Eyþór öflugur á motocrossmóti á Akureyri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júní 2014 21:00 Myndir/motosport.is Eyþór Reynisson vann tvo flokka á Íslandsmeistaramótinu í motocrossi sem fór fram á aksturssvæði KKA á Akureyri um helgina. Eyþór Reynisson vann báða karlaflokkana, MX2 og MX Open, en Aníta Hauksdóttir vann kvennaflokkinn. Elmar Darri Vilhelmsson vann yngsta flokkinn og Hlynur Örn Hrafnkelsson vann nokkuð öruggan sigur í flokki 14 til 18 ára. Hér fyrir neðan má sjá texta um keppnina sem og nokkra myndir frá keppninni á Akureyri.Myndir/motosport.isKvennaflokkur: Aníta Hauksdóttir stóð uppi sem sigurvegari dagsins í kvennaflokki eftir jafnan og góðan akstur. Hennar helsti keppinautur, Brynja Hlíf Hjaltadóttir, gerði afdrífarík mistök í fyrra moto-inu og datt í þrígang sem gerðu út um allar vonir hennar um að endurtaka leikinn frá síðustu keppni. Fyrir vikið varð Brynja að sætta sig við þriðja sætið en Gyða Dögg Heiðarsdóttir varð önnur á eftir Anítu. Aníta Hauksdóttir leiðir stigakeppni ökumanna eftir helgina og er með 4 stiga forskot á Brynju Hlíf Hjaltadóttir en hér fyrir neðan má sjá stigatöflu ökumanna í kvennaflokknum.Myndir/motosport.isFlokkur 10 til 14 ára: Elmar Darri Vilhelmsson vann eftir mikla baráttu við Víðir Tristan Víðisson. Víðir Tristan varð fyrir því óhappi að hjólið hans bilaði í fyrra moto-inu í hita leiksins og fékk hann því engin stig út úr því sem setti hann niður í níunda sæti eftir daginn. Í seinna moto-inu varð þetta nánast endurtekning fyrir utan að hjólið hans Víðis Tristans hélst í lagi. Andri Snær Baldursson naut góðs af vélarbilun Víðis og varð annar eftir daginn og Axel Orri Arnarsson varð þriðji. Elmar Darri leiðir stigakeppni ökumanna með 24 stiga forskot á næsta mann sem er Axel Orri Arnarsson.Myndir/motosport.isFlokkur 14 til 18 ára: Hlynur Örn Hrafnkelsson vann nokkuð örugglega eftir jafnan og góðan akstur. Hlynur Örn náði fljótlega forystu sem hann lét aldrei af hendi og var í raun aldrei ógnað að ráði. Á meðan var mikil barátta um annað til þriðja sætið og áttust þeir við Óliver Örn Sverrisson og Oddur Jarl Haraldsson. Óliver Örn Sverrisson hafði betur í baráttunni um annað sætið við Odd. Óliver Örn Sverrisson leiðir stigakeppni ökumanna til Íslandsmeistara og er hann með 18 stiga forskot á næsta keppinaut sem er Oddur Jarl Haraldsson.Myndir/motosport.isMX2 flokkur: Eyþór Reynisson sigraði með nokkrum yfirburðum og í raun ógnaði engin ökumaður honum í þessum flokki. Eyþór er í algjörum sérflokki hvað þennan flokk varðar og fátt sem bendir til þess að nokkur ökumaður geti ógnað honum í sumar. Guðbjartur Magnússon varð í öðru sæti eftir daginn og heimamaðurinn Einar Sigurðsson varð þriðji eftir góðan akstur. Það þarf vart að taka það fram að Eyþór Reynisson leiðir stigakeppni ökumanna með fullu húsi stiga en Guðbjartur Magnússon er næstur, tólf stigum á eftir Eyþóri.MX Open flokkur: Eyþór Reynisson sigraði einnig í MX Open en hann mátti hafa meira fyrir þessu í þessum flokki en í MX2 og var gaman að fylgjast með honum þræða í gegnum ökumenn á leið sinni til sigurs. En MX2 og MX Open er keyrðir saman og eru þeir sem eru skráðir í MX2 (sem er miðaður við hámarks vélarstærð 250cc) sjálfkrafa þátttakendur í MX Open. Sölvi Borgar Sveinsson varð annar eftir daginn og var að keyra feyki vel, sérstaklega í síðari moto-inu þar sem hann leiddi fyrstu fjóra hringina en gaf eftir gagnvart Eyþóri sem var í algjörum sér flokki. Aron Ómarsson varð þriðji eftir daginn en þessi fyrrverandi Íslandsmeistari í MX Open sem hefur nýhafið keppni aftur þarf að vinna í úthaldinu hjá sér til að eiga við Eyþór og Sölva. Hefur hraðann en springur á úthaldinu þegar á líður. Eyþór Reynisson leiðir stigakeppni ökumanna til Íslandsmeistara og er hann með 16 stiga forskort á Sölva Borgar Sveinsson sem er í öðru sæti.Myndir/motosport.isMyndir/motosport.isMyndir/motosport.isMyndir/motosport.is Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Íslenski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leo vann brons í Svíþjóð Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Sjá meira
Eyþór Reynisson vann tvo flokka á Íslandsmeistaramótinu í motocrossi sem fór fram á aksturssvæði KKA á Akureyri um helgina. Eyþór Reynisson vann báða karlaflokkana, MX2 og MX Open, en Aníta Hauksdóttir vann kvennaflokkinn. Elmar Darri Vilhelmsson vann yngsta flokkinn og Hlynur Örn Hrafnkelsson vann nokkuð öruggan sigur í flokki 14 til 18 ára. Hér fyrir neðan má sjá texta um keppnina sem og nokkra myndir frá keppninni á Akureyri.Myndir/motosport.isKvennaflokkur: Aníta Hauksdóttir stóð uppi sem sigurvegari dagsins í kvennaflokki eftir jafnan og góðan akstur. Hennar helsti keppinautur, Brynja Hlíf Hjaltadóttir, gerði afdrífarík mistök í fyrra moto-inu og datt í þrígang sem gerðu út um allar vonir hennar um að endurtaka leikinn frá síðustu keppni. Fyrir vikið varð Brynja að sætta sig við þriðja sætið en Gyða Dögg Heiðarsdóttir varð önnur á eftir Anítu. Aníta Hauksdóttir leiðir stigakeppni ökumanna eftir helgina og er með 4 stiga forskot á Brynju Hlíf Hjaltadóttir en hér fyrir neðan má sjá stigatöflu ökumanna í kvennaflokknum.Myndir/motosport.isFlokkur 10 til 14 ára: Elmar Darri Vilhelmsson vann eftir mikla baráttu við Víðir Tristan Víðisson. Víðir Tristan varð fyrir því óhappi að hjólið hans bilaði í fyrra moto-inu í hita leiksins og fékk hann því engin stig út úr því sem setti hann niður í níunda sæti eftir daginn. Í seinna moto-inu varð þetta nánast endurtekning fyrir utan að hjólið hans Víðis Tristans hélst í lagi. Andri Snær Baldursson naut góðs af vélarbilun Víðis og varð annar eftir daginn og Axel Orri Arnarsson varð þriðji. Elmar Darri leiðir stigakeppni ökumanna með 24 stiga forskot á næsta mann sem er Axel Orri Arnarsson.Myndir/motosport.isFlokkur 14 til 18 ára: Hlynur Örn Hrafnkelsson vann nokkuð örugglega eftir jafnan og góðan akstur. Hlynur Örn náði fljótlega forystu sem hann lét aldrei af hendi og var í raun aldrei ógnað að ráði. Á meðan var mikil barátta um annað til þriðja sætið og áttust þeir við Óliver Örn Sverrisson og Oddur Jarl Haraldsson. Óliver Örn Sverrisson hafði betur í baráttunni um annað sætið við Odd. Óliver Örn Sverrisson leiðir stigakeppni ökumanna til Íslandsmeistara og er hann með 18 stiga forskot á næsta keppinaut sem er Oddur Jarl Haraldsson.Myndir/motosport.isMX2 flokkur: Eyþór Reynisson sigraði með nokkrum yfirburðum og í raun ógnaði engin ökumaður honum í þessum flokki. Eyþór er í algjörum sérflokki hvað þennan flokk varðar og fátt sem bendir til þess að nokkur ökumaður geti ógnað honum í sumar. Guðbjartur Magnússon varð í öðru sæti eftir daginn og heimamaðurinn Einar Sigurðsson varð þriðji eftir góðan akstur. Það þarf vart að taka það fram að Eyþór Reynisson leiðir stigakeppni ökumanna með fullu húsi stiga en Guðbjartur Magnússon er næstur, tólf stigum á eftir Eyþóri.MX Open flokkur: Eyþór Reynisson sigraði einnig í MX Open en hann mátti hafa meira fyrir þessu í þessum flokki en í MX2 og var gaman að fylgjast með honum þræða í gegnum ökumenn á leið sinni til sigurs. En MX2 og MX Open er keyrðir saman og eru þeir sem eru skráðir í MX2 (sem er miðaður við hámarks vélarstærð 250cc) sjálfkrafa þátttakendur í MX Open. Sölvi Borgar Sveinsson varð annar eftir daginn og var að keyra feyki vel, sérstaklega í síðari moto-inu þar sem hann leiddi fyrstu fjóra hringina en gaf eftir gagnvart Eyþóri sem var í algjörum sér flokki. Aron Ómarsson varð þriðji eftir daginn en þessi fyrrverandi Íslandsmeistari í MX Open sem hefur nýhafið keppni aftur þarf að vinna í úthaldinu hjá sér til að eiga við Eyþór og Sölva. Hefur hraðann en springur á úthaldinu þegar á líður. Eyþór Reynisson leiðir stigakeppni ökumanna til Íslandsmeistara og er hann með 16 stiga forskort á Sölva Borgar Sveinsson sem er í öðru sæti.Myndir/motosport.isMyndir/motosport.isMyndir/motosport.isMyndir/motosport.is
Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Íslenski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leo vann brons í Svíþjóð Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Sjá meira