Kristileg stjórnmálasamtök stofnuð Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 4. maí 2014 20:45 Jón Valur Jensson. vísir/hari Stofnuð hafa verið kristileg stjórnmálasamtök sem hyggjast bjóða fram í alþingis- og sveitarstjórnarkosningum. Fjárhagur þeirra býður ekki uppá framboð þetta árið, en stefnt er að framboði í alþingiskosningum árið 2017 og sveitarstjórnarkosningum ári síðar. Fjórtán aðilar standa að baki samtakanna og er Jón Valur Jensson einn þeirra. „Kristin stjórnmálasamtök eru fullveldissinnuð samtök og taka undir þau fleygu orð, að sjálfstæðið er sístæð auðlind, sbr. ávinninga okkar í landhelgismálum í krafti fullveldisréttinda landsins, úr þremur mílum til 200 mílna,“ segir Jón Valur. Stefnuskrá þeirra er í fimmtán liðum og nokkuð róttæk.Hafna hjúskaparvígslu samkynhneigðra „Það vantar algerlega framboð í borginni sem heilsteypt vill standa að vörn Reykjavíkurflugvallar í núverandi mynd og koma í veg fyrir niðurlagningu Fluggarða á næstu mánuðum, til óbætanlegs tjóns.“ Samtökin vilja að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um Reykjavíkurflugvöll. „Við stöndum með fullveldi landsins. Það er mjög hætt við því að Reykjavík geti misst þúsundi starfa ef Reykjavík missir flugvöllinn. Það fer þá að myndast ný hótelabyggð í Keflavík. Keflavík yrði aukahöfuðborg sem hefur það að forskoti að hafa innanlandsflugvöll.“ Jón Valur segir samtökin hafna hjúskaparvígslu samkynhneigðra í kristnum kirkjum „þar sem hún gengur gegn orði guðs og fyrirmælum frelsarans,“ eins og segir í stefnuskrá þeirra, sem er í fimmtán liðum. Þá segir einnig að stjórnmálasamtökin taki afstöðu gegn útgjöldum ríkis til kynbreytingar.Fóstureyðingar verði bannaðar Lífsverndarmál er einn liður í stefnuskrá þeirra. „Við viljum kappkosta að styðja lífsrétt hins ófædda barns eftir megni. Við viljum beita okkur fyrir raunhæfum tillögum til mikillar fækkunar s.k fóstureyðinga. Við gerum að tillögu okkar að ríkið, sem á hér jafnvel sjálft hagsmuna að gæta, hætti að vinna gegn ófæddum börnum og gegn sjálfu sér með kostun þessara aðgerða – nema hugsanlega í algerum undantekningartilfellum.“ Samtökin vilja tengja takmörkun fóstureyðinga við valkost ættleiðingar eða fóstrunar barna með áherslu á frumrétt kynmóður/foreldra barns til að afturkalla að gefa frá sér barn á fyrstu vikum eftir fæðingu þess. „Það á að vera hægt að gefa frá sér barn án þess að líða illa yfir því,“ segir Jón Valur. „Við erum einnig andvíg staðgöngumæðrun. Það leiðir til þess að ríka fólkið fer að láta fátæka fólkið bera börnin fyrir sig,“ segir Jón Valur.„ESB fæli í sér miklar fórnir“ Jón Valur segir jafnframt að flokkurinn sé alfarið á móti inngöngu í Evrópusambandið. „ESB inntöku lands og þjóðar höfnum við alfarið, nú og framvegis, vegna hinna miklu fórna sem það fæli í sér á sviði æðsta löggjafavalds, dóms- og framkvæmdavalds, sem og vegna fiskveiði og auðlindahagsmuna okkar. Við viljum að gerð verði krafa um 75-80% í þjóðaratkvæðagreiðslu til fullveldisframsals. Við stöndum með lýðveldinu.“Snorri Óskarsson, oft kenndur við Betel, er meðal þeirra sem standa bakvið samtökin. „Ég hef komið að þessu en lítið en styð þetta heilshugar. Kröftum mínum er þó best varið í trúargeiranum, að boða trú og vil helga mig þeim málaflokki,“ segir Snorri. Stefnuskrá flokksins má sjá í heild sinni í skjalinu hér að neðan. ESB-málið Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Stofnuð hafa verið kristileg stjórnmálasamtök sem hyggjast bjóða fram í alþingis- og sveitarstjórnarkosningum. Fjárhagur þeirra býður ekki uppá framboð þetta árið, en stefnt er að framboði í alþingiskosningum árið 2017 og sveitarstjórnarkosningum ári síðar. Fjórtán aðilar standa að baki samtakanna og er Jón Valur Jensson einn þeirra. „Kristin stjórnmálasamtök eru fullveldissinnuð samtök og taka undir þau fleygu orð, að sjálfstæðið er sístæð auðlind, sbr. ávinninga okkar í landhelgismálum í krafti fullveldisréttinda landsins, úr þremur mílum til 200 mílna,“ segir Jón Valur. Stefnuskrá þeirra er í fimmtán liðum og nokkuð róttæk.Hafna hjúskaparvígslu samkynhneigðra „Það vantar algerlega framboð í borginni sem heilsteypt vill standa að vörn Reykjavíkurflugvallar í núverandi mynd og koma í veg fyrir niðurlagningu Fluggarða á næstu mánuðum, til óbætanlegs tjóns.“ Samtökin vilja að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um Reykjavíkurflugvöll. „Við stöndum með fullveldi landsins. Það er mjög hætt við því að Reykjavík geti misst þúsundi starfa ef Reykjavík missir flugvöllinn. Það fer þá að myndast ný hótelabyggð í Keflavík. Keflavík yrði aukahöfuðborg sem hefur það að forskoti að hafa innanlandsflugvöll.“ Jón Valur segir samtökin hafna hjúskaparvígslu samkynhneigðra í kristnum kirkjum „þar sem hún gengur gegn orði guðs og fyrirmælum frelsarans,“ eins og segir í stefnuskrá þeirra, sem er í fimmtán liðum. Þá segir einnig að stjórnmálasamtökin taki afstöðu gegn útgjöldum ríkis til kynbreytingar.Fóstureyðingar verði bannaðar Lífsverndarmál er einn liður í stefnuskrá þeirra. „Við viljum kappkosta að styðja lífsrétt hins ófædda barns eftir megni. Við viljum beita okkur fyrir raunhæfum tillögum til mikillar fækkunar s.k fóstureyðinga. Við gerum að tillögu okkar að ríkið, sem á hér jafnvel sjálft hagsmuna að gæta, hætti að vinna gegn ófæddum börnum og gegn sjálfu sér með kostun þessara aðgerða – nema hugsanlega í algerum undantekningartilfellum.“ Samtökin vilja tengja takmörkun fóstureyðinga við valkost ættleiðingar eða fóstrunar barna með áherslu á frumrétt kynmóður/foreldra barns til að afturkalla að gefa frá sér barn á fyrstu vikum eftir fæðingu þess. „Það á að vera hægt að gefa frá sér barn án þess að líða illa yfir því,“ segir Jón Valur. „Við erum einnig andvíg staðgöngumæðrun. Það leiðir til þess að ríka fólkið fer að láta fátæka fólkið bera börnin fyrir sig,“ segir Jón Valur.„ESB fæli í sér miklar fórnir“ Jón Valur segir jafnframt að flokkurinn sé alfarið á móti inngöngu í Evrópusambandið. „ESB inntöku lands og þjóðar höfnum við alfarið, nú og framvegis, vegna hinna miklu fórna sem það fæli í sér á sviði æðsta löggjafavalds, dóms- og framkvæmdavalds, sem og vegna fiskveiði og auðlindahagsmuna okkar. Við viljum að gerð verði krafa um 75-80% í þjóðaratkvæðagreiðslu til fullveldisframsals. Við stöndum með lýðveldinu.“Snorri Óskarsson, oft kenndur við Betel, er meðal þeirra sem standa bakvið samtökin. „Ég hef komið að þessu en lítið en styð þetta heilshugar. Kröftum mínum er þó best varið í trúargeiranum, að boða trú og vil helga mig þeim málaflokki,“ segir Snorri. Stefnuskrá flokksins má sjá í heild sinni í skjalinu hér að neðan.
ESB-málið Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira