Öruggt húsnæði fyrir alla Hreiðar Eiríksson skrifar 26. maí 2014 16:04 Á yfirstandandi kjörtímabili hefur Reykjavíkurborg aðeins keypt 67 félagslegar leiguíbúðir þrátt fyrir að heimild sé fyrir því að kaupa 100 íbúðir á hverju ári, eins og kemur fram á heimasíðu Félagsbústaða í Reykjavík. Þessar íbúðir hafa hvergi nærri nægt til að mæta þeim bráða húsnæðisvanda sem er í Reykjavík enda býr fjöldi fólks í ólöglegu iðnaðarhúsnæði í borginni. Þetta ástand hefur varað um árabil án þess að á því hafi verið tekið.Börn eiga ekki að búa í iðnaðarhúsnæði Húsnæðisvandinn bitnar helst á þeim sem minnst mega sín. Fjölmiðlar hafa birt fréttir af efnalitlum, einstæðum, mæðrum sem neyðst hafa til að flytja inn í ólöglegt iðnaðarhúsnæði með börn sín. Mörg dæmi eru um einhleypa meðlagsgreiðendur sem búa í iðnaðarhúsnæði eða bílskúrum án hreinlætisaðstöðu og annars sem flest okkar teljum tilheyra eðlilegu lífi. Í slíkum vistarverum er ekki hægt að hafa börn og það raskar umgengni barnanna við foreldra sína, börnunum til tjóns.Tafarlausra aðgerða er þörf Einn hópur býr við sérstaklega sára neyð. Það eru konur sem hafa þurft að flýja heimili sín vegna heimilisofbeldis. Oft eiga þær börn sem þær taka með sér á flóttanum og margar þeirra leita skjóls hjá Samtökum um kvennaathvarf sem vinna lofsvert og óeigingjarnt starf í þágu fórnarlamba heimilisofbeldis. Því miður er þörfin fyrir athvarfið mjög mikil og því þurfa konurnar mögulega á endanum að velja milli þess að lenda á hrakhólum með börn sín eða snúa aftur á heimili ofbeldismannsins. Það er erfitt að hugsa til þess að þetta séu einu valkostirnir fyrir þessar konur og börn þeirra. Í komandi borgarstjórnarkosningum mun ég kjósa það framboð sem lofar að bæta úr þessu ástandi og hefur getu og vilja til að fylgja eftir því loforði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Á yfirstandandi kjörtímabili hefur Reykjavíkurborg aðeins keypt 67 félagslegar leiguíbúðir þrátt fyrir að heimild sé fyrir því að kaupa 100 íbúðir á hverju ári, eins og kemur fram á heimasíðu Félagsbústaða í Reykjavík. Þessar íbúðir hafa hvergi nærri nægt til að mæta þeim bráða húsnæðisvanda sem er í Reykjavík enda býr fjöldi fólks í ólöglegu iðnaðarhúsnæði í borginni. Þetta ástand hefur varað um árabil án þess að á því hafi verið tekið.Börn eiga ekki að búa í iðnaðarhúsnæði Húsnæðisvandinn bitnar helst á þeim sem minnst mega sín. Fjölmiðlar hafa birt fréttir af efnalitlum, einstæðum, mæðrum sem neyðst hafa til að flytja inn í ólöglegt iðnaðarhúsnæði með börn sín. Mörg dæmi eru um einhleypa meðlagsgreiðendur sem búa í iðnaðarhúsnæði eða bílskúrum án hreinlætisaðstöðu og annars sem flest okkar teljum tilheyra eðlilegu lífi. Í slíkum vistarverum er ekki hægt að hafa börn og það raskar umgengni barnanna við foreldra sína, börnunum til tjóns.Tafarlausra aðgerða er þörf Einn hópur býr við sérstaklega sára neyð. Það eru konur sem hafa þurft að flýja heimili sín vegna heimilisofbeldis. Oft eiga þær börn sem þær taka með sér á flóttanum og margar þeirra leita skjóls hjá Samtökum um kvennaathvarf sem vinna lofsvert og óeigingjarnt starf í þágu fórnarlamba heimilisofbeldis. Því miður er þörfin fyrir athvarfið mjög mikil og því þurfa konurnar mögulega á endanum að velja milli þess að lenda á hrakhólum með börn sín eða snúa aftur á heimili ofbeldismannsins. Það er erfitt að hugsa til þess að þetta séu einu valkostirnir fyrir þessar konur og börn þeirra. Í komandi borgarstjórnarkosningum mun ég kjósa það framboð sem lofar að bæta úr þessu ástandi og hefur getu og vilja til að fylgja eftir því loforði.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar