Fengu tilboð vegna tölvubúnaðar Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 30. maí 2014 16:20 Gunnar Einarsson er bæjarstjóri Garðabæjar. Gunnar Einarsson hefur sent frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu vegna fréttar sem birtist í Fréttablaðinu í morgun um innkaup Garðabæjar á tölvubúnaði án útboðs: „Í öllum tilvikum sem Garðabær hefur viðhaft magninnkaup á tölvubúnaði hafa þau verið gerð á grundvelli tilboða sem fengin hafa verið hjá stærstu söluaðilum tölvubúnaðar á Íslandi. Garðabær hefur því ávallt haft að leiðarljósi meginreglur laga um opinber innkaup að gæta hagkvæmni og gera samanburð milli fyrirtækja á viðkomandi markaði. Í öllum tilvikum sem fram fara magninnkaup á tölvum hjá Garðabæ er það tölvudeild bæjarins sem hefur umsjón með öflun tilboða og gerir tillögur um endanleg kaup. Í Fréttablaðinu í dag er því haldið fram að Garðabær hafi gert samninga við Nýherja um tölvukaup o.fl. að fjárhæð 120,0 mkr á kjörtímabilinu 2006 - 2010. Samkvæmt bókhaldi Garðabæjar nema viðskipti bæjarins og Nýherja á sama tímabili um 50 mkr., er þar um að ræða kaup á tölvubúnaði og ýmiskonar annarri þjónustu svo sem hýsingu og greiðslum fyrir hugbúnaðarleyfi. Í þeim tilvikum sem um er að ræða kaup á tölvubúnaði byggja verð á fyrri tilboðum og í öðrum tilvikum er ljóst að um er að ræða viðskipti sem eru langt undir viðmiðunarfjárhæðum samkvæmt reglum um opinber innkaup. Á sama tímabili námu viðskipti Garðabæjar við samkeppnisaðila Nýherja á markaði um 175 mkr. Í grein Fréttablaðsins er vísað til samninga og greiðslna Garðabæjar samkvæmt kaupleigusamningum en þar er um að ræða fjármögnunarsamninga við IBM í Danmörku í tengslum við tölvukaup hjá Nýherja á árunum fyrir 2008 sem gerð voru með þeim hætti sem áður er nefnt að leitað var tilboða hjá stærstu fyrirtækum í tölvu og hugbúnaðargeiranum á Íslandi. Slíkir samningar bera vexti og í einhverjum tilvikum eru þeir háðir gengi sem var óhagstætt á árunum 2007 til 2010. Það er því rangt að vísa til þeirra í þessu sambandi. Í ágúst 2010 var lagt fram í bæjarráði Garðabæjar svar við fyrirspurn Fólksins í bænum um viðskipti Garðabæjar við Nýherja á ofangreindu tímabili þar sem skýrt kemur fram að viðskiptin námu um 50,0 mkr. eins og áður segir (sjá fundagerð bæjarráðs 17. ágúst 2010). Garðabær hefur samþykkt innkaupareglur á grundvelli laga um opinber innkaup og þær byggja á því grundvallarsjónarmiði sem alltaf hefur verið haft til hliðsjónar í innkaupum á vegum Garðabæjar að tryggja hagkvæmni í rekstri bæjarins og auka samkeppni á almennum markaði. Góð rekstrarniðurstaða samkvæmt ársreikningum Garðabæjar um árabil staðfestir fyrirmyndar verklag við rekstur og stjórnun bæjarins. Rétt þykir að fram komi að við gerð ársreikninga Garðabæjar hafa endurskoðendur bæjarins ekki gert athugasemdir við aðferðir bæjarins við innkaup á tölvubúnaði.“ Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Garðabær samdi við Nýherja án útboðs Garðabær gerði fjölda samninga við Nýherja á síðasta kjörtímabili fyrir á annað hundrað milljóna króna. Samningarnir voru gerðir án útboðs. Þáverandi oddviti var framkvæmdastjóri hjá Nýherja. Innkaupareglur settar þremur árum of seint. 30. maí 2014 07:15 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Gunnar Einarsson hefur sent frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu vegna fréttar sem birtist í Fréttablaðinu í morgun um innkaup Garðabæjar á tölvubúnaði án útboðs: „Í öllum tilvikum sem Garðabær hefur viðhaft magninnkaup á tölvubúnaði hafa þau verið gerð á grundvelli tilboða sem fengin hafa verið hjá stærstu söluaðilum tölvubúnaðar á Íslandi. Garðabær hefur því ávallt haft að leiðarljósi meginreglur laga um opinber innkaup að gæta hagkvæmni og gera samanburð milli fyrirtækja á viðkomandi markaði. Í öllum tilvikum sem fram fara magninnkaup á tölvum hjá Garðabæ er það tölvudeild bæjarins sem hefur umsjón með öflun tilboða og gerir tillögur um endanleg kaup. Í Fréttablaðinu í dag er því haldið fram að Garðabær hafi gert samninga við Nýherja um tölvukaup o.fl. að fjárhæð 120,0 mkr á kjörtímabilinu 2006 - 2010. Samkvæmt bókhaldi Garðabæjar nema viðskipti bæjarins og Nýherja á sama tímabili um 50 mkr., er þar um að ræða kaup á tölvubúnaði og ýmiskonar annarri þjónustu svo sem hýsingu og greiðslum fyrir hugbúnaðarleyfi. Í þeim tilvikum sem um er að ræða kaup á tölvubúnaði byggja verð á fyrri tilboðum og í öðrum tilvikum er ljóst að um er að ræða viðskipti sem eru langt undir viðmiðunarfjárhæðum samkvæmt reglum um opinber innkaup. Á sama tímabili námu viðskipti Garðabæjar við samkeppnisaðila Nýherja á markaði um 175 mkr. Í grein Fréttablaðsins er vísað til samninga og greiðslna Garðabæjar samkvæmt kaupleigusamningum en þar er um að ræða fjármögnunarsamninga við IBM í Danmörku í tengslum við tölvukaup hjá Nýherja á árunum fyrir 2008 sem gerð voru með þeim hætti sem áður er nefnt að leitað var tilboða hjá stærstu fyrirtækum í tölvu og hugbúnaðargeiranum á Íslandi. Slíkir samningar bera vexti og í einhverjum tilvikum eru þeir háðir gengi sem var óhagstætt á árunum 2007 til 2010. Það er því rangt að vísa til þeirra í þessu sambandi. Í ágúst 2010 var lagt fram í bæjarráði Garðabæjar svar við fyrirspurn Fólksins í bænum um viðskipti Garðabæjar við Nýherja á ofangreindu tímabili þar sem skýrt kemur fram að viðskiptin námu um 50,0 mkr. eins og áður segir (sjá fundagerð bæjarráðs 17. ágúst 2010). Garðabær hefur samþykkt innkaupareglur á grundvelli laga um opinber innkaup og þær byggja á því grundvallarsjónarmiði sem alltaf hefur verið haft til hliðsjónar í innkaupum á vegum Garðabæjar að tryggja hagkvæmni í rekstri bæjarins og auka samkeppni á almennum markaði. Góð rekstrarniðurstaða samkvæmt ársreikningum Garðabæjar um árabil staðfestir fyrirmyndar verklag við rekstur og stjórnun bæjarins. Rétt þykir að fram komi að við gerð ársreikninga Garðabæjar hafa endurskoðendur bæjarins ekki gert athugasemdir við aðferðir bæjarins við innkaup á tölvubúnaði.“
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Garðabær samdi við Nýherja án útboðs Garðabær gerði fjölda samninga við Nýherja á síðasta kjörtímabili fyrir á annað hundrað milljóna króna. Samningarnir voru gerðir án útboðs. Þáverandi oddviti var framkvæmdastjóri hjá Nýherja. Innkaupareglur settar þremur árum of seint. 30. maí 2014 07:15 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Garðabær samdi við Nýherja án útboðs Garðabær gerði fjölda samninga við Nýherja á síðasta kjörtímabili fyrir á annað hundrað milljóna króna. Samningarnir voru gerðir án útboðs. Þáverandi oddviti var framkvæmdastjóri hjá Nýherja. Innkaupareglur settar þremur árum of seint. 30. maí 2014 07:15