Vilja að hvalaskoðun hafi forgang á Faxaflóa Svavar Hávarðsson skrifar 14. maí 2014 08:41 Allir sem einn vilja stækka griðasvæði hvala og segja að verkfærið til þess sé þrýstingur og samtal við kollegana í landsmálunum. Fréttablaðið/GVA Stækka ber griðasvæði hvala á Faxaflóa til að byggja undir hvalaskoðun sem þungamiðju í ferðaþjónustu í Reykjavík, er skoðun oddvita allra stjórnmálaflokka sem bjóða fram í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Borgaryfirvöld geta beitt þrýstingi til að ná því markmiði fram. Þetta kom meðal annars fram á stefnumóti um framtíð hvalaskoðunar og ferðaþjónustu við Reykjavíkurhöfn sem Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) stóðu fyrir í Hörpu í gær með oddvitum flokkanna. Grímur Sæmundsen, formaður SAF, sagði blikur á lofti vegna árekstra hvalaskoðunar og hrefnuveiða á Faxaflóa. Veiðarnar þrengdu verulega að greininni og til þess að ferðaþjónusta blómstraði við Reykjavíkurhöfn yrði að færa út griðasvæði hvala. Hann bað um aðstoð oddvitanna í þeirri baráttu. Grímur sagði jafnframt að hvalaskoðun hefur á rúmum tveimur áratugum vaxið upp í að verða stærsta afþreyingargrein ferðaþjónustunnar í Reykjavík og sú þriðja stærsta á Íslandi. Á hverju ári starfa meira en 200 manns við greinina og skilar hún rúmum 4 milljörðum króna í gjaldeyristekjur. Fjórði hver erlendur ferðamaður sem kemur til landsins fer í hvalaskoðun og á síðasta ári nýttu rúmlega 200 þúsund manns sér þessa afþreyingu, þar af 115 þúsund í ferðum frá Reykjavík. „Hvalaskoðun hefur jafnframt leitt af sér frekari umsvif og uppbyggingu þar sem hún er stunduð. Reykjavíkurhöfn er nú orðinn einn líflegasti og mest spennandi staður borgarinnar með öllum þeim gestum sem þangað koma. Það er því ljóst að hagsmunir borgarsamfélagsins og hvalskoðunar fara saman,“ sagði Grímur. Til að gera langa sögu stutta ríkir þverpólitísk sátt um forgang hvalaskoðunar umfram hvalveiðar á Faxaflóa. Lítils háttar áherslumunur er á milli framboðanna en það var haft á orði á fundinum að svo eintóna væru oddvitarnir í málinu að það hefði drepið fundinn; í raun segði þetta sig sjálft. Þeirri spurningu var varpað fram hvernig borgaryfirvöld gætu beitt sér í málinu, þar sem valdið hvíldi hjá Sigurði Inga Jóhannssyni sjávarútvegsráðherra. Oddvitar núverandi meirihluta, þeir Dagur B. Eggertsson, Samfylkingu, og S. Björn Blöndal, Bjartri framtíð, urðu til svars og minntu á að borgaryfirvöld hefðu reynt með afgerandi hætti að þrýsta á ráðherra í fyrrasumar þegar Sigurður Ingi ákvað að fella úr gildi ákvörðun forvera síns, Steingríms J. Sigfússonar, um stærra griðasvæði hvala og færði það til fyrra og núverandi horfs. Hér vísa Dagur og S. Björn til þess að borgarráð Reykjavíkur óskaði þá eftir rökstuðningi ráðuneytisins vegna ákvörðunar um að minnka griðasvæðið á Faxaflóa. Kom jafnframt fram að borgaryfirvöld þurftu í þrígang að kalla eftir viðbrögðum ráðuneytisins og uppskáru fyrir rest að upphafleg fréttatilkynning um ákvörðunina var send borgarráði. Á fundinum komu talsmenn hvalaskoðunarfyrirtækjanna sjónarmiðum sínum meðal annars á framfæri í myndbandi. Það má sjá hér fyrir neðan: Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Hvalveiðibátum bannað að koma til Reykjavíkur? Oddvitar framboðanna til borgarstjórnar voru spurðir í dag hvort þeir vildu úthýsa hvalveiðibátum úr Reykjavíkurhöfn. 13. maí 2014 20:00 Griðasvæði hvala verða að stækka Forsvarsmenn hvalaskoðunarfyrirtækja sækja fast að griðasvæði hvala til hvalaskoðunar verði stækkuð frá því sem nú er. Framtíð hrefnuskoðunar á Faxaflóa er í mikilli óvissu með núverandi fyrirkomulagi, segja forsvarsmenn hvalaskoðunar. 10. maí 2014 07:00 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Fleiri fréttir Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Sjá meira
Stækka ber griðasvæði hvala á Faxaflóa til að byggja undir hvalaskoðun sem þungamiðju í ferðaþjónustu í Reykjavík, er skoðun oddvita allra stjórnmálaflokka sem bjóða fram í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Borgaryfirvöld geta beitt þrýstingi til að ná því markmiði fram. Þetta kom meðal annars fram á stefnumóti um framtíð hvalaskoðunar og ferðaþjónustu við Reykjavíkurhöfn sem Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) stóðu fyrir í Hörpu í gær með oddvitum flokkanna. Grímur Sæmundsen, formaður SAF, sagði blikur á lofti vegna árekstra hvalaskoðunar og hrefnuveiða á Faxaflóa. Veiðarnar þrengdu verulega að greininni og til þess að ferðaþjónusta blómstraði við Reykjavíkurhöfn yrði að færa út griðasvæði hvala. Hann bað um aðstoð oddvitanna í þeirri baráttu. Grímur sagði jafnframt að hvalaskoðun hefur á rúmum tveimur áratugum vaxið upp í að verða stærsta afþreyingargrein ferðaþjónustunnar í Reykjavík og sú þriðja stærsta á Íslandi. Á hverju ári starfa meira en 200 manns við greinina og skilar hún rúmum 4 milljörðum króna í gjaldeyristekjur. Fjórði hver erlendur ferðamaður sem kemur til landsins fer í hvalaskoðun og á síðasta ári nýttu rúmlega 200 þúsund manns sér þessa afþreyingu, þar af 115 þúsund í ferðum frá Reykjavík. „Hvalaskoðun hefur jafnframt leitt af sér frekari umsvif og uppbyggingu þar sem hún er stunduð. Reykjavíkurhöfn er nú orðinn einn líflegasti og mest spennandi staður borgarinnar með öllum þeim gestum sem þangað koma. Það er því ljóst að hagsmunir borgarsamfélagsins og hvalskoðunar fara saman,“ sagði Grímur. Til að gera langa sögu stutta ríkir þverpólitísk sátt um forgang hvalaskoðunar umfram hvalveiðar á Faxaflóa. Lítils háttar áherslumunur er á milli framboðanna en það var haft á orði á fundinum að svo eintóna væru oddvitarnir í málinu að það hefði drepið fundinn; í raun segði þetta sig sjálft. Þeirri spurningu var varpað fram hvernig borgaryfirvöld gætu beitt sér í málinu, þar sem valdið hvíldi hjá Sigurði Inga Jóhannssyni sjávarútvegsráðherra. Oddvitar núverandi meirihluta, þeir Dagur B. Eggertsson, Samfylkingu, og S. Björn Blöndal, Bjartri framtíð, urðu til svars og minntu á að borgaryfirvöld hefðu reynt með afgerandi hætti að þrýsta á ráðherra í fyrrasumar þegar Sigurður Ingi ákvað að fella úr gildi ákvörðun forvera síns, Steingríms J. Sigfússonar, um stærra griðasvæði hvala og færði það til fyrra og núverandi horfs. Hér vísa Dagur og S. Björn til þess að borgarráð Reykjavíkur óskaði þá eftir rökstuðningi ráðuneytisins vegna ákvörðunar um að minnka griðasvæðið á Faxaflóa. Kom jafnframt fram að borgaryfirvöld þurftu í þrígang að kalla eftir viðbrögðum ráðuneytisins og uppskáru fyrir rest að upphafleg fréttatilkynning um ákvörðunina var send borgarráði. Á fundinum komu talsmenn hvalaskoðunarfyrirtækjanna sjónarmiðum sínum meðal annars á framfæri í myndbandi. Það má sjá hér fyrir neðan:
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Hvalveiðibátum bannað að koma til Reykjavíkur? Oddvitar framboðanna til borgarstjórnar voru spurðir í dag hvort þeir vildu úthýsa hvalveiðibátum úr Reykjavíkurhöfn. 13. maí 2014 20:00 Griðasvæði hvala verða að stækka Forsvarsmenn hvalaskoðunarfyrirtækja sækja fast að griðasvæði hvala til hvalaskoðunar verði stækkuð frá því sem nú er. Framtíð hrefnuskoðunar á Faxaflóa er í mikilli óvissu með núverandi fyrirkomulagi, segja forsvarsmenn hvalaskoðunar. 10. maí 2014 07:00 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Fleiri fréttir Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Sjá meira
Hvalveiðibátum bannað að koma til Reykjavíkur? Oddvitar framboðanna til borgarstjórnar voru spurðir í dag hvort þeir vildu úthýsa hvalveiðibátum úr Reykjavíkurhöfn. 13. maí 2014 20:00
Griðasvæði hvala verða að stækka Forsvarsmenn hvalaskoðunarfyrirtækja sækja fast að griðasvæði hvala til hvalaskoðunar verði stækkuð frá því sem nú er. Framtíð hrefnuskoðunar á Faxaflóa er í mikilli óvissu með núverandi fyrirkomulagi, segja forsvarsmenn hvalaskoðunar. 10. maí 2014 07:00
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent