Aron: Starfið passar vel með landsliðinu 19. júní 2014 13:30 Aron Kristjánsson verður áfram landsliðsþjálfari. Vísir/getty „Ákvörðunin var endanlega tekin í síðustu viku en svo var þetta formlega klárað í dag,“ segir AronKristjánsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, í viðtali við Vísi en hann gekk frá þriggja ára samningi við danska liðið KIF Kolding í dag sem hann gerði að meisturum í vor. Aron var kynntur til sögunnar á blaðamannafundi í dag ásamt aðstoðarþjálfurum sínum, Henrik Kronborg og BilalSunam, sem stýra liðinu á sitthvorum staðnum. KIF æfir í Kaupmannahöfn annars vegar og Kolding hinsvegar.Jens Boesen, framkvæmdastjóri KIF Kolding, fór mikinn á blaðamannafundinum og hélt hálftíma einræðu áður en nokkur maður komst að. Hann kynnti nýja styrktaraðila, nýja þjálfara, nýja leikmenn og kvaddi þá sem hverfa nú á braut frá liðinu. „Þetta var hans dagur. Það er hefð hjá honum að vera með svona blaðamannafund einu sinni á ári. Hann tilkynnir ekki neitt fyrr en á þessum fundi. Það er bara gaman að þessu,“ segir Aron við Vísi. Aron var ráðinn þjálfari KIF Kolding tímabundið í febrúar þegar þáverandi þjálfari þess veiktist. Árangurinn var framúrskarandi en hann gerði það að tvöföldum meisturum í Danmörku. Eðlilega vildi liðið halda honum lengur og hefur tilboð verið lengi á borðinu.Vill halda áfram með landsliðið „Ég er mjög spenntur fyrir þessu. Þetta er flottur klúbbur sem mér finnst passa vel með þjálfun landsliðsins. Ég hef áhuga á að halda áfram með landsliðið þó samningurinn renni út í apríl á næsta ári. Það hefur verið umræða innan sambandsins um að framlengja hann,“ segir Aron sem hefur ekki áhyggjur af því að nýja starfið trufli hann við þjálfun íslenska landsliðsins. „Eftir að hafa verið þarna í nokkra mánuði finnst mér þetta passa vel saman. Ég er með sterka aðstoðarþjálfara á sitthvorum staðnum sem er hægt að nýta. Ég fann það alveg þegar ég kom heim, þrátt fyrir að hafa farið alla leið í mótunum í Danmörku og unnið báða titlana, að ég var ferskur,“ segir Aron. Undirbúningur KIF Kolding hefst 22. júlí og vonast Aron til að stjörnuleikmenn liðsins á borð við Kim Anderson og LasseBoesen verði orðnir heilir af meiðslum sínum en Aron vann titlana án þeirra sem og fleiri sterkra leikmanna sem einnig voru frá vegna meiðsla. Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Aron gerði þriggja ára samning við Kolding Landsliðsþjálfarinn var kynntur til leiks hjá danska meistaraliðinu. 19. júní 2014 10:48 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Fleiri fréttir Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Sjá meira
„Ákvörðunin var endanlega tekin í síðustu viku en svo var þetta formlega klárað í dag,“ segir AronKristjánsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, í viðtali við Vísi en hann gekk frá þriggja ára samningi við danska liðið KIF Kolding í dag sem hann gerði að meisturum í vor. Aron var kynntur til sögunnar á blaðamannafundi í dag ásamt aðstoðarþjálfurum sínum, Henrik Kronborg og BilalSunam, sem stýra liðinu á sitthvorum staðnum. KIF æfir í Kaupmannahöfn annars vegar og Kolding hinsvegar.Jens Boesen, framkvæmdastjóri KIF Kolding, fór mikinn á blaðamannafundinum og hélt hálftíma einræðu áður en nokkur maður komst að. Hann kynnti nýja styrktaraðila, nýja þjálfara, nýja leikmenn og kvaddi þá sem hverfa nú á braut frá liðinu. „Þetta var hans dagur. Það er hefð hjá honum að vera með svona blaðamannafund einu sinni á ári. Hann tilkynnir ekki neitt fyrr en á þessum fundi. Það er bara gaman að þessu,“ segir Aron við Vísi. Aron var ráðinn þjálfari KIF Kolding tímabundið í febrúar þegar þáverandi þjálfari þess veiktist. Árangurinn var framúrskarandi en hann gerði það að tvöföldum meisturum í Danmörku. Eðlilega vildi liðið halda honum lengur og hefur tilboð verið lengi á borðinu.Vill halda áfram með landsliðið „Ég er mjög spenntur fyrir þessu. Þetta er flottur klúbbur sem mér finnst passa vel með þjálfun landsliðsins. Ég hef áhuga á að halda áfram með landsliðið þó samningurinn renni út í apríl á næsta ári. Það hefur verið umræða innan sambandsins um að framlengja hann,“ segir Aron sem hefur ekki áhyggjur af því að nýja starfið trufli hann við þjálfun íslenska landsliðsins. „Eftir að hafa verið þarna í nokkra mánuði finnst mér þetta passa vel saman. Ég er með sterka aðstoðarþjálfara á sitthvorum staðnum sem er hægt að nýta. Ég fann það alveg þegar ég kom heim, þrátt fyrir að hafa farið alla leið í mótunum í Danmörku og unnið báða titlana, að ég var ferskur,“ segir Aron. Undirbúningur KIF Kolding hefst 22. júlí og vonast Aron til að stjörnuleikmenn liðsins á borð við Kim Anderson og LasseBoesen verði orðnir heilir af meiðslum sínum en Aron vann titlana án þeirra sem og fleiri sterkra leikmanna sem einnig voru frá vegna meiðsla.
Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Aron gerði þriggja ára samning við Kolding Landsliðsþjálfarinn var kynntur til leiks hjá danska meistaraliðinu. 19. júní 2014 10:48 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Fleiri fréttir Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Sjá meira
Aron gerði þriggja ára samning við Kolding Landsliðsþjálfarinn var kynntur til leiks hjá danska meistaraliðinu. 19. júní 2014 10:48