Þorsteinn Njálsson, læknir, var bæjarfulltrúi flokksins og forseti bæjarstjórnar í meirihluta með Sjálfstæðisflokki.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Sjá meira