Fjórtán létust þegar þyrla var skotin niður í Úkraínu Hrund Þórsdóttir skrifar 29. maí 2014 15:27 visir/afp 14 létust þegar þyrla úkraínska hersins var skotin niður af uppreisnarmönnum við borgina Sloviansk í morgun. Þá hafa úkraínska varnarmálaráðuneytið og leiðtogi uppreisnarmanna þar í borg staðfest að fjórir starfsmenn Öryggis- og eftirlitsstofnunar Evrópu, ÖSE, sem hurfu í fyrradag, séu í haldi aðskilnaðarsinna. Aðskilnaðarsinnar hliðhollir Rússum skutu þyrlu stjórnarhersins niður í morgun þegar harðir bardagar geisuðu í grennd við Sloviansk. Hún hafði nýlokið við að flytja hermenn í herstöð á svæðinu og var henni grandað með rússnesku vopni. Fyrr í mánuðinum skutu uppreisnarmenn niður tvær herþyrlur á sömu slóðum og létust þá tveir. ÖSE fulltrúarnir fjórir, sem koma frá Danmörku, Eistlandi, Tyrklandi og Sviss, voru við öryggiseftirlit í grennd við borgina Donetsk þegar þeir hurfu á mánudaginn. ÖSE hefur síðan unnið að lausn þeirra en það var ekki fyrr en í morgun sem leiðtogi aðskilnaðarsinna í Sloviansk staðfesti að sveitir hans hefuðu stöðvað för eftirlitsmannanna. Sagði hann að þeim hafi verið ráðlagt að hætta störfum sínum á svæðinu en þeir hefðu ekki látið segjast og því verið stöðvaðir. Hann sagði jafnframt að ekkert amaði að þeim og að þeim yrði sleppt þegar gengið hefði verið úr skugga um hverjir mennirnir væru og hvert hefði verið erindi þeirra á svæðið, sem logað hefur í átökum síðustu daga. ÖSE krefst þess að mennirnir verði þegar látnir lausir og segir að með því að halda þeim séu sé unnið gegn umleitunum stofnunarinnar til að koma á friði. Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna hafa hvatt rússnesk stjórnvöld til að vinna með nýkjörnum forseta Úkraínu, Petró Porósjenkó, en átök í landinu hafa stigmagnast frá kjöri hans á sunnudaginn. Forsætisráðherrann Arsení Jatsenjúk, biður Rússa að hætta vopnasendingum og liðsflutningum þjálfaðra skæruliða til aðskilnaðarsinna og fullyrðir að Úkraínumenn séu færir um að leysa deilurnar hratt og örugglega ef Rússar stígi til hliðar. Porosjenkó sagðist í gær vilja ræða við Vladimír Pútín Rússlandsforseta til að leita friðar, en fundi milli þeirra hefur enn ekki verið komið á. Þeim er þó báðum boðið til Frakklands í næstu viku í tilefni af 70 ára afmæli innrásarinnar í Normandí. Úkraína Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Sjá meira
14 létust þegar þyrla úkraínska hersins var skotin niður af uppreisnarmönnum við borgina Sloviansk í morgun. Þá hafa úkraínska varnarmálaráðuneytið og leiðtogi uppreisnarmanna þar í borg staðfest að fjórir starfsmenn Öryggis- og eftirlitsstofnunar Evrópu, ÖSE, sem hurfu í fyrradag, séu í haldi aðskilnaðarsinna. Aðskilnaðarsinnar hliðhollir Rússum skutu þyrlu stjórnarhersins niður í morgun þegar harðir bardagar geisuðu í grennd við Sloviansk. Hún hafði nýlokið við að flytja hermenn í herstöð á svæðinu og var henni grandað með rússnesku vopni. Fyrr í mánuðinum skutu uppreisnarmenn niður tvær herþyrlur á sömu slóðum og létust þá tveir. ÖSE fulltrúarnir fjórir, sem koma frá Danmörku, Eistlandi, Tyrklandi og Sviss, voru við öryggiseftirlit í grennd við borgina Donetsk þegar þeir hurfu á mánudaginn. ÖSE hefur síðan unnið að lausn þeirra en það var ekki fyrr en í morgun sem leiðtogi aðskilnaðarsinna í Sloviansk staðfesti að sveitir hans hefuðu stöðvað för eftirlitsmannanna. Sagði hann að þeim hafi verið ráðlagt að hætta störfum sínum á svæðinu en þeir hefðu ekki látið segjast og því verið stöðvaðir. Hann sagði jafnframt að ekkert amaði að þeim og að þeim yrði sleppt þegar gengið hefði verið úr skugga um hverjir mennirnir væru og hvert hefði verið erindi þeirra á svæðið, sem logað hefur í átökum síðustu daga. ÖSE krefst þess að mennirnir verði þegar látnir lausir og segir að með því að halda þeim séu sé unnið gegn umleitunum stofnunarinnar til að koma á friði. Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna hafa hvatt rússnesk stjórnvöld til að vinna með nýkjörnum forseta Úkraínu, Petró Porósjenkó, en átök í landinu hafa stigmagnast frá kjöri hans á sunnudaginn. Forsætisráðherrann Arsení Jatsenjúk, biður Rússa að hætta vopnasendingum og liðsflutningum þjálfaðra skæruliða til aðskilnaðarsinna og fullyrðir að Úkraínumenn séu færir um að leysa deilurnar hratt og örugglega ef Rússar stígi til hliðar. Porosjenkó sagðist í gær vilja ræða við Vladimír Pútín Rússlandsforseta til að leita friðar, en fundi milli þeirra hefur enn ekki verið komið á. Þeim er þó báðum boðið til Frakklands í næstu viku í tilefni af 70 ára afmæli innrásarinnar í Normandí.
Úkraína Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Sjá meira