Sakar Ármann um að ganga á bak orða sinna Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 2. júní 2014 19:48 Birkir Jón Jónsson, oddviti Framsóknarflokksins í Kópavogi, segir að hann og Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins, hafi handsalað það fyrir kosningar að flokkarnir myndu ræða saman um myndun meirihluta í bæjarstjórn. Hann segir Ármann hafa haft samband við sig í gærkvöldi og tilkynnt að hann ætlaði í meirihlutaviðræður við Bjarta framtíð. „Það var einfaldlega handsalað að myndi þessi meirihluti halda velli, að þá myndum við ræða saman eftir kosningar. Ég get ekkert neitað því að þetta kom mér nokkuð á óvart.“ Birkir segir Ármann ekki hafa gefið upp neina ástæðu. „Ekkert aðra en þá að það hefði verið niðurstaðan að hefja viðræður við Bjarta framtíð.“Því er haldið fram að þú hafir gert kröfu um bæjarstjórastólinn og helming í nefndum, er það rétt? „Ég var að heyra þessa sögu í dag og þetta er alrangt. Í fyrsta lagi fóru engar viðræður fram og ég veit ekki hvaðan þessi saga er sprottin.“Þannig að þú gerðir ekki kröfu um bæjarstjórastólinn í Kópavogi? „Af og frá.“ Ekki náðist í Ármann Kr. Ólafsson í dag, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Í Hafnarfirði hafa í dag staðið yfir þreifingar milli allra flokka. Guðlaug Kristjánsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði, segist hafa rætt við oddvita allra flokka í dag. „Við erum að ræða áherslur og mögulega samstarfsfleti. Við hjá Bjartri framtíð viljum sjá breiða samstöðu milli allra flokka. Við erum bara að kanna hvað við komumst langt í því.“ „Það er fullt af möguleikum í stöðunni. Það eru líka alveg möguleikar að fara framhjá okkur og stofna aðra meirihluta.“ Telur þú líklegt að þið hefjið meirihlutaviðræður við Sjálfstæðisflokkinn á morgun? „Ég held að við þurfum að þoka okkur inn í svona meiri samstarfsbrautir, með þeim eða öðrum. Það dregur til tíðinda á morgun hugsa ég.“ Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Birkir Jón Jónsson, oddviti Framsóknarflokksins í Kópavogi, segir að hann og Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins, hafi handsalað það fyrir kosningar að flokkarnir myndu ræða saman um myndun meirihluta í bæjarstjórn. Hann segir Ármann hafa haft samband við sig í gærkvöldi og tilkynnt að hann ætlaði í meirihlutaviðræður við Bjarta framtíð. „Það var einfaldlega handsalað að myndi þessi meirihluti halda velli, að þá myndum við ræða saman eftir kosningar. Ég get ekkert neitað því að þetta kom mér nokkuð á óvart.“ Birkir segir Ármann ekki hafa gefið upp neina ástæðu. „Ekkert aðra en þá að það hefði verið niðurstaðan að hefja viðræður við Bjarta framtíð.“Því er haldið fram að þú hafir gert kröfu um bæjarstjórastólinn og helming í nefndum, er það rétt? „Ég var að heyra þessa sögu í dag og þetta er alrangt. Í fyrsta lagi fóru engar viðræður fram og ég veit ekki hvaðan þessi saga er sprottin.“Þannig að þú gerðir ekki kröfu um bæjarstjórastólinn í Kópavogi? „Af og frá.“ Ekki náðist í Ármann Kr. Ólafsson í dag, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Í Hafnarfirði hafa í dag staðið yfir þreifingar milli allra flokka. Guðlaug Kristjánsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði, segist hafa rætt við oddvita allra flokka í dag. „Við erum að ræða áherslur og mögulega samstarfsfleti. Við hjá Bjartri framtíð viljum sjá breiða samstöðu milli allra flokka. Við erum bara að kanna hvað við komumst langt í því.“ „Það er fullt af möguleikum í stöðunni. Það eru líka alveg möguleikar að fara framhjá okkur og stofna aðra meirihluta.“ Telur þú líklegt að þið hefjið meirihlutaviðræður við Sjálfstæðisflokkinn á morgun? „Ég held að við þurfum að þoka okkur inn í svona meiri samstarfsbrautir, með þeim eða öðrum. Það dregur til tíðinda á morgun hugsa ég.“
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira