Að taka tillit til náttúrunnar Margrét Lind Ólafsdóttir skrifar 20. maí 2014 09:44 Mikill fjöldi fólks nýtir náttúru og umhverfi á Seltjarnarnesi sér til heilsubótar og ánægju enda um einstök lífsgæði að ræða. Innan bæjarlandsins eru margar náttúruperlur og menningarminjar sem standa þarf vörð um, vegna sérstöðu þeirra og gildis til útivistar og upplifunar fyrir okkur sjálf og komandi kynslóðir. Mikil hugarfarsbreyting hefur orðið á undanförnum árum í umhverfismálum og sífellt fleiri gera sér grein fyrir mikilvægi þess að umgangast umhverfið af virðingu og náttúran fái að njóta vafans sem upp kemur. Umhverfismálin eru til úrlausnar vegna nútíðar og framtíðar. Þetta á við um undirbúning og ákvarðanir um framkvæmdir sem hafa áhrif á náttúruna og vandlega þarf að huga að öllu sem það varðar. Umhverfisnefnd Seltjarnarness leggur áherslu á að þessu sé fylgt og kemur í erindisbréfi hennar kemur fram að eitt meginhlutverk nefndarinnar sé, „að leggja mat á umhverfisáhrif af völdum mannvirkjagerðar, landnýtingar, mengunar og efnistöku í sveitarfélaginu þar sem löggjöf kveður á um mat á umhverfisáhrifum“.Eru Vestursvæðin geymslusvæði fyrir ódýrt efni? Það þurfa því að liggja fyrir skýrar ástæður þegar ákvarðanir eru teknar sem spilla gersemum náttúrunnar. Því er ekki skrýtið að margir Seltirningar velti vöngum yfir stærðarinnar moldarhaugum og grjóthnullungum sem gnæfa yfir Vestursvæðin norðanverð, sem eru e.k. sveit okkar Seltirninga, á svæði sem samkvæmt skipulagi á að njóta hverfisverndar. Umhverfisnefnd var gert að taka til umfjöllunar leyfi um haugsetningu á Vestursvæðum þar sem ódýr möl hafði fallið til og fljótt þurfti að bregðast við. Umhverfisvernd veitti tímabundið leyfi til að haugsetja þarna efni með ströngum skilmálum. Því miður var á engan hátt farið eftir skilmálum umhverfisnefndar. Magnið var margfalt meira en um var getið og á engan hátt fylgt skilmálum þar sem stórgrýti og moldarruðningur hefur komið í stað malarinnar sem nýtt er. Enn er gríðarlegt magn efnis á þessu svæði og því skilmálar nefndarinnar um magn og tímasetningar að engu virtir. Umhverfisnefnd Seltjarnarness hefur lagt ríka áherslu á í allri sinni ákvarðanatöku að faglega sé staðið að framkvæmdum með tilliti til umhverfisins. Það er því miður ekki alveg þannig farið í ákvarðanatöku hjá bæjarstjóra og virðist sem skilaboðin séu að fylgja ekki skilyrðum fagnefnda og jafnvel að taka ákvarðanir í viðkvæmum málum án aðkomu þeirra, með þeim rökum að efnið sé „ódýrt“ og komi bæjarbúum til góða. Þannig er virt að vettugi það vinnuferli sem fylgja ber og staðfest er í bæjarmálasamþykkt og erindisbréfum fagnefnda og þetta á við í fleiri tilfellum en einungis á Vestursvæðunum.Hvernig stjórnsýslu viljum við? Það er hættuleg pólitík þegar gengið er fram hjá fagnefndum og ákvarðanir teknar áður en þær hafa eitthvað um málið að segja. Það er líka hættuleg pólitík að virða að vettugi leyfi sem gefin hafa verið fyrir ákveðnum framkvæmdum eins og efnisflutningum á Vestursvæðin. Það er ennþá hættulegra ef við sofnum á verðinum og virðum þannig umhverfið að vettugi. Umhverfið er eign til framtíðar og varðar okkur öll og afkomendur okkar. Það skiptir ekki öllu máli að fá eitthvað „ódýrt“ á kostnað náttúrunnar, heldur að hafa vel útfærða framkvæmdaáætlun og frágengið skipulag og hafa umhverfissjónarmið að leiðarljósi. Þess sakna ég hjá bæjarstjóra Seltirninga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Sjá meira
Mikill fjöldi fólks nýtir náttúru og umhverfi á Seltjarnarnesi sér til heilsubótar og ánægju enda um einstök lífsgæði að ræða. Innan bæjarlandsins eru margar náttúruperlur og menningarminjar sem standa þarf vörð um, vegna sérstöðu þeirra og gildis til útivistar og upplifunar fyrir okkur sjálf og komandi kynslóðir. Mikil hugarfarsbreyting hefur orðið á undanförnum árum í umhverfismálum og sífellt fleiri gera sér grein fyrir mikilvægi þess að umgangast umhverfið af virðingu og náttúran fái að njóta vafans sem upp kemur. Umhverfismálin eru til úrlausnar vegna nútíðar og framtíðar. Þetta á við um undirbúning og ákvarðanir um framkvæmdir sem hafa áhrif á náttúruna og vandlega þarf að huga að öllu sem það varðar. Umhverfisnefnd Seltjarnarness leggur áherslu á að þessu sé fylgt og kemur í erindisbréfi hennar kemur fram að eitt meginhlutverk nefndarinnar sé, „að leggja mat á umhverfisáhrif af völdum mannvirkjagerðar, landnýtingar, mengunar og efnistöku í sveitarfélaginu þar sem löggjöf kveður á um mat á umhverfisáhrifum“.Eru Vestursvæðin geymslusvæði fyrir ódýrt efni? Það þurfa því að liggja fyrir skýrar ástæður þegar ákvarðanir eru teknar sem spilla gersemum náttúrunnar. Því er ekki skrýtið að margir Seltirningar velti vöngum yfir stærðarinnar moldarhaugum og grjóthnullungum sem gnæfa yfir Vestursvæðin norðanverð, sem eru e.k. sveit okkar Seltirninga, á svæði sem samkvæmt skipulagi á að njóta hverfisverndar. Umhverfisnefnd var gert að taka til umfjöllunar leyfi um haugsetningu á Vestursvæðum þar sem ódýr möl hafði fallið til og fljótt þurfti að bregðast við. Umhverfisvernd veitti tímabundið leyfi til að haugsetja þarna efni með ströngum skilmálum. Því miður var á engan hátt farið eftir skilmálum umhverfisnefndar. Magnið var margfalt meira en um var getið og á engan hátt fylgt skilmálum þar sem stórgrýti og moldarruðningur hefur komið í stað malarinnar sem nýtt er. Enn er gríðarlegt magn efnis á þessu svæði og því skilmálar nefndarinnar um magn og tímasetningar að engu virtir. Umhverfisnefnd Seltjarnarness hefur lagt ríka áherslu á í allri sinni ákvarðanatöku að faglega sé staðið að framkvæmdum með tilliti til umhverfisins. Það er því miður ekki alveg þannig farið í ákvarðanatöku hjá bæjarstjóra og virðist sem skilaboðin séu að fylgja ekki skilyrðum fagnefnda og jafnvel að taka ákvarðanir í viðkvæmum málum án aðkomu þeirra, með þeim rökum að efnið sé „ódýrt“ og komi bæjarbúum til góða. Þannig er virt að vettugi það vinnuferli sem fylgja ber og staðfest er í bæjarmálasamþykkt og erindisbréfum fagnefnda og þetta á við í fleiri tilfellum en einungis á Vestursvæðunum.Hvernig stjórnsýslu viljum við? Það er hættuleg pólitík þegar gengið er fram hjá fagnefndum og ákvarðanir teknar áður en þær hafa eitthvað um málið að segja. Það er líka hættuleg pólitík að virða að vettugi leyfi sem gefin hafa verið fyrir ákveðnum framkvæmdum eins og efnisflutningum á Vestursvæðin. Það er ennþá hættulegra ef við sofnum á verðinum og virðum þannig umhverfið að vettugi. Umhverfið er eign til framtíðar og varðar okkur öll og afkomendur okkar. Það skiptir ekki öllu máli að fá eitthvað „ódýrt“ á kostnað náttúrunnar, heldur að hafa vel útfærða framkvæmdaáætlun og frágengið skipulag og hafa umhverfissjónarmið að leiðarljósi. Þess sakna ég hjá bæjarstjóra Seltirninga.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun