Ábyrgð, festa og tækifæri Guðmundur Magnússon skrifar 26. maí 2014 15:18 Nú í maí mánuði göngum við Seltirningar að kjörborði, viðhorfskannanir sýna að um 95% íbúa eru ánægðir með búsetuskilyrðin á nesinu. Framundan eru spennandi tímar og við blasa tækifæri til bættra lífskjara sem meirihluti Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn hefur skapað með ábyrgri stjórnun. Árangurinn í rekstri og þjónustu okkar góða bæjar á síðustu árum er öfundsverður. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður í efnahagsmálum þjóðarinnar, hefur okkur tekist - með ráðdeild, fyrirhyggju og réttri forgangsröðun - að tryggja öfluga þjónustu, hófsemd í álögum og lækkun skulda.Ábyrg og öguð fjármálastjórnÁbyrgð og festa hefur einkennt rekstur bæjarsjóðs á kjörtímabilinu. Fagleg vinnubrögð hafa verið lögð í vinnu við fjárhagsáætlanir þar sem starfsmenn, stjórnendur í samstarfi við kjörna fulltrúa hafa sett fram af ábyrgð og skynsemi. Niðurstaða þessara ábyrgu vinnubragða er sú að bæjarsjóður hefur verið rekin með góðum afgangi sem aftur skapar tækifæri til að greiða niður skuldir. Það er því ekki tilviljun að margir líti til okkar á Nesinu í leit sinni að fyrirmynd um hvernig hægt sé að reka sveitarfélag, þar sem saman fara lágar álögur, litlar skuldir og öflug þjónusta.Framtíðin er björtSú ráðdeild sem einkennt hefur rekstur bæjarsjóð skapar okkur tækifæri til framtíðar til að veita bæjarbúum enn betri þjónustu. Við sjálfstæðismenn ætlum að nýta góðan árangur til þess að bæta hag og auka þjónustuna. Á grunni þess sem gert hefur verið getum við sjálfstæðismenn gefið loforð sem við vitum að hægt er að standa við, - loforð um að gera enn betur:Fasteignaskattur verður lækkaður um 5%Styrkir til tómstunda verða hækkaðir úr 30 þúsund krónum í 50 þúsund.Leikskólagjöld verða lækkuð um 25%. Við sjálfstæðismenn viljum að allir Seltirningar njóti með beinum hætti þess góða árangurs sem náðst hefur og þá ekki síst barnafjölskyldur. Á komandi kjörtímabili verður það sameiginlegt verkefni okkar að bæta og styrkja okkar góðu skóla og efla íþróttastarfsemi. Við ætlum að gera skólana okkar enn betri og efla enn frekar allt starf þeirra sem yngri eru, en um leið styrkja þjónustu við eldri borgara. Við sjálfstæðismenn á Seltjarnarnesi höfum sýnt og sannað að forsenda öflugrar þjónustu er aðhaldssemi í fjármálum og lágar álögur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Nú í maí mánuði göngum við Seltirningar að kjörborði, viðhorfskannanir sýna að um 95% íbúa eru ánægðir með búsetuskilyrðin á nesinu. Framundan eru spennandi tímar og við blasa tækifæri til bættra lífskjara sem meirihluti Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn hefur skapað með ábyrgri stjórnun. Árangurinn í rekstri og þjónustu okkar góða bæjar á síðustu árum er öfundsverður. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður í efnahagsmálum þjóðarinnar, hefur okkur tekist - með ráðdeild, fyrirhyggju og réttri forgangsröðun - að tryggja öfluga þjónustu, hófsemd í álögum og lækkun skulda.Ábyrg og öguð fjármálastjórnÁbyrgð og festa hefur einkennt rekstur bæjarsjóðs á kjörtímabilinu. Fagleg vinnubrögð hafa verið lögð í vinnu við fjárhagsáætlanir þar sem starfsmenn, stjórnendur í samstarfi við kjörna fulltrúa hafa sett fram af ábyrgð og skynsemi. Niðurstaða þessara ábyrgu vinnubragða er sú að bæjarsjóður hefur verið rekin með góðum afgangi sem aftur skapar tækifæri til að greiða niður skuldir. Það er því ekki tilviljun að margir líti til okkar á Nesinu í leit sinni að fyrirmynd um hvernig hægt sé að reka sveitarfélag, þar sem saman fara lágar álögur, litlar skuldir og öflug þjónusta.Framtíðin er björtSú ráðdeild sem einkennt hefur rekstur bæjarsjóð skapar okkur tækifæri til framtíðar til að veita bæjarbúum enn betri þjónustu. Við sjálfstæðismenn ætlum að nýta góðan árangur til þess að bæta hag og auka þjónustuna. Á grunni þess sem gert hefur verið getum við sjálfstæðismenn gefið loforð sem við vitum að hægt er að standa við, - loforð um að gera enn betur:Fasteignaskattur verður lækkaður um 5%Styrkir til tómstunda verða hækkaðir úr 30 þúsund krónum í 50 þúsund.Leikskólagjöld verða lækkuð um 25%. Við sjálfstæðismenn viljum að allir Seltirningar njóti með beinum hætti þess góða árangurs sem náðst hefur og þá ekki síst barnafjölskyldur. Á komandi kjörtímabili verður það sameiginlegt verkefni okkar að bæta og styrkja okkar góðu skóla og efla íþróttastarfsemi. Við ætlum að gera skólana okkar enn betri og efla enn frekar allt starf þeirra sem yngri eru, en um leið styrkja þjónustu við eldri borgara. Við sjálfstæðismenn á Seltjarnarnesi höfum sýnt og sannað að forsenda öflugrar þjónustu er aðhaldssemi í fjármálum og lágar álögur.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar