Glæfraakstur á Landsmóti hestamanna: "Það lá við að þeir keyrðu yfir fólk“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. júlí 2014 21:00 Frá Landsmóti Hestamanna á Gaddstadaflötum við Hellu um liðna helgi. Vísir/Bjarni Þór Hættuástand skapaðist á Landsmóti hestamanna á Gaddstaðaflötum þegar keppendur mættu á stórum bílum með aftanívagna og virtu ekki umferðarreglur. Axel Ómarsson, framkvæmdastjóri mótsins, segir við Vísi að mjög snemma á mótinu, sem stóð yfir frá sunnudeginum 30. júní og lauk nú á sunnudaginn, hafi skapast mikil hætta. Allir gestir Landsmóts óku inn um aðalhlið til að komast inn á svæðið. Keppendur og aðstandendur þeirra óku svo í gegnum annað hlið til að koma hestakerrum sínum nær keppnissvæðinu. „Þar komu menn akandi á nokkurra tonna bíl og með annað eins aftan í. Óku langt yfir eðlilegum hraða, sinntu ekki stöðvunarskildu í aðgangshliðinu og voru nærri því að keyra yfir fólk,“ segir Axel. Um keppendur og/eða aðstandendur þeirra var að ræða. Gestir Landsmóts voru líklega í kringum eitt þúsund þegar þarna var komið við sögu Landsmóts. Áður en yfir lauk voru tíu þúsund gestir á mótinu sem náði hámarki um liðna helgi. Starfsmenn öryggisgæslu kvörtuðu yfir hegðun viðkomandi keppenda til mótsstjórnar mótsins sem brást skjótt við að sögn Axels. „Við tókum þetta föstum tökum,“ segir Axel. Lögreglan hafi verið fengin til að hraðamæla og öllum keppendum, sem óku inn á svæðið, hafi verið afhent viðvörun þess efnis að yrðu þeir uppvísir að óeðlilegu aksturslagi ættu þeir á hættu að missa keppnisrétt sinn á mótinu. Það hafi orðið til þess að bæta hegðun ökumanna. Axel bendir á að framkoma gesta á mótinu hafi upp til hópa verið til fyrirmyndar. Vissulega hafi þurft að vísa gestum af svæðinu sem ekki virtu umgengnisreglur en það verði ekki umflúið á jafnstórum samkomum og þessum. Fulltrúi lögreglu á Hvolsvelli tók undir orð framkvæmdastjórans um góða hegðun landsmótsgesta í samtali við Vísi á sunnudag. Axel segir mótsstjórnina hafa starfað vel með gæslu og lögreglu allan tímann. Var til að myndan athugað hvort ökumenn væru í ökuhæfi ástandi áður en þeir yfirgáfu Gaddstaðaflatir á sunnudeginum sem varð til þess að löng biðröð bíla myndaðist útaf keppnissvæðinu.Þessir gestir á mótinu höfðu það gott í brekkunni.Vísir/Bjarni ÞórÓttaðist um starfsfólk sitt Guðjón Ebbi Guðjónsson, umsjónarmaður gæslu á svæðinu fyrir hönd L&E ehf., segir að afhending viðvarana hafi verið væg aðgerð en tilefnið hafi verið ærið. „Aksturlagið var hættulegt fyrir starfsfólkið mitt, starfsfólk landsmóts og aðra gesti,“ segir Guðjón. Börn hafi verið á svæðinu þar sem dæmi voru um ofsaakstur. Þá hafi starfsfólk hans verið í hættu. Auk þess viðurkennir Guðjón Ebbi að upp hafi komið mál þar sem ekið hafi verið utan í starfsfólk mótsins þegar það skoðaði armbönd gesta er þeir keyrðu inn á svæðið. „Okkur Íslendingum liggur alltaf svo mikið á,“ segir Guðjón Ebbi. „Það sluppu allir við slys en það eru fleiri en eitt og tvö dæmi um að bílunum hafi nuddað utan í starfsmenn til að ryðjast áfram,“ segir hann. Ekki hafi endilega verið um viljaverk að ræða heldur hafi ákafinn verið of mikill. Lögregla hafi í kjölfarið sett upp hraðamerkingar á svæðinu en 15 km/klst var hámarkshraðinn. Eftir að keppendum hafi verið afhent viðvörun hafi hlutirnir gengið betur fyrir sig. „Þetta var stærsta málið sem við lentum í,“ segir Guðjón Ebbi ánægður með hvernig til tókst í liðinni viku. Hestar Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Hættuástand skapaðist á Landsmóti hestamanna á Gaddstaðaflötum þegar keppendur mættu á stórum bílum með aftanívagna og virtu ekki umferðarreglur. Axel Ómarsson, framkvæmdastjóri mótsins, segir við Vísi að mjög snemma á mótinu, sem stóð yfir frá sunnudeginum 30. júní og lauk nú á sunnudaginn, hafi skapast mikil hætta. Allir gestir Landsmóts óku inn um aðalhlið til að komast inn á svæðið. Keppendur og aðstandendur þeirra óku svo í gegnum annað hlið til að koma hestakerrum sínum nær keppnissvæðinu. „Þar komu menn akandi á nokkurra tonna bíl og með annað eins aftan í. Óku langt yfir eðlilegum hraða, sinntu ekki stöðvunarskildu í aðgangshliðinu og voru nærri því að keyra yfir fólk,“ segir Axel. Um keppendur og/eða aðstandendur þeirra var að ræða. Gestir Landsmóts voru líklega í kringum eitt þúsund þegar þarna var komið við sögu Landsmóts. Áður en yfir lauk voru tíu þúsund gestir á mótinu sem náði hámarki um liðna helgi. Starfsmenn öryggisgæslu kvörtuðu yfir hegðun viðkomandi keppenda til mótsstjórnar mótsins sem brást skjótt við að sögn Axels. „Við tókum þetta föstum tökum,“ segir Axel. Lögreglan hafi verið fengin til að hraðamæla og öllum keppendum, sem óku inn á svæðið, hafi verið afhent viðvörun þess efnis að yrðu þeir uppvísir að óeðlilegu aksturslagi ættu þeir á hættu að missa keppnisrétt sinn á mótinu. Það hafi orðið til þess að bæta hegðun ökumanna. Axel bendir á að framkoma gesta á mótinu hafi upp til hópa verið til fyrirmyndar. Vissulega hafi þurft að vísa gestum af svæðinu sem ekki virtu umgengnisreglur en það verði ekki umflúið á jafnstórum samkomum og þessum. Fulltrúi lögreglu á Hvolsvelli tók undir orð framkvæmdastjórans um góða hegðun landsmótsgesta í samtali við Vísi á sunnudag. Axel segir mótsstjórnina hafa starfað vel með gæslu og lögreglu allan tímann. Var til að myndan athugað hvort ökumenn væru í ökuhæfi ástandi áður en þeir yfirgáfu Gaddstaðaflatir á sunnudeginum sem varð til þess að löng biðröð bíla myndaðist útaf keppnissvæðinu.Þessir gestir á mótinu höfðu það gott í brekkunni.Vísir/Bjarni ÞórÓttaðist um starfsfólk sitt Guðjón Ebbi Guðjónsson, umsjónarmaður gæslu á svæðinu fyrir hönd L&E ehf., segir að afhending viðvarana hafi verið væg aðgerð en tilefnið hafi verið ærið. „Aksturlagið var hættulegt fyrir starfsfólkið mitt, starfsfólk landsmóts og aðra gesti,“ segir Guðjón. Börn hafi verið á svæðinu þar sem dæmi voru um ofsaakstur. Þá hafi starfsfólk hans verið í hættu. Auk þess viðurkennir Guðjón Ebbi að upp hafi komið mál þar sem ekið hafi verið utan í starfsfólk mótsins þegar það skoðaði armbönd gesta er þeir keyrðu inn á svæðið. „Okkur Íslendingum liggur alltaf svo mikið á,“ segir Guðjón Ebbi. „Það sluppu allir við slys en það eru fleiri en eitt og tvö dæmi um að bílunum hafi nuddað utan í starfsmenn til að ryðjast áfram,“ segir hann. Ekki hafi endilega verið um viljaverk að ræða heldur hafi ákafinn verið of mikill. Lögregla hafi í kjölfarið sett upp hraðamerkingar á svæðinu en 15 km/klst var hámarkshraðinn. Eftir að keppendum hafi verið afhent viðvörun hafi hlutirnir gengið betur fyrir sig. „Þetta var stærsta málið sem við lentum í,“ segir Guðjón Ebbi ánægður með hvernig til tókst í liðinni viku.
Hestar Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira