Fjölbreyttari ferðamáti, vinir einkabílsins eða bíllaus lífstíll? Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar 26. maí 2014 11:49 Samgöngumál hafa verið í deiglunni undanfarið. Í sal borgarstjórnar Reykjavíkur hefur verið talað um „aðförina að einkabílnum“ og einkabílisminn upphafinn með háfleygum umræðum um vistvænleika mislægra gatnamóta. Á sama tíma eru talsmenn bættra göngustíga og þess sem kallað eru „fjölbreyttari ferðamátar“, sérstaklega hjólreiða og almenningssamgangna, sakaðir um að vera útópískir hippar sem skortir raunveruleikatengsl. En um hvað snýst málið? Er virkilega hægt að draga einhverja víglínu á milli verndara og vina einkabílsins (eða fjölskyldubílsins) annars vegar og útópískra hjólreiðamanna hins vegar? Ég held að sú svarthvíta mynd sem dregin er upp í umræðum um fjölbreyttari ferðamáta í borg endurspegli engan veginn þann raunveruleika sem flest fólk býr við. Þetta er ekki einföld spurning um að velja eða hafna einkabílnum, reiðhjólum eða öðrum samgöngutækjum, heldur að geta valið fjölbreytta kosti við samgöngur. Við þurfum að geta haft val um að ganga eða hjóla eða taka strætó. Líka þau okkar sem eigum bíl sem við þurfum oft að nota. Við erum líka öll sammála um að það þurfi að draga úr útblæstri og minnka mengun. Tölulegar staðreyndir tala sínu máli og við þurfum öll að sýna ábyrgð í umhverfismálum. Árangursríkasta skrefið í þá átt sem flest okkar getum stigið er að draga úr notkun einkabílsins. Í Reykjavík eru rúmlega fjörtíu þúsund heimili, ansi mörg þeirra eiga fleiri en einn bíl. Hægt væri að draga talsvert úr umferð og mengun með því að gera hverri fjölskyldu kleift að reka aðeins einn bíl. Það myndi auka ráðstöfunartekjur heimila og draga mikið úr umferð og mengun henni tengdri. Við í Vinstrihreyfingunni grænu framboði höfum lagt mikla áherslu á að efla fjölbreyttari ferðamáta til þess að gefa fólki kost á að komast leiðar sinnar án þess að reiða sig á einkabíla. Við höfum líka talað fyrir samgöngustyrkjum til starfsfólks sem notar aðra ferðamáta en einkabílinn til og frá vinnu. Við þurfum sömu leiðis að efla verkefni sem lúta að því að koma börnum á öruggan hátt til og frá skóla, gangandi eða hjólandi. Við þurfum að minnka skutlið, sérstaklega þessar stuttu ferðir innan hverfis. Þá höfum við í VG lagt mikla áherslu á eflingu hjóla- og göngustíga og beitt okkur fyrir samstilltu átaki ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu til að bæta og efla almenningssamgöngum. Allt eru þetta leiðir til þess að ýta undir fjölbreyttari ferðamáta í Reyjavík. Fjölbreyttari ferðamátar eru okkur öllum til góða, bæði fyrir budduna, heilsuna og umhverfið! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Oddný Sigurðardóttir Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Skoðun Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Sjá meira
Samgöngumál hafa verið í deiglunni undanfarið. Í sal borgarstjórnar Reykjavíkur hefur verið talað um „aðförina að einkabílnum“ og einkabílisminn upphafinn með háfleygum umræðum um vistvænleika mislægra gatnamóta. Á sama tíma eru talsmenn bættra göngustíga og þess sem kallað eru „fjölbreyttari ferðamátar“, sérstaklega hjólreiða og almenningssamgangna, sakaðir um að vera útópískir hippar sem skortir raunveruleikatengsl. En um hvað snýst málið? Er virkilega hægt að draga einhverja víglínu á milli verndara og vina einkabílsins (eða fjölskyldubílsins) annars vegar og útópískra hjólreiðamanna hins vegar? Ég held að sú svarthvíta mynd sem dregin er upp í umræðum um fjölbreyttari ferðamáta í borg endurspegli engan veginn þann raunveruleika sem flest fólk býr við. Þetta er ekki einföld spurning um að velja eða hafna einkabílnum, reiðhjólum eða öðrum samgöngutækjum, heldur að geta valið fjölbreytta kosti við samgöngur. Við þurfum að geta haft val um að ganga eða hjóla eða taka strætó. Líka þau okkar sem eigum bíl sem við þurfum oft að nota. Við erum líka öll sammála um að það þurfi að draga úr útblæstri og minnka mengun. Tölulegar staðreyndir tala sínu máli og við þurfum öll að sýna ábyrgð í umhverfismálum. Árangursríkasta skrefið í þá átt sem flest okkar getum stigið er að draga úr notkun einkabílsins. Í Reykjavík eru rúmlega fjörtíu þúsund heimili, ansi mörg þeirra eiga fleiri en einn bíl. Hægt væri að draga talsvert úr umferð og mengun með því að gera hverri fjölskyldu kleift að reka aðeins einn bíl. Það myndi auka ráðstöfunartekjur heimila og draga mikið úr umferð og mengun henni tengdri. Við í Vinstrihreyfingunni grænu framboði höfum lagt mikla áherslu á að efla fjölbreyttari ferðamáta til þess að gefa fólki kost á að komast leiðar sinnar án þess að reiða sig á einkabíla. Við höfum líka talað fyrir samgöngustyrkjum til starfsfólks sem notar aðra ferðamáta en einkabílinn til og frá vinnu. Við þurfum sömu leiðis að efla verkefni sem lúta að því að koma börnum á öruggan hátt til og frá skóla, gangandi eða hjólandi. Við þurfum að minnka skutlið, sérstaklega þessar stuttu ferðir innan hverfis. Þá höfum við í VG lagt mikla áherslu á eflingu hjóla- og göngustíga og beitt okkur fyrir samstilltu átaki ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu til að bæta og efla almenningssamgöngum. Allt eru þetta leiðir til þess að ýta undir fjölbreyttari ferðamáta í Reyjavík. Fjölbreyttari ferðamátar eru okkur öllum til góða, bæði fyrir budduna, heilsuna og umhverfið!
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun