Kiel tókst hið ómögulega | Alfreð, Guðjón og Aron meistarar Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 24. maí 2014 15:52 Ótrúlegt afrek hjá Kiel vísir/getty Kiel gerði sér lítið fyrir að varð í dag þýskur meistari í handbolta eftir ótrúlegan 37-23 sigur á Füchse Berlin. Á sama tíma lagði Rhein-Neckar Löwen Gummersbach 40-35. Liðin enduðu bæði með 59 stig en Kiel varð meistari á betri markamun. Ótrúlegt afrek hjá Kiel því þegar leikirnir hófust í dag var Löwen með betri markatölu sem nam sjö mörkum. Þegar flautað var til hálfleiks hafði Kiel unnið upp markamuninn. Kiel var níu mörkum fyrir 17-8 og Rhein-Neckar Löwen aðeins tveimur mörkum yfir 21-19. Löwen byrjaði betur í seinni hálfleik og kom sér aftur í góða stöðu en gaf eftir er leið á leikinn en liðið náði mest átta marka forystu, sem hefði dugað liðinu til að landa titlinum. Kiel sýndi styrk sinn gegn meiðslahrjáðu liði Dags Sigurðssonar, keyrði allan tímann og lék frábærlega.Filip Jicha skoraði 11 mörk fyrir liði og fór mikinn. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 4 mörk og Aron Pálmarsson 2. Enn og aftur stendur Alfreð Gíslason uppi sem sigurvegari með Kiel.Alexander Petersson skoraði 3 mörk fyrir Löwen sem varð að sætta sig við annað sæti deildarinnar. Hornamaðurinn ótrúlegi, Uwe Gensheimer skoraði 15 mörk fyrir Löwen.Oddur Gretarsson skoraði 6 mörk fyrir Emsdetten og Ernir Hrafn Arnarson 1 í 30-23 tapi gegn HSV.Heiðmar Felixsson skoraði 1 mark fyrir Hannover-Burgdorf sem tapaði 32-26 fyrir Melsungen á útivelli. Bergishcer tapaði heima gegn Lübbecke 29-25 en það kom ekki að sök því liðið hafði þegar tryggt sér sæti í úrvalsdeildinni að ári. Björgvin Páll Gústavsson varði 6 skot í marki Bergischer.Vignir Svavarsson skoraði 2 mörk í sex marka tapi Minden gegn Magdeburg 38-32. Flensburg skellti Eisenach 26-20. Bjarki Már Elísson skoraði 5 mörk fyrir Eisenach sem var fallið í 1. deild fyrir nokkru síðan. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Sjá meira
Kiel gerði sér lítið fyrir að varð í dag þýskur meistari í handbolta eftir ótrúlegan 37-23 sigur á Füchse Berlin. Á sama tíma lagði Rhein-Neckar Löwen Gummersbach 40-35. Liðin enduðu bæði með 59 stig en Kiel varð meistari á betri markamun. Ótrúlegt afrek hjá Kiel því þegar leikirnir hófust í dag var Löwen með betri markatölu sem nam sjö mörkum. Þegar flautað var til hálfleiks hafði Kiel unnið upp markamuninn. Kiel var níu mörkum fyrir 17-8 og Rhein-Neckar Löwen aðeins tveimur mörkum yfir 21-19. Löwen byrjaði betur í seinni hálfleik og kom sér aftur í góða stöðu en gaf eftir er leið á leikinn en liðið náði mest átta marka forystu, sem hefði dugað liðinu til að landa titlinum. Kiel sýndi styrk sinn gegn meiðslahrjáðu liði Dags Sigurðssonar, keyrði allan tímann og lék frábærlega.Filip Jicha skoraði 11 mörk fyrir liði og fór mikinn. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 4 mörk og Aron Pálmarsson 2. Enn og aftur stendur Alfreð Gíslason uppi sem sigurvegari með Kiel.Alexander Petersson skoraði 3 mörk fyrir Löwen sem varð að sætta sig við annað sæti deildarinnar. Hornamaðurinn ótrúlegi, Uwe Gensheimer skoraði 15 mörk fyrir Löwen.Oddur Gretarsson skoraði 6 mörk fyrir Emsdetten og Ernir Hrafn Arnarson 1 í 30-23 tapi gegn HSV.Heiðmar Felixsson skoraði 1 mark fyrir Hannover-Burgdorf sem tapaði 32-26 fyrir Melsungen á útivelli. Bergishcer tapaði heima gegn Lübbecke 29-25 en það kom ekki að sök því liðið hafði þegar tryggt sér sæti í úrvalsdeildinni að ári. Björgvin Páll Gústavsson varði 6 skot í marki Bergischer.Vignir Svavarsson skoraði 2 mörk í sex marka tapi Minden gegn Magdeburg 38-32. Flensburg skellti Eisenach 26-20. Bjarki Már Elísson skoraði 5 mörk fyrir Eisenach sem var fallið í 1. deild fyrir nokkru síðan.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Sjá meira
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn