Opið bréf til Gunnars Einarssonar bæjarstjóra Garðabæjar Gauti Eiríksson skrifar 15. maí 2014 09:19 Ég heiti Gauti Eiríksson og er grunnskólakennari í Garðabæ. Ég hef starfað við kennslu í tæp þrettán ár og í sama skóla í níu ár. Ég er uppalinn í sveit og hef aldrei kvartað yfir því að þurfa að vinna mikið. Ég hef starfað við hin ýmsu störf um ævina, m.a. við hin ýmsu sveitastörf, í sláturhúsi, í þörungavinnslu, í timbursölu, sem meindýraeyðir, rútubílstjóri, leiðsögumaður og grunnskólakennari. Og nú er það í höndum bæjarstjórnar Garðabæjar hve lengi ég starfa áfram sem grunnskólakennari. Ástæðan – ég kem ekki til með að taka þátt í frekari tilraunum Garðabæjar um hve lág laun grunnskólakennarar láta bjóða sér. Á þessum tíma sem ég hef starfað sem grunnskólakennari þá hefur starfið breyst mikið. Þjónustustigið sem veitt er í skólunum er mun meira en áður. Meira er gert til að nálgast nemendur á þeirra forsendum þó kennarar vilji gjarnan geta gert meira. Þessi breyting hefur haft það í för með sér að vinnuálagið hefur aukist gríðarlega. Það eru haldnir mun fleiri fundir, samstarf við foreldra er mun meira sem og samstarf kennara. Ég tel að þetta geri skólastarfið betra en ég hef ekki orðið þess var að tíminn sem ætlaður er þessari vinnu sé aukinn. Fyrir nokkrum misserum síðan var farið í þá vinnu á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands að skoða vinnutími kennara. Niðurstöður voru að kennarar vinna á milli 50 og 60 tíma á viku en fá greidd laun fyrir tæpa 43 tíma. Sveitarfélagið Garðabær stærir sig af því að reksturinn hafi batnað síðust ár og var rekstrarniðurstaða ársins 2013 jákvæð um 490 milljónir króna. Er það stefna sveitarfélagsins og auka þennan hagnað enn frekar á kostnað starfsmanna sveitarfélagsins? Ég hef kynnt mér tillögur nefndar um framtíðarsýn og aðgerðaáætlun Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu en þar ert þú annar forsvarsmanna. Þar kemur fram að meta þurfi kennara að verðleikum og að bæta þurfi kjör þeirra. Hvenær á að fara í það í Garðabæ? Á að bíða eftir því að meirihluti kennara séu leiðbeinendur og þannig ódýrara fyrir sveitarfélagið að hækka launin? Ég get ekki séð af hverju Garðabær notar ekki tækifæri núna þegar kjarasamningar grunnskólakennara í Garðabæ hafa verið lausir í tvö ár. Í ljósi þeirrar stöðu að grunnskólakennarar í Garðabæ eru hugsanlega á leið í vinnustöðvun þá langar mig að leggja nokkrar spurningar fyrir þig. • Er Garðabæ stætt á því að stæra sig af góðum skólum og standa á sama tíma í kjarabaráttu við kennara? • Af hverju fæ ég ekki sömu laun og aðrir starfsmenn Garðabæjar sem vinna störf þar sem krafist er sömu menntunar? • Af hverju borgar Garðabær grunnskólakennurum laun sem ekki ná meðallaunum í landinu á meðan sambærileg sveitarfélög á norðurlöndunum borga grunnskólakennurum laun sem er töluvert hærri en meðallaun? Þetta sýna tölur frá OECD. • Er það ekki full vinna að vinna sem grunnskólakennari? Af hverju felast öll svör sem ég hef heyrt þig nefna um hvernig á að hækka laun kennara í því að auka þurfi vinnu kennara? • Af hverju er þess krafist að vinnutími kennara verði bundinn að öllu leiti þegar krafan á hinum almenna vinnumarkaði er að sveigjaleiki vinnutímans sé sem mestur? Ég frábið mér allar útskýringar um kostnað sveitarfélaga við rekstur grunnskóla fyrr en ég sé tölur um kostnað Garðabæjar á rekstri sinna grunnskóla borið saman við sveitarfélag á einhverju norðurlandanna þar sem... • íbúafjöldi og stærð skóla er svipað og í Garðabæ • fjöldi barna er svipaður sem hlutfall íbúa og í Garðabæ • rekinn er skóli án aðgreiningar og sambærilegt hlutfall nemenda er í sérskólum • rekstur húsnæðis er reiknaður eins og þjónustustigið sem skólinn veitir er sambærilegt Ég hef ekki í hyggju að láta bjóða mér sambærilegar lausnir í kjaradeilu kennara nú og gert var árið 2004. Ef kjörin verða ekki leiðrétt mun ég snúa mér að öðrum verkefnum þar sem metnaður er fyrir því að borga starfsmönnum fyrir raunverulegt vinnuframlag, þar sem menntun er metin að verðleikum og þar sem hæfileikar starfsmanna eru metnir. Þetta er ekki gert í grunnskólum Garðabæjar í dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Ég heiti Gauti Eiríksson og er grunnskólakennari í Garðabæ. Ég hef starfað við kennslu í tæp þrettán ár og í sama skóla í níu ár. Ég er uppalinn í sveit og hef aldrei kvartað yfir því að þurfa að vinna mikið. Ég hef starfað við hin ýmsu störf um ævina, m.a. við hin ýmsu sveitastörf, í sláturhúsi, í þörungavinnslu, í timbursölu, sem meindýraeyðir, rútubílstjóri, leiðsögumaður og grunnskólakennari. Og nú er það í höndum bæjarstjórnar Garðabæjar hve lengi ég starfa áfram sem grunnskólakennari. Ástæðan – ég kem ekki til með að taka þátt í frekari tilraunum Garðabæjar um hve lág laun grunnskólakennarar láta bjóða sér. Á þessum tíma sem ég hef starfað sem grunnskólakennari þá hefur starfið breyst mikið. Þjónustustigið sem veitt er í skólunum er mun meira en áður. Meira er gert til að nálgast nemendur á þeirra forsendum þó kennarar vilji gjarnan geta gert meira. Þessi breyting hefur haft það í för með sér að vinnuálagið hefur aukist gríðarlega. Það eru haldnir mun fleiri fundir, samstarf við foreldra er mun meira sem og samstarf kennara. Ég tel að þetta geri skólastarfið betra en ég hef ekki orðið þess var að tíminn sem ætlaður er þessari vinnu sé aukinn. Fyrir nokkrum misserum síðan var farið í þá vinnu á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands að skoða vinnutími kennara. Niðurstöður voru að kennarar vinna á milli 50 og 60 tíma á viku en fá greidd laun fyrir tæpa 43 tíma. Sveitarfélagið Garðabær stærir sig af því að reksturinn hafi batnað síðust ár og var rekstrarniðurstaða ársins 2013 jákvæð um 490 milljónir króna. Er það stefna sveitarfélagsins og auka þennan hagnað enn frekar á kostnað starfsmanna sveitarfélagsins? Ég hef kynnt mér tillögur nefndar um framtíðarsýn og aðgerðaáætlun Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu en þar ert þú annar forsvarsmanna. Þar kemur fram að meta þurfi kennara að verðleikum og að bæta þurfi kjör þeirra. Hvenær á að fara í það í Garðabæ? Á að bíða eftir því að meirihluti kennara séu leiðbeinendur og þannig ódýrara fyrir sveitarfélagið að hækka launin? Ég get ekki séð af hverju Garðabær notar ekki tækifæri núna þegar kjarasamningar grunnskólakennara í Garðabæ hafa verið lausir í tvö ár. Í ljósi þeirrar stöðu að grunnskólakennarar í Garðabæ eru hugsanlega á leið í vinnustöðvun þá langar mig að leggja nokkrar spurningar fyrir þig. • Er Garðabæ stætt á því að stæra sig af góðum skólum og standa á sama tíma í kjarabaráttu við kennara? • Af hverju fæ ég ekki sömu laun og aðrir starfsmenn Garðabæjar sem vinna störf þar sem krafist er sömu menntunar? • Af hverju borgar Garðabær grunnskólakennurum laun sem ekki ná meðallaunum í landinu á meðan sambærileg sveitarfélög á norðurlöndunum borga grunnskólakennurum laun sem er töluvert hærri en meðallaun? Þetta sýna tölur frá OECD. • Er það ekki full vinna að vinna sem grunnskólakennari? Af hverju felast öll svör sem ég hef heyrt þig nefna um hvernig á að hækka laun kennara í því að auka þurfi vinnu kennara? • Af hverju er þess krafist að vinnutími kennara verði bundinn að öllu leiti þegar krafan á hinum almenna vinnumarkaði er að sveigjaleiki vinnutímans sé sem mestur? Ég frábið mér allar útskýringar um kostnað sveitarfélaga við rekstur grunnskóla fyrr en ég sé tölur um kostnað Garðabæjar á rekstri sinna grunnskóla borið saman við sveitarfélag á einhverju norðurlandanna þar sem... • íbúafjöldi og stærð skóla er svipað og í Garðabæ • fjöldi barna er svipaður sem hlutfall íbúa og í Garðabæ • rekinn er skóli án aðgreiningar og sambærilegt hlutfall nemenda er í sérskólum • rekstur húsnæðis er reiknaður eins og þjónustustigið sem skólinn veitir er sambærilegt Ég hef ekki í hyggju að láta bjóða mér sambærilegar lausnir í kjaradeilu kennara nú og gert var árið 2004. Ef kjörin verða ekki leiðrétt mun ég snúa mér að öðrum verkefnum þar sem metnaður er fyrir því að borga starfsmönnum fyrir raunverulegt vinnuframlag, þar sem menntun er metin að verðleikum og þar sem hæfileikar starfsmanna eru metnir. Þetta er ekki gert í grunnskólum Garðabæjar í dag.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar