Dögun og velferðarvinir Ragnheiður Lára Guðrúnardóttir skrifar 5. maí 2014 10:28 Svo virðist vera sem flugvallarmálið ætli enn einu sinni að verða eitt helsta kosningarmálið. Mörgum þykir knýjandi þörf að berjast gegn því að flugvöllurinn fari árið 2022, eftir heil tvö kjörtímabil. Svo knýjandi að sérstök hagsmunasamtök, Flugvallarvinir, ætla að beita sér sérstaklega gegn því. Að mínu mati og okkar í Dögun Reykjavík er mikilvægasta kosningarmálið velferðarmál, þar með talið aðgengi að öruggu þaki yfir höfuðið og ekki síður að grunnframfærsla þeirra sem búa við verst kjör í borginni sé mannsæmandi.Borgin ber ábyrgð á grunnframfærslu Ólíkt flugvallarverndun er það lagaleg skylda borgarinnar að tryggja fólki grunnframfærslu. Því miður eru engir háværir þrýstihópar sem styðja við baráttu þeirra sem eru verst settir í borginni okkar. Kannski er kominn tími til að stofna slíkan hóp. Við gætum kallað hann Velferðarvinir. Frá hruni hefur notendum félagslegra þjónustu Reykjavíkurborgar fjölgað umtalsvert. Sérstaklega hvað varðar fjárhagsaðstoð og á biðlistum eftir félagslegu leiguhúsnæði. Í mars 2014 biðu 854 eftir félagslegu leiguhúsnæði og í janúar 2014 fengu 1.936 einstaklingar einhverskonar fjárhagslega aðstoð frá Reykjavíkurborg. Það er skylda kjörinna fulltrúa að bregðast við þessu ástandi. Þetta er í það minnsta ástæðan fyrir því að ég ákvað að láta til mín taka í pólitík. Dögun í Reykjavík leggur til aðgerðir í tveim liðum til að sporna við fátækt og fjölgun einstaklinga á fjárhagsaðstoð. Í fyrsta lagi þarf að hækka lágmarksframfærslu sem er nú 169.000 krónur á mánuði fyrir skatt. Sú upphæð er ekki bara óviðunandi heldur einnig óraunhæf eins og neysluviðmið sýna. Með svo lágri framfærslu er borgin nánast að samþykkja fátækt einstaklinga og barna. Því má bæta við Dögun telur lægstu laun einnig vera allt of lág og mun beitar sér fyrir hækkun þeirra. Í öðru lagi þarf að veita einstaklingum á fjárhagsaðstoð tækifæri til að bæta lífsgæði sín og komast út á vinnumarkað eða taka virkan þátt í samfélaginu með öðrum hætti. Bæta þarf verulega þau vinnumarkaðsúrræði sem einstaklingum bjóðast nú. Það er lágmarks krafa að veita fólki tækifæri á að sjá sér og sínum farboða. Þá ættu slík úrræði að byggjast á notendasamráði þar sem úrræðin væru byggð á þörfum, skoðunum og kröfum notenda þjónustunnar.Byggjum betra samfélagFátækt kemur okkur öllum við. Sem samfélagsvandamál elur hún af sér vanheilsu, menntunarskort, aukna glæpatíðni og félagslega einangrun svo eitthvað sé nefnt. Ef við viljum búa í góðu samfélagi þurfum við að tryggja að allir fái viðeigandi framfærslu og tækifæri til aukinna lífsgæða. Við sem stöndum að Dögun í Reykjavík viljum sporna við fátækt í Reykjavík og gerum það að okkar forgangsmáli í komandi sveitarstjórnarkosningum. Að tryggja að flugvöllurinn verði áfram í Reykjavík eftir átta ár kann að skipta máli. Að mínu mati er þó mun mikilvægara núna að tryggja velferð borgarbúa. Þegar lágmarksframfærsla er orðin raunhæf getum við rætt um flugvöllinn og hugsanlegan flutning hans eftir tvö kjörtímabil. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Svo virðist vera sem flugvallarmálið ætli enn einu sinni að verða eitt helsta kosningarmálið. Mörgum þykir knýjandi þörf að berjast gegn því að flugvöllurinn fari árið 2022, eftir heil tvö kjörtímabil. Svo knýjandi að sérstök hagsmunasamtök, Flugvallarvinir, ætla að beita sér sérstaklega gegn því. Að mínu mati og okkar í Dögun Reykjavík er mikilvægasta kosningarmálið velferðarmál, þar með talið aðgengi að öruggu þaki yfir höfuðið og ekki síður að grunnframfærsla þeirra sem búa við verst kjör í borginni sé mannsæmandi.Borgin ber ábyrgð á grunnframfærslu Ólíkt flugvallarverndun er það lagaleg skylda borgarinnar að tryggja fólki grunnframfærslu. Því miður eru engir háværir þrýstihópar sem styðja við baráttu þeirra sem eru verst settir í borginni okkar. Kannski er kominn tími til að stofna slíkan hóp. Við gætum kallað hann Velferðarvinir. Frá hruni hefur notendum félagslegra þjónustu Reykjavíkurborgar fjölgað umtalsvert. Sérstaklega hvað varðar fjárhagsaðstoð og á biðlistum eftir félagslegu leiguhúsnæði. Í mars 2014 biðu 854 eftir félagslegu leiguhúsnæði og í janúar 2014 fengu 1.936 einstaklingar einhverskonar fjárhagslega aðstoð frá Reykjavíkurborg. Það er skylda kjörinna fulltrúa að bregðast við þessu ástandi. Þetta er í það minnsta ástæðan fyrir því að ég ákvað að láta til mín taka í pólitík. Dögun í Reykjavík leggur til aðgerðir í tveim liðum til að sporna við fátækt og fjölgun einstaklinga á fjárhagsaðstoð. Í fyrsta lagi þarf að hækka lágmarksframfærslu sem er nú 169.000 krónur á mánuði fyrir skatt. Sú upphæð er ekki bara óviðunandi heldur einnig óraunhæf eins og neysluviðmið sýna. Með svo lágri framfærslu er borgin nánast að samþykkja fátækt einstaklinga og barna. Því má bæta við Dögun telur lægstu laun einnig vera allt of lág og mun beitar sér fyrir hækkun þeirra. Í öðru lagi þarf að veita einstaklingum á fjárhagsaðstoð tækifæri til að bæta lífsgæði sín og komast út á vinnumarkað eða taka virkan þátt í samfélaginu með öðrum hætti. Bæta þarf verulega þau vinnumarkaðsúrræði sem einstaklingum bjóðast nú. Það er lágmarks krafa að veita fólki tækifæri á að sjá sér og sínum farboða. Þá ættu slík úrræði að byggjast á notendasamráði þar sem úrræðin væru byggð á þörfum, skoðunum og kröfum notenda þjónustunnar.Byggjum betra samfélagFátækt kemur okkur öllum við. Sem samfélagsvandamál elur hún af sér vanheilsu, menntunarskort, aukna glæpatíðni og félagslega einangrun svo eitthvað sé nefnt. Ef við viljum búa í góðu samfélagi þurfum við að tryggja að allir fái viðeigandi framfærslu og tækifæri til aukinna lífsgæða. Við sem stöndum að Dögun í Reykjavík viljum sporna við fátækt í Reykjavík og gerum það að okkar forgangsmáli í komandi sveitarstjórnarkosningum. Að tryggja að flugvöllurinn verði áfram í Reykjavík eftir átta ár kann að skipta máli. Að mínu mati er þó mun mikilvægara núna að tryggja velferð borgarbúa. Þegar lágmarksframfærsla er orðin raunhæf getum við rætt um flugvöllinn og hugsanlegan flutning hans eftir tvö kjörtímabil.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar