Mat sérstaks saksóknara rangt – dómarnir áfall Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 6. júní 2014 10:06 Kristín Edwald, hæstaréttarlögmaður, gagnrýnir embætti sérstaks saksóknara í kjölfar dómsuppkvaðningar í Aurum-málinu svokallaða. Dómur var kveðinn upp í málinu í gær. Eins og kunnugt er voru allir ákærðu sýknaðir. „Dómarnir hljóta að vera áfall fyrir embætti sérstaks saksóknara. Það á ekki að gefa út ákæru í máli nema saksóknari, eða sá sem gefur út ákæruna, telji að það sem fram sé komið sé nægjanlegt og líklegt til sakfellis,“ segir Kristín. „Af þessum dómur tveimur verður ráðið, og það verður glöggt ráðið af þeim,“ ítrekar hún, „að það mat sérstaks saksóknara hafi verið rangt í þessum málum.“ Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, var ekki viðstaddur dómsuppkvaðningarnar í gær þar sem hann var erlendis en Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari hjá embættinu, segir að ákæruvaldið muni nú leggjast yfir dómana og taka ákvörðun um hvort að niðurstöðunum verði áfrýjað til Hæstaréttar. „Þetta var ekki það sem var lagt upp með þannig að við getum ekki tjáð okkur um það,“ segir Arnþrúður. „En þetta er ekki það sem við fórum af stað með í málunum.“ Hún segir matið í þessum málum ekki hafa verið öðruvísi en gengur og gerist í sakamálum almennt. „Við vissulega tökum bara það mat sem er gert í öðrum sakamálum hvort það sé líklegt til sakfellis. Þess vegna förum við af stað með þau, í þessum tilvikum eru niðurstöðurnar ekki í samræmi við þetta mat.“ Í málinu voru þeir Lárus Welding, Jón Ásgeir Jóhannesson, fjárfestir, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson, sem báðir voru starfsmenn Glitnis, ákærðir fyrir umboðssvik vegna sex milljarða króna láns sem Glitnir veitti félaginu FS38 ehf. sem var í eigu Pálma Haraldssonar, vegna kaupa á félaginu Aurum Holdings Ltd. Einn þriggja dómara skilaði sérákvæði og taldi að sakfella ætti Lárus, Magnús Arnar og Jón Ásgeir fyrir umboðssvik og hlutdeild í þeim. Aurum Holding málið Tengdar fréttir Segja Jón Ásgeir ætla aftur á smásölumarkað í Bretlandi Heimildarmaður Telegraph segir að endurkoma Jóns Ásgeirs í Bretlandi kæmi ekki á óvart. 5. júní 2014 22:57 Allir sýknaðir í Aurum-málinu Dómsuppsaga í Aurum-málinu var í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur en allir ákærðu voru sýknaðir. Ríkið þarf að greiða verjendunum samtals um 45 milljónir í lögmannskostnað vegna málsins. 5. júní 2014 09:35 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Kristín Edwald, hæstaréttarlögmaður, gagnrýnir embætti sérstaks saksóknara í kjölfar dómsuppkvaðningar í Aurum-málinu svokallaða. Dómur var kveðinn upp í málinu í gær. Eins og kunnugt er voru allir ákærðu sýknaðir. „Dómarnir hljóta að vera áfall fyrir embætti sérstaks saksóknara. Það á ekki að gefa út ákæru í máli nema saksóknari, eða sá sem gefur út ákæruna, telji að það sem fram sé komið sé nægjanlegt og líklegt til sakfellis,“ segir Kristín. „Af þessum dómur tveimur verður ráðið, og það verður glöggt ráðið af þeim,“ ítrekar hún, „að það mat sérstaks saksóknara hafi verið rangt í þessum málum.“ Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, var ekki viðstaddur dómsuppkvaðningarnar í gær þar sem hann var erlendis en Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari hjá embættinu, segir að ákæruvaldið muni nú leggjast yfir dómana og taka ákvörðun um hvort að niðurstöðunum verði áfrýjað til Hæstaréttar. „Þetta var ekki það sem var lagt upp með þannig að við getum ekki tjáð okkur um það,“ segir Arnþrúður. „En þetta er ekki það sem við fórum af stað með í málunum.“ Hún segir matið í þessum málum ekki hafa verið öðruvísi en gengur og gerist í sakamálum almennt. „Við vissulega tökum bara það mat sem er gert í öðrum sakamálum hvort það sé líklegt til sakfellis. Þess vegna förum við af stað með þau, í þessum tilvikum eru niðurstöðurnar ekki í samræmi við þetta mat.“ Í málinu voru þeir Lárus Welding, Jón Ásgeir Jóhannesson, fjárfestir, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson, sem báðir voru starfsmenn Glitnis, ákærðir fyrir umboðssvik vegna sex milljarða króna láns sem Glitnir veitti félaginu FS38 ehf. sem var í eigu Pálma Haraldssonar, vegna kaupa á félaginu Aurum Holdings Ltd. Einn þriggja dómara skilaði sérákvæði og taldi að sakfella ætti Lárus, Magnús Arnar og Jón Ásgeir fyrir umboðssvik og hlutdeild í þeim.
Aurum Holding málið Tengdar fréttir Segja Jón Ásgeir ætla aftur á smásölumarkað í Bretlandi Heimildarmaður Telegraph segir að endurkoma Jóns Ásgeirs í Bretlandi kæmi ekki á óvart. 5. júní 2014 22:57 Allir sýknaðir í Aurum-málinu Dómsuppsaga í Aurum-málinu var í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur en allir ákærðu voru sýknaðir. Ríkið þarf að greiða verjendunum samtals um 45 milljónir í lögmannskostnað vegna málsins. 5. júní 2014 09:35 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Segja Jón Ásgeir ætla aftur á smásölumarkað í Bretlandi Heimildarmaður Telegraph segir að endurkoma Jóns Ásgeirs í Bretlandi kæmi ekki á óvart. 5. júní 2014 22:57
Allir sýknaðir í Aurum-málinu Dómsuppsaga í Aurum-málinu var í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur en allir ákærðu voru sýknaðir. Ríkið þarf að greiða verjendunum samtals um 45 milljónir í lögmannskostnað vegna málsins. 5. júní 2014 09:35