Stóru málin: Tekist á um húsnæðisvandann Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 30. maí 2014 20:00 Kappræður oddvita framboða í fimm stærstu sveitarfélögum landsins héldu áfram í Stóru málunum á Stöð 2 þegar forystufólk framboðanna í Reykjavík mætti til leiks.Miklar sviptingar eru í fylgi flokkanna nú á lokametrunum en samkvæmt nýjustu könnunum fengi Samfylkingin fimm borgarfulltrúa, Sjálfstæðisflokkur fjóra, Björt framtíð þrjá og Píratar, Vinstri grænir og Framsóknarflokkur og flugvallarvinir hvert sinn fulltrúa. MMR birti könnun síðdegis í dag þar sem niðurstaðan var þessi. Oddvitar þeirra framboða sem bjóða fram í Reykjavík í kosningunum á morgun mættu til kappræðna í Stóru málunum; Dagur B. Eggertsson hjá Samfylkingunni, S. Björn Blöndal hjá Bjartri framtíð, Sóley Tómasdóttir hjá Vinstri grænum, Þorleifur Gunnlaugsson hjá Dögun, Þorvaldur Þorvaldsson hjá Alþýðufylkingunni, Halldór Auðar Svansson hjá Pírötum, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir hjá Framsókn og flugvallarvinum og Halldór Halldórsson hjá Sjálfstæðisflokki.Meðal þess sem kom fram í þættinum var mismunandi sýn flokkanna á lóðaúthlutun undir mosku, en allir virtust vera sammála um það að endurskoða ætti lög sem fyrirskipa lóðaúthlutun án endurgjalds til kirkna. Þá var rætt um húsnæðismál og sagði Dagur B. Eggertsson aðspurður um hver kostnaður borgarinnar yrði við að efna kosningaloforð Samfylkingarinnar um að fjölga leiguíbúðum um 2.500 til 3.000 að kostnaðurinn yrði í gegnum skipulag. Borgin sé landeigandi að lóðum sem lagðar yrðu inn í leigufélög framlag borgarinnar gegnum yrði í gegnum skipulag. Halldór Halldórsson sagði loforðið ótrúverðugt - Félagsbústaðir hafi aðeins bætt við sig 16 íbúðum á ári á þessu kjörtímabili en vanti 100 íbúðir á ári. Sjálfstæðisflokkurinn vari við því að borgin sé að fara að gerast rekstraraðili leiguíbúða á leigumarkaði. Sveinbjörg spurði Dag að því hvar þessar lóðir væru, en Dagur nefndi nokkur dæmi um lóðir sem Reykjavík ætlar að nota til að byggja nýjar íbúðir. Sveinbjörg var hörð á því að Reykjavík ætti engar lóðir en Dagur sagði skipulagsmál snúast um samstarfi við uppbyggingaraðila. Sóley Tómasdóttir sagði Vinstri græna hafa unnið með meirihlutanum að gerð húsnæðisstefnu borgarinnar og að þeim tillögum sem hafa verið lagðar fram og lögðu til að 25 prósent af nýbyggingum verði annað hvort til leigu eða búseturéttar og þannig tryggt að leigumarkaðurinn verði hluti af uppbyggingunni, en sú tillaga var samþykkt. Þá taldi hún meirihlutann ekki hafa sinnt félagslegum skyldum sínum. Þorleifur Gunnlaugsson hjá Dögun sagði einkamarkaðinn ekki vera að leita að tekjulágu eða millitekju fólki. Hann sagði Félagsbústaði vera best fallna til að gera það og vill að þeir fari í stórfellda uppbyggingu. Björn Blöndal sagði þessar tillögur langraunhæfustu hugmyndina og tillöguna um það hvernig ætti að leysa húsnæðisvandann og enginn annar hefði komið með raunhæfar tillögur til að leysa vandann. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Stóru málin Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Kappræður oddvita framboða í fimm stærstu sveitarfélögum landsins héldu áfram í Stóru málunum á Stöð 2 þegar forystufólk framboðanna í Reykjavík mætti til leiks.Miklar sviptingar eru í fylgi flokkanna nú á lokametrunum en samkvæmt nýjustu könnunum fengi Samfylkingin fimm borgarfulltrúa, Sjálfstæðisflokkur fjóra, Björt framtíð þrjá og Píratar, Vinstri grænir og Framsóknarflokkur og flugvallarvinir hvert sinn fulltrúa. MMR birti könnun síðdegis í dag þar sem niðurstaðan var þessi. Oddvitar þeirra framboða sem bjóða fram í Reykjavík í kosningunum á morgun mættu til kappræðna í Stóru málunum; Dagur B. Eggertsson hjá Samfylkingunni, S. Björn Blöndal hjá Bjartri framtíð, Sóley Tómasdóttir hjá Vinstri grænum, Þorleifur Gunnlaugsson hjá Dögun, Þorvaldur Þorvaldsson hjá Alþýðufylkingunni, Halldór Auðar Svansson hjá Pírötum, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir hjá Framsókn og flugvallarvinum og Halldór Halldórsson hjá Sjálfstæðisflokki.Meðal þess sem kom fram í þættinum var mismunandi sýn flokkanna á lóðaúthlutun undir mosku, en allir virtust vera sammála um það að endurskoða ætti lög sem fyrirskipa lóðaúthlutun án endurgjalds til kirkna. Þá var rætt um húsnæðismál og sagði Dagur B. Eggertsson aðspurður um hver kostnaður borgarinnar yrði við að efna kosningaloforð Samfylkingarinnar um að fjölga leiguíbúðum um 2.500 til 3.000 að kostnaðurinn yrði í gegnum skipulag. Borgin sé landeigandi að lóðum sem lagðar yrðu inn í leigufélög framlag borgarinnar gegnum yrði í gegnum skipulag. Halldór Halldórsson sagði loforðið ótrúverðugt - Félagsbústaðir hafi aðeins bætt við sig 16 íbúðum á ári á þessu kjörtímabili en vanti 100 íbúðir á ári. Sjálfstæðisflokkurinn vari við því að borgin sé að fara að gerast rekstraraðili leiguíbúða á leigumarkaði. Sveinbjörg spurði Dag að því hvar þessar lóðir væru, en Dagur nefndi nokkur dæmi um lóðir sem Reykjavík ætlar að nota til að byggja nýjar íbúðir. Sveinbjörg var hörð á því að Reykjavík ætti engar lóðir en Dagur sagði skipulagsmál snúast um samstarfi við uppbyggingaraðila. Sóley Tómasdóttir sagði Vinstri græna hafa unnið með meirihlutanum að gerð húsnæðisstefnu borgarinnar og að þeim tillögum sem hafa verið lagðar fram og lögðu til að 25 prósent af nýbyggingum verði annað hvort til leigu eða búseturéttar og þannig tryggt að leigumarkaðurinn verði hluti af uppbyggingunni, en sú tillaga var samþykkt. Þá taldi hún meirihlutann ekki hafa sinnt félagslegum skyldum sínum. Þorleifur Gunnlaugsson hjá Dögun sagði einkamarkaðinn ekki vera að leita að tekjulágu eða millitekju fólki. Hann sagði Félagsbústaði vera best fallna til að gera það og vill að þeir fari í stórfellda uppbyggingu. Björn Blöndal sagði þessar tillögur langraunhæfustu hugmyndina og tillöguna um það hvernig ætti að leysa húsnæðisvandann og enginn annar hefði komið með raunhæfar tillögur til að leysa vandann.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Stóru málin Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?