„Súkkulaðikonungurinn“ talinn sigurstranglegastur Bjarki Ármannsson skrifar 23. maí 2014 10:22 Petró Porósjenkó er talinn sigurstranglegastur. Vísir/AFP Nú á sunnudaginn eiga forsetakosningar að fara fram í Úkraínu. Aðskilnaðarsinnar í austurhluta landsins vilja koma í veg fyrir að kosningarnar heppnist og yfirvöld hafa játað að mögulega verði ekki hægt að halda atkvæðagreiðslu í þeim héruðum sem átökin standa sem hæst. Í samantekt BBC um kosningarnar er milljarðamæringurinn Petró Porósjenkó talinn sigurstranglegastur. Porósjenkó er sælgætisframleiðandi sem hefur hlotið viðurnefnið „súkkulaðikonungurinn“ fyrir árangur sinn á því sviði. Hann er eigandi fréttastöðvarinnar 5 Kanal TV og nýtur stuðnings fyrrum innanríkisráðherra Úkraínu, Júrí Lútsenkó, og hnefaleikakappans og andspyrnuhetjunnar Vítalíj Klítsjkó. Porósjenkó vill halda Úkraínu sem sameinuðu ríki en þó veita héruðum þess meira sjálfstjórnarvald. Þetta er talið miða að því að draga úr spennu í héruðum á borð við Dónetsk og Lúhansk þar sem blóðug átök standa enn yfir.Júlía Tímósjenkó, fyrrum forsætisráðherra Úkraínu, fylgir fast á hæla Porósjenkó. Hún var fangelsuð í stjórnartíð Viktor Janúkóvitsj, forseta landsins sem steypt var af stóli nú í febrúar. Í aðdraganda kosninganna hefur hún kallað Vladímír Pútín Rússlandsforseta „óvin númer eitt“ og hefur lofað að gera þjóð sína óháðari Rússum, þá sérstaklega hvað varðar orkumál. Fyrir utan Porósjenkó og Tímósjenkó voru 21 sem buðu sig fram í kosningunum, en fimm hafa dregið framboð sitt til baka. Meðal þeirra sem enn taka þátt má nefna Dmítró Jarosj, leiðtoga hins þjóðernissinnaða Right Sector flokks, sem eftirlýstur er í Rússlandi fyrir hryðjuverkastarfsemi. Úkraína Tengdar fréttir Umdeild atkvæðagreiðsla í Úkraínu Aðskilnaðarsinnar í Donetsk og Luhansk standa fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort Austur-Úkraína eigi að fá að stjórna sér sjálf. 11. maí 2014 10:26 Krím mun tilheyra Rússlandi Vladímír Pútín Rússlandsforseti undirritaði sáttmála við leiðtoga á Krímskaga. 18. mars 2014 11:42 Hnefaleikakappinn Klitskó dregur framboð sitt til baka Vitali Klitskó, einn helsti leiðtogi mótmælenda í Úkraínu og fyrrum heimsmeistari í hnefaleikum, hefur dregið framboð sitt til forseta til baka. Hann segir að þess í stað muni hann styðja við bakið á Petro Porosjenkó sem nýlega boðaði framboð sitt. 29. mars 2014 17:49 Rússar vilja ekki frekari innlimun Uppreisnarmenn í Donetsk og Luhansk lýsa yfir sjálfstæði, en fá engar undirtektir hjá rússneskum stjórnvöldum. 13. maí 2014 07:48 Pútín vill Úkraínuhermenn burt frá A- og S-hluta Úkraínu Bráðabirgðaforseti Úkraínu hefur hætt við áætlanir um að leggja af herskyldu. Moskvustjórn hefur gagnrýnt framgöngu Úkraínuhers í austurhluta landsins. Í símtali við Þýskalandskanslara sagði Pútín ríða á brotthvarfi hermanna þaðan. 2. maí 2014 07:00 Pútín varar við borgarastríði í Úkraínu Vladímír Pútín Rússlandsforseti segir að Úkraína rambi nú á barmi borgarastyrjaldar, eftir að úkraínski herinn lagði til atlögu við aðgerðarsinna í austurhluta landsins sem hafa haft nokkrar stjórnarbyggingar á sínu valdi síðustu daga. Óstaðfestar fregnir herma að brynvarðir bílar, merktir með rússneska fánanum, hafi einnig sést á svæðinu. 16. apríl 2014 08:06 Stigvaxandi átök í Úkraínu Atlantshafsbandalagið ákvað í dag að senda aukinn herafla til austur Evrópu vegna stigvaxandi átaka í Úkraínu. Vladimír Pútín rússlandsforseti segir að Úkrína rambi á barmi borgarastyrjaldar. 16. apríl 2014 19:09 Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Sjá meira
Nú á sunnudaginn eiga forsetakosningar að fara fram í Úkraínu. Aðskilnaðarsinnar í austurhluta landsins vilja koma í veg fyrir að kosningarnar heppnist og yfirvöld hafa játað að mögulega verði ekki hægt að halda atkvæðagreiðslu í þeim héruðum sem átökin standa sem hæst. Í samantekt BBC um kosningarnar er milljarðamæringurinn Petró Porósjenkó talinn sigurstranglegastur. Porósjenkó er sælgætisframleiðandi sem hefur hlotið viðurnefnið „súkkulaðikonungurinn“ fyrir árangur sinn á því sviði. Hann er eigandi fréttastöðvarinnar 5 Kanal TV og nýtur stuðnings fyrrum innanríkisráðherra Úkraínu, Júrí Lútsenkó, og hnefaleikakappans og andspyrnuhetjunnar Vítalíj Klítsjkó. Porósjenkó vill halda Úkraínu sem sameinuðu ríki en þó veita héruðum þess meira sjálfstjórnarvald. Þetta er talið miða að því að draga úr spennu í héruðum á borð við Dónetsk og Lúhansk þar sem blóðug átök standa enn yfir.Júlía Tímósjenkó, fyrrum forsætisráðherra Úkraínu, fylgir fast á hæla Porósjenkó. Hún var fangelsuð í stjórnartíð Viktor Janúkóvitsj, forseta landsins sem steypt var af stóli nú í febrúar. Í aðdraganda kosninganna hefur hún kallað Vladímír Pútín Rússlandsforseta „óvin númer eitt“ og hefur lofað að gera þjóð sína óháðari Rússum, þá sérstaklega hvað varðar orkumál. Fyrir utan Porósjenkó og Tímósjenkó voru 21 sem buðu sig fram í kosningunum, en fimm hafa dregið framboð sitt til baka. Meðal þeirra sem enn taka þátt má nefna Dmítró Jarosj, leiðtoga hins þjóðernissinnaða Right Sector flokks, sem eftirlýstur er í Rússlandi fyrir hryðjuverkastarfsemi.
Úkraína Tengdar fréttir Umdeild atkvæðagreiðsla í Úkraínu Aðskilnaðarsinnar í Donetsk og Luhansk standa fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort Austur-Úkraína eigi að fá að stjórna sér sjálf. 11. maí 2014 10:26 Krím mun tilheyra Rússlandi Vladímír Pútín Rússlandsforseti undirritaði sáttmála við leiðtoga á Krímskaga. 18. mars 2014 11:42 Hnefaleikakappinn Klitskó dregur framboð sitt til baka Vitali Klitskó, einn helsti leiðtogi mótmælenda í Úkraínu og fyrrum heimsmeistari í hnefaleikum, hefur dregið framboð sitt til forseta til baka. Hann segir að þess í stað muni hann styðja við bakið á Petro Porosjenkó sem nýlega boðaði framboð sitt. 29. mars 2014 17:49 Rússar vilja ekki frekari innlimun Uppreisnarmenn í Donetsk og Luhansk lýsa yfir sjálfstæði, en fá engar undirtektir hjá rússneskum stjórnvöldum. 13. maí 2014 07:48 Pútín vill Úkraínuhermenn burt frá A- og S-hluta Úkraínu Bráðabirgðaforseti Úkraínu hefur hætt við áætlanir um að leggja af herskyldu. Moskvustjórn hefur gagnrýnt framgöngu Úkraínuhers í austurhluta landsins. Í símtali við Þýskalandskanslara sagði Pútín ríða á brotthvarfi hermanna þaðan. 2. maí 2014 07:00 Pútín varar við borgarastríði í Úkraínu Vladímír Pútín Rússlandsforseti segir að Úkraína rambi nú á barmi borgarastyrjaldar, eftir að úkraínski herinn lagði til atlögu við aðgerðarsinna í austurhluta landsins sem hafa haft nokkrar stjórnarbyggingar á sínu valdi síðustu daga. Óstaðfestar fregnir herma að brynvarðir bílar, merktir með rússneska fánanum, hafi einnig sést á svæðinu. 16. apríl 2014 08:06 Stigvaxandi átök í Úkraínu Atlantshafsbandalagið ákvað í dag að senda aukinn herafla til austur Evrópu vegna stigvaxandi átaka í Úkraínu. Vladimír Pútín rússlandsforseti segir að Úkrína rambi á barmi borgarastyrjaldar. 16. apríl 2014 19:09 Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Sjá meira
Umdeild atkvæðagreiðsla í Úkraínu Aðskilnaðarsinnar í Donetsk og Luhansk standa fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort Austur-Úkraína eigi að fá að stjórna sér sjálf. 11. maí 2014 10:26
Krím mun tilheyra Rússlandi Vladímír Pútín Rússlandsforseti undirritaði sáttmála við leiðtoga á Krímskaga. 18. mars 2014 11:42
Hnefaleikakappinn Klitskó dregur framboð sitt til baka Vitali Klitskó, einn helsti leiðtogi mótmælenda í Úkraínu og fyrrum heimsmeistari í hnefaleikum, hefur dregið framboð sitt til forseta til baka. Hann segir að þess í stað muni hann styðja við bakið á Petro Porosjenkó sem nýlega boðaði framboð sitt. 29. mars 2014 17:49
Rússar vilja ekki frekari innlimun Uppreisnarmenn í Donetsk og Luhansk lýsa yfir sjálfstæði, en fá engar undirtektir hjá rússneskum stjórnvöldum. 13. maí 2014 07:48
Pútín vill Úkraínuhermenn burt frá A- og S-hluta Úkraínu Bráðabirgðaforseti Úkraínu hefur hætt við áætlanir um að leggja af herskyldu. Moskvustjórn hefur gagnrýnt framgöngu Úkraínuhers í austurhluta landsins. Í símtali við Þýskalandskanslara sagði Pútín ríða á brotthvarfi hermanna þaðan. 2. maí 2014 07:00
Pútín varar við borgarastríði í Úkraínu Vladímír Pútín Rússlandsforseti segir að Úkraína rambi nú á barmi borgarastyrjaldar, eftir að úkraínski herinn lagði til atlögu við aðgerðarsinna í austurhluta landsins sem hafa haft nokkrar stjórnarbyggingar á sínu valdi síðustu daga. Óstaðfestar fregnir herma að brynvarðir bílar, merktir með rússneska fánanum, hafi einnig sést á svæðinu. 16. apríl 2014 08:06
Stigvaxandi átök í Úkraínu Atlantshafsbandalagið ákvað í dag að senda aukinn herafla til austur Evrópu vegna stigvaxandi átaka í Úkraínu. Vladimír Pútín rússlandsforseti segir að Úkrína rambi á barmi borgarastyrjaldar. 16. apríl 2014 19:09