Sakar Ármann um að ganga á bak orða sinna Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 2. júní 2014 19:48 Birkir Jón Jónsson, oddviti Framsóknarflokksins í Kópavogi, segir að hann og Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins, hafi handsalað það fyrir kosningar að flokkarnir myndu ræða saman um myndun meirihluta í bæjarstjórn. Hann segir Ármann hafa haft samband við sig í gærkvöldi og tilkynnt að hann ætlaði í meirihlutaviðræður við Bjarta framtíð. „Það var einfaldlega handsalað að myndi þessi meirihluti halda velli, að þá myndum við ræða saman eftir kosningar. Ég get ekkert neitað því að þetta kom mér nokkuð á óvart.“ Birkir segir Ármann ekki hafa gefið upp neina ástæðu. „Ekkert aðra en þá að það hefði verið niðurstaðan að hefja viðræður við Bjarta framtíð.“Því er haldið fram að þú hafir gert kröfu um bæjarstjórastólinn og helming í nefndum, er það rétt? „Ég var að heyra þessa sögu í dag og þetta er alrangt. Í fyrsta lagi fóru engar viðræður fram og ég veit ekki hvaðan þessi saga er sprottin.“Þannig að þú gerðir ekki kröfu um bæjarstjórastólinn í Kópavogi? „Af og frá.“ Ekki náðist í Ármann Kr. Ólafsson í dag, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Í Hafnarfirði hafa í dag staðið yfir þreifingar milli allra flokka. Guðlaug Kristjánsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði, segist hafa rætt við oddvita allra flokka í dag. „Við erum að ræða áherslur og mögulega samstarfsfleti. Við hjá Bjartri framtíð viljum sjá breiða samstöðu milli allra flokka. Við erum bara að kanna hvað við komumst langt í því.“ „Það er fullt af möguleikum í stöðunni. Það eru líka alveg möguleikar að fara framhjá okkur og stofna aðra meirihluta.“ Telur þú líklegt að þið hefjið meirihlutaviðræður við Sjálfstæðisflokkinn á morgun? „Ég held að við þurfum að þoka okkur inn í svona meiri samstarfsbrautir, með þeim eða öðrum. Það dregur til tíðinda á morgun hugsa ég.“ Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið Sjá meira
Birkir Jón Jónsson, oddviti Framsóknarflokksins í Kópavogi, segir að hann og Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins, hafi handsalað það fyrir kosningar að flokkarnir myndu ræða saman um myndun meirihluta í bæjarstjórn. Hann segir Ármann hafa haft samband við sig í gærkvöldi og tilkynnt að hann ætlaði í meirihlutaviðræður við Bjarta framtíð. „Það var einfaldlega handsalað að myndi þessi meirihluti halda velli, að þá myndum við ræða saman eftir kosningar. Ég get ekkert neitað því að þetta kom mér nokkuð á óvart.“ Birkir segir Ármann ekki hafa gefið upp neina ástæðu. „Ekkert aðra en þá að það hefði verið niðurstaðan að hefja viðræður við Bjarta framtíð.“Því er haldið fram að þú hafir gert kröfu um bæjarstjórastólinn og helming í nefndum, er það rétt? „Ég var að heyra þessa sögu í dag og þetta er alrangt. Í fyrsta lagi fóru engar viðræður fram og ég veit ekki hvaðan þessi saga er sprottin.“Þannig að þú gerðir ekki kröfu um bæjarstjórastólinn í Kópavogi? „Af og frá.“ Ekki náðist í Ármann Kr. Ólafsson í dag, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Í Hafnarfirði hafa í dag staðið yfir þreifingar milli allra flokka. Guðlaug Kristjánsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði, segist hafa rætt við oddvita allra flokka í dag. „Við erum að ræða áherslur og mögulega samstarfsfleti. Við hjá Bjartri framtíð viljum sjá breiða samstöðu milli allra flokka. Við erum bara að kanna hvað við komumst langt í því.“ „Það er fullt af möguleikum í stöðunni. Það eru líka alveg möguleikar að fara framhjá okkur og stofna aðra meirihluta.“ Telur þú líklegt að þið hefjið meirihlutaviðræður við Sjálfstæðisflokkinn á morgun? „Ég held að við þurfum að þoka okkur inn í svona meiri samstarfsbrautir, með þeim eða öðrum. Það dregur til tíðinda á morgun hugsa ég.“
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið Sjá meira