Nýtt lag frá Michael Jackson 2. maí 2014 14:00 Nýtt lag frá konungi poppsins og goðsögninni Michael Jackson, var frumflutt í gærkvöldi á iHeartRadio Music Awards, en hátíðin fór fram í Los Angeles. Lagið ber titilinn, Love Never Felt So Good og syngur Jackson þar dúett með Justin Timberlake, ekki amaglegt teymi þar á ferð. Eins og fyrr segir var lagið frumflutt í gær en það vakti þó athygli að Timberlake var ekki á staðnum, en hins vegar var Usher mættur á sviðið til að dilla sér við lagið, sem er einkar grípandi. Lagið, sem er samið árið 1983, er eitt af þeim átta lögum sem verða á væntanlegri plötu Jacksons. Platan sem ber nafnið Xscape, kemur út þann 13. maí en þetta er fyrsta platan sem gefin er út í nafni poppkóngsins eftir andlát hans árið 2009. Á plötunni eru átta áður óútgefin lög sem ýmsir pródúsentar hafa sett í nútímabúning.Timbaland er aðalpródúsent plötunnar og fær hjálp frá Rodney Jerkins, Stargate, Jerome „Jroc“ Harmon og John McClain. Justin Timberlake hvatti aðdáendur sína til þess að ljá laginu eyra á Twitter-aðgangi sínum, eins og sjá má hér að neðan.#PLAYITLOUD: "Love Never Felt So Good" duet version @michaeljackson #MJandJT #MJXSCAPE http://t.co/XtgwKcGHro— Justin Timberlake (@jtimberlake) May 2, 2014 Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Nýtt lag frá konungi poppsins og goðsögninni Michael Jackson, var frumflutt í gærkvöldi á iHeartRadio Music Awards, en hátíðin fór fram í Los Angeles. Lagið ber titilinn, Love Never Felt So Good og syngur Jackson þar dúett með Justin Timberlake, ekki amaglegt teymi þar á ferð. Eins og fyrr segir var lagið frumflutt í gær en það vakti þó athygli að Timberlake var ekki á staðnum, en hins vegar var Usher mættur á sviðið til að dilla sér við lagið, sem er einkar grípandi. Lagið, sem er samið árið 1983, er eitt af þeim átta lögum sem verða á væntanlegri plötu Jacksons. Platan sem ber nafnið Xscape, kemur út þann 13. maí en þetta er fyrsta platan sem gefin er út í nafni poppkóngsins eftir andlát hans árið 2009. Á plötunni eru átta áður óútgefin lög sem ýmsir pródúsentar hafa sett í nútímabúning.Timbaland er aðalpródúsent plötunnar og fær hjálp frá Rodney Jerkins, Stargate, Jerome „Jroc“ Harmon og John McClain. Justin Timberlake hvatti aðdáendur sína til þess að ljá laginu eyra á Twitter-aðgangi sínum, eins og sjá má hér að neðan.#PLAYITLOUD: "Love Never Felt So Good" duet version @michaeljackson #MJandJT #MJXSCAPE http://t.co/XtgwKcGHro— Justin Timberlake (@jtimberlake) May 2, 2014
Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira