Niðurstöðum um dauðatíma hvala verður haldið leyndum Svavar Hávarðsson skrifar 3. júlí 2014 09:58 Deilt er um hvort veiðiaðferðir við hvalveiðar eru skilvirkar og dýrin deyi samstundis þegar þau eru skotin. Fréttablaðið/jse Niðurstöður yfirstandandi rannsókna á dauðatíma langreyðar og hrefnu verða ekki gerðar opinberar er þeim lýkur. Sama gildir um skýrslur Fiskistofu um eftirlitsferðir vegna hvalveiða við landið. Þetta kemur fram í svari Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegsráðherra við fyrirspurn Katrínar Jakobsdóttur, þingmanns Vinstri grænna. Að sögn Eyþórs Björnssonar fiskistofustjóra var fenginn norskur dýralæknir til að sinna rannsóknum sem þessa dagana standa yfir í einu hvalveiðiskipa Hvals hf. Rannsókn Norðmannsins á hrefnuveiðunum er lokið. Hann hefur sinnt sömu rannsóknum í Noregi. Spurður af hverju niðurstöðurnar verða ekki gerðar opinberar segir Eyþór að um samstarfsverkefni með Norður-Atlantshafssjávarspendýraráðinu sé að ræða. „Sambærilegar upplýsingar hafa ekki verið gerðar opinberar í Noregi og á þessum tímapunkti sjáum við ekki frekar ástæðu til að gera það hér,“ segir Eyþór. Hvað varðar skýrslur Fiskistofu er um vinnugögn að ræða en komi upp brotamál eru slík gögn birt. „Þetta er í samræmi við allt okkar verklag,“ segir hann. Bæði almenningur og andstæðingar hvalveiða hafa lengi byggt hluta af sinni gagnrýni á hversu ómannúðlegar veiðiaðferðir hvalveiðimanna eru, sem af hvalveiðisinnum er jafnan svarað með gagnstæðum rökum. „Það er alveg sjónarmið,“ segir Eyþór spurður hvort það sé ekki brýnt að niðurstöðurnar verði birtar og umræðan byggist á bestu fáanlegu upplýsingum. Rannsóknirnar eru að hluta kostaðar með leyfisgjaldi hvalveiðifyrirtækjanna, segir í svari ráðherra. Gjaldið á að standa straum af eftirliti samkvæmt lögum. Eyþór segir það ekki rökstyðja birtingu gagnanna að um almannafé sé að ræða. Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Sjá meira
Niðurstöður yfirstandandi rannsókna á dauðatíma langreyðar og hrefnu verða ekki gerðar opinberar er þeim lýkur. Sama gildir um skýrslur Fiskistofu um eftirlitsferðir vegna hvalveiða við landið. Þetta kemur fram í svari Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegsráðherra við fyrirspurn Katrínar Jakobsdóttur, þingmanns Vinstri grænna. Að sögn Eyþórs Björnssonar fiskistofustjóra var fenginn norskur dýralæknir til að sinna rannsóknum sem þessa dagana standa yfir í einu hvalveiðiskipa Hvals hf. Rannsókn Norðmannsins á hrefnuveiðunum er lokið. Hann hefur sinnt sömu rannsóknum í Noregi. Spurður af hverju niðurstöðurnar verða ekki gerðar opinberar segir Eyþór að um samstarfsverkefni með Norður-Atlantshafssjávarspendýraráðinu sé að ræða. „Sambærilegar upplýsingar hafa ekki verið gerðar opinberar í Noregi og á þessum tímapunkti sjáum við ekki frekar ástæðu til að gera það hér,“ segir Eyþór. Hvað varðar skýrslur Fiskistofu er um vinnugögn að ræða en komi upp brotamál eru slík gögn birt. „Þetta er í samræmi við allt okkar verklag,“ segir hann. Bæði almenningur og andstæðingar hvalveiða hafa lengi byggt hluta af sinni gagnrýni á hversu ómannúðlegar veiðiaðferðir hvalveiðimanna eru, sem af hvalveiðisinnum er jafnan svarað með gagnstæðum rökum. „Það er alveg sjónarmið,“ segir Eyþór spurður hvort það sé ekki brýnt að niðurstöðurnar verði birtar og umræðan byggist á bestu fáanlegu upplýsingum. Rannsóknirnar eru að hluta kostaðar með leyfisgjaldi hvalveiðifyrirtækjanna, segir í svari ráðherra. Gjaldið á að standa straum af eftirliti samkvæmt lögum. Eyþór segir það ekki rökstyðja birtingu gagnanna að um almannafé sé að ræða.
Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels