Djokovic í úrslit eftir harða baráttu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. júlí 2014 15:44 Vísir/Getty Novak Djokovic er kominn í úrslitaleik einliðaleiks karla á Wimbledon-mótinu í tennis eftir sigur á Grigor Dimitrov, 3-1, í fyrri undanúrslitaviðureign dagsins. Hann mætir annað hvort Roger Federer eða Milos Raonic í úrslitunum á sunnudag en sýnt er beint frá mótinu á Stöð 2 Sport. Djokovic þurfti að hafa mikið fyrir hlutunum í dag gegn hinum 23 ára Búlgara sem var að spila í undanúrslitum stórmóts í tennis í fyrsta sinn á ferlinum. Serbinn, sem er í öðru sæti heimslistans, vann fyrsta settið 6-4 og steig vart feilspor. Hann tók svo 3-1 forystu í öðru setti en þá vaknaði Dimitrov skyndilega til lífsins og sneri viðureigninni sér í vil með frábærri frammistöðu. Hann vann næstu fimm lotur í röð og settið, 6-3. Þriðja og fjórða sett voru æsispennandi og hvorugur gaf tommu eftir. Bráðabana þurfti í báðum settum og Djokovic vann það fyrra örugglega, 7-2. Dimitrov fékk alls fjögur tækifæri til að tryggja sér sigur í fjórða setti og þvinga þar með fram oddasett en alltaf átti Djokovic svar. Hann vann bráðabanann, 9-7, eftir að hafa lent 6-3 undir, og fagnaði afar góðum sigri. Dimitrov getur þó gengið stoltur frá viðureigninni en hann sló út ríkjandi meistara, heimamanninn Andy Murray, úr leik í fjórðungsúrslitum. Tennis Tengdar fréttir Federer vann svissneska stríðið Roger Federer er kominn í undanúrslit á Wimbledon-mótinu í tennis eftir sigur á landa sínum Stan Wawrinka í átta manna úrslitum í dag. Hann veit ekki hver mótherji hans verður fyrr en seinna í kvöld. 2. júlí 2014 17:30 Nítján ára Ástrali sló Nadal út á Wimbledon-mótinu Spánverjinn Rafael Nadal sem er efstur á heimslistanum í tennis er úr leik á Wimbledon-mótinu eftir tap á móti lítt þekktum Ástrala í kvöld. 1. júlí 2014 18:21 Murray úr leik á Wimbledon Meistarinn tapaði óvænt fyrir 23 ára Búlgara. 2. júlí 2014 14:42 Nadal-baninn ætlar sér á toppinn Nítján ára Ástrali vann Rafael Nadal í 16 manna úrslitum á Wimbledon í gær. 2. júlí 2014 09:00 Yfirburðirnir að taka enda? Novak Djokovic og Roger Federer eru komnir í undanúrslitin á Wimbledon-mótinu í tennis en landslagið á meðal þeirra bestu hefur verið að breytast. 4. júlí 2014 10:45 Nadal-baninn úr leik á Wimbledon-mótinu - Raonic í undanúrslit Ástralinn Nick Kyrgios náði ekki að fylgja eftir sigrinum á Rafael Nadal, efsta manni heimslistans, því þessi 19 ára strákur tapað í kvöld fyrir Kanadamanninum Milos Raonic í átta manna úrslitum á Wimbledon-mótinu í tennis. 2. júlí 2014 19:05 Djokovic lenti undir en vann Novak Djokovic, efsti maður heimslistans, er kominn áfram í undanúrslit Wimbledon-mótsins. 2. júlí 2014 16:19 Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Fleiri fréttir KR á toppinn Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Tryggvi og Sara best á árinu „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sjá meira
Novak Djokovic er kominn í úrslitaleik einliðaleiks karla á Wimbledon-mótinu í tennis eftir sigur á Grigor Dimitrov, 3-1, í fyrri undanúrslitaviðureign dagsins. Hann mætir annað hvort Roger Federer eða Milos Raonic í úrslitunum á sunnudag en sýnt er beint frá mótinu á Stöð 2 Sport. Djokovic þurfti að hafa mikið fyrir hlutunum í dag gegn hinum 23 ára Búlgara sem var að spila í undanúrslitum stórmóts í tennis í fyrsta sinn á ferlinum. Serbinn, sem er í öðru sæti heimslistans, vann fyrsta settið 6-4 og steig vart feilspor. Hann tók svo 3-1 forystu í öðru setti en þá vaknaði Dimitrov skyndilega til lífsins og sneri viðureigninni sér í vil með frábærri frammistöðu. Hann vann næstu fimm lotur í röð og settið, 6-3. Þriðja og fjórða sett voru æsispennandi og hvorugur gaf tommu eftir. Bráðabana þurfti í báðum settum og Djokovic vann það fyrra örugglega, 7-2. Dimitrov fékk alls fjögur tækifæri til að tryggja sér sigur í fjórða setti og þvinga þar með fram oddasett en alltaf átti Djokovic svar. Hann vann bráðabanann, 9-7, eftir að hafa lent 6-3 undir, og fagnaði afar góðum sigri. Dimitrov getur þó gengið stoltur frá viðureigninni en hann sló út ríkjandi meistara, heimamanninn Andy Murray, úr leik í fjórðungsúrslitum.
Tennis Tengdar fréttir Federer vann svissneska stríðið Roger Federer er kominn í undanúrslit á Wimbledon-mótinu í tennis eftir sigur á landa sínum Stan Wawrinka í átta manna úrslitum í dag. Hann veit ekki hver mótherji hans verður fyrr en seinna í kvöld. 2. júlí 2014 17:30 Nítján ára Ástrali sló Nadal út á Wimbledon-mótinu Spánverjinn Rafael Nadal sem er efstur á heimslistanum í tennis er úr leik á Wimbledon-mótinu eftir tap á móti lítt þekktum Ástrala í kvöld. 1. júlí 2014 18:21 Murray úr leik á Wimbledon Meistarinn tapaði óvænt fyrir 23 ára Búlgara. 2. júlí 2014 14:42 Nadal-baninn ætlar sér á toppinn Nítján ára Ástrali vann Rafael Nadal í 16 manna úrslitum á Wimbledon í gær. 2. júlí 2014 09:00 Yfirburðirnir að taka enda? Novak Djokovic og Roger Federer eru komnir í undanúrslitin á Wimbledon-mótinu í tennis en landslagið á meðal þeirra bestu hefur verið að breytast. 4. júlí 2014 10:45 Nadal-baninn úr leik á Wimbledon-mótinu - Raonic í undanúrslit Ástralinn Nick Kyrgios náði ekki að fylgja eftir sigrinum á Rafael Nadal, efsta manni heimslistans, því þessi 19 ára strákur tapað í kvöld fyrir Kanadamanninum Milos Raonic í átta manna úrslitum á Wimbledon-mótinu í tennis. 2. júlí 2014 19:05 Djokovic lenti undir en vann Novak Djokovic, efsti maður heimslistans, er kominn áfram í undanúrslit Wimbledon-mótsins. 2. júlí 2014 16:19 Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Fleiri fréttir KR á toppinn Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Tryggvi og Sara best á árinu „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sjá meira
Federer vann svissneska stríðið Roger Federer er kominn í undanúrslit á Wimbledon-mótinu í tennis eftir sigur á landa sínum Stan Wawrinka í átta manna úrslitum í dag. Hann veit ekki hver mótherji hans verður fyrr en seinna í kvöld. 2. júlí 2014 17:30
Nítján ára Ástrali sló Nadal út á Wimbledon-mótinu Spánverjinn Rafael Nadal sem er efstur á heimslistanum í tennis er úr leik á Wimbledon-mótinu eftir tap á móti lítt þekktum Ástrala í kvöld. 1. júlí 2014 18:21
Nadal-baninn ætlar sér á toppinn Nítján ára Ástrali vann Rafael Nadal í 16 manna úrslitum á Wimbledon í gær. 2. júlí 2014 09:00
Yfirburðirnir að taka enda? Novak Djokovic og Roger Federer eru komnir í undanúrslitin á Wimbledon-mótinu í tennis en landslagið á meðal þeirra bestu hefur verið að breytast. 4. júlí 2014 10:45
Nadal-baninn úr leik á Wimbledon-mótinu - Raonic í undanúrslit Ástralinn Nick Kyrgios náði ekki að fylgja eftir sigrinum á Rafael Nadal, efsta manni heimslistans, því þessi 19 ára strákur tapað í kvöld fyrir Kanadamanninum Milos Raonic í átta manna úrslitum á Wimbledon-mótinu í tennis. 2. júlí 2014 19:05
Djokovic lenti undir en vann Novak Djokovic, efsti maður heimslistans, er kominn áfram í undanúrslit Wimbledon-mótsins. 2. júlí 2014 16:19