Fer Embiid sömu leið og Yao Ming? Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 22. júní 2014 06:00 Embiid um það bil að troða yfir andstæðing í háskólakörfuboltanum vísir/afp Fyrir fáum dögum síðan var talið líklegt að Cleveland Cavaliers myndi velja Joel Embiid fyrstan í nýliðavali NBA körfuboltans í Bandaríkjunum í næstu viku. Það hefur breyst. Embiid þykir eitt allra mesta efnið í öflugum hópi leikmanna sem gefa kost á sér í nýliðavali NBA í ár. Hann er 213 sentimetrar á hæð og þykir mjög hæfileikaríkur en efasemdir eru um það hvort hann geti haldist á vellinum. Rúmri um viku fyrir nýliðavalið varð Embiid fyrir því áfalli að brjóta bein í hægri fæti, sama bein og þvingaði Yao Ming og Bill Walton til að hætta körfuknattleik langt fyrir aldur fram. Í fyrstu var talið að Embiid myndi missa af öllu nýliðatímabili sínu en Arn Tellem umboðsmaður Embiid segir uppskurðinn í gær hafa gengið vel og að hann ætti að vera klár í slaginn í NBA eftir fjóra til sex mánuði en með hvaða liði? Nýliðavalið í ár er álitið mjög ríkt af hæfileikaríkum leikmönnum sem hafa alla burði til að ná langt. Embiid þótti tróna á toppnum þar ásamt Jabari Parker og Andrew Wiggins. Vegna meiðslanna er talið að Embiid gæti endað hjá föllnu stórveldunum Boston Celtics sem á sjötta valrétt eða Los Angeles Lakers sem á sjöunda valrétt. Þori þau á annað borð að taka áhættuna. Hvar leikmaðurinn hávaxni endar uppi mun koma í ljós á fimmtudaginn en ljóst er að meiðsli hans setja spennandi nýliðaval í enn frekari óvissu. Svo á eftir að koma í ljós hvort þessi efnilegi leikmaður nái að setja mark sitt á þessa skemmtilegu og sterku körfuboltadeild. NBA Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjá meira
Fyrir fáum dögum síðan var talið líklegt að Cleveland Cavaliers myndi velja Joel Embiid fyrstan í nýliðavali NBA körfuboltans í Bandaríkjunum í næstu viku. Það hefur breyst. Embiid þykir eitt allra mesta efnið í öflugum hópi leikmanna sem gefa kost á sér í nýliðavali NBA í ár. Hann er 213 sentimetrar á hæð og þykir mjög hæfileikaríkur en efasemdir eru um það hvort hann geti haldist á vellinum. Rúmri um viku fyrir nýliðavalið varð Embiid fyrir því áfalli að brjóta bein í hægri fæti, sama bein og þvingaði Yao Ming og Bill Walton til að hætta körfuknattleik langt fyrir aldur fram. Í fyrstu var talið að Embiid myndi missa af öllu nýliðatímabili sínu en Arn Tellem umboðsmaður Embiid segir uppskurðinn í gær hafa gengið vel og að hann ætti að vera klár í slaginn í NBA eftir fjóra til sex mánuði en með hvaða liði? Nýliðavalið í ár er álitið mjög ríkt af hæfileikaríkum leikmönnum sem hafa alla burði til að ná langt. Embiid þótti tróna á toppnum þar ásamt Jabari Parker og Andrew Wiggins. Vegna meiðslanna er talið að Embiid gæti endað hjá föllnu stórveldunum Boston Celtics sem á sjötta valrétt eða Los Angeles Lakers sem á sjöunda valrétt. Þori þau á annað borð að taka áhættuna. Hvar leikmaðurinn hávaxni endar uppi mun koma í ljós á fimmtudaginn en ljóst er að meiðsli hans setja spennandi nýliðaval í enn frekari óvissu. Svo á eftir að koma í ljós hvort þessi efnilegi leikmaður nái að setja mark sitt á þessa skemmtilegu og sterku körfuboltadeild.
NBA Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjá meira