Þrjú börn fórust eftir vopnahléð Linda Blöndal skrifar 17. júlí 2014 19:27 Fljótt eftir að fimm klukkustunda vopnahlé Hamas og Ísraelshers var aflétt í dag hófust árásir á ný og 3 börn biðu bana í Gaza borg. Um 227 hafa fallið á Gaza í loftárásum Ísraels, samkvæmt palestínskum yfirvöldum, á síðustu tíu dögum. Almenningur sótti nauðþurftir Árásarhlé stóð frá 10 til 15 í dag, eða frá 7 í morgun til hádegis að íslenskum tíma. Með því var íbúum Gaza gert kleift að verða sér úti um nauðsynjar. Vopnahléð hélst að frá töldum þremur eldflaugum sem var varpað frá Gaza að Ísrael en hvorki Hamas né Ísraelsher brugðust við því. Í morgun, áður en vopnhléð hófst, dóu þrír á Gaza og fjórir særðust þegar ísraelskir hermenn skutu á hús í íbúðarhverfi. Þá var sprengju varpað á hóp herskárra palestínskra manna sem teknir voru í undirgöngum við landamærin við Ísrael eldsnemma í morgun, svo einn fórst.Úr Háskóla Íslands heim til Gaza Fidaa Zaanin, 25 ára býr á Gaza. Hún fór heim fyrir rétt um mánuði eftir tæplega hálft ár hér á landi þar sem hún stundaði nám við Háskóla Íslands í jafnréttisfræðum á vegum Sameinuðu þjóðanna. Hún sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar tvö í dag að fólk hafa nýtt árásarhléð í dag til að hvíla sig og komast undir bert loft. Annars eru linnulausar sprengingar utan dyra við heimili hennar í Beit Hanoun, rétt við landamæri Ísraels, í norðurhluta Gaza.Ekki hætt sér útStöð tvö ræddi við Fiduu þegar sprengjur voru farnar að falla aftur, um klukkutíma eftir að vopnahlénu var aflétt. „Ég heyrði rétt í þessu sprengingar, ég hef ekki farið út í sex eða sjö daga undanfarið því það er hvergi öruggt á Gaza, það er mjög hættulegt að fara út. Allir eru svo hræddir og í hvert sinn sem ég heyri í sprengjunum hugsa ég hvort þetta hafi verið hús frænda míns, vinar eða annarra sem standa mér nærri og reyni að sjá út um gluggan hvar sprengjan lenti“, sagði Fidaa. Hún og fjölskyldan hafa þó verið í hættu, fyrir nokkrum dögum féll sprengja í götunni þeirra, um 100 metrum frá húsi Fiduu sem þakið skemmdist og fleira.„Margir vinir mínir hafa látist en enginn náinn fjölskyldumeðlimur. Borgin er samt mjög þéttbyggð og samfélagið þekkist vel innbyrðis, við erum um 40 þúsund íbúar í Beit Hanoun á mjög litlu svæði. Við erum komin aftur inn í hús eftir að hafa farið út að kaupa mat og fleira en það er hins vegar ekkert rafmagn.“„Ekki eðlilegt að lifa svona“ Fidaa segir að þetta líf sé óeðlilegt. Þótt ýmislegt venjist í svo hörmulegum aðstæðum sé það alls ekki í lagi. „Ég er hrædd um að missa einhvern af ástvinum mínum“, sagði hún. „Ég held mig frá gluggunum heima fyrir því ef þeir springja get ég slasast, þótt sprengjan lengi ekki endilega á mínu húsi“. Ég reyni samt að vera sterk svo systir mín, litli bróðir og móðir séu ekki hrædd. Eg reyni að láta þeim líða eins og allt sé óhætt“, sagði Fidaa.Fidaa segir almenning á Gaza standa með andspyrnu herskárra hreyfinga en ekki eingöngu Hamas. Hóparnir séu margir og samstilltir. Fólkið styðji ekki neinn sérstakan stjórnmálaflokk eða Hamas sérstaklega heldur þá sem haldi uppi vörnum og andspyrnu gegn árásum Ísraels. Gasa Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira
Fljótt eftir að fimm klukkustunda vopnahlé Hamas og Ísraelshers var aflétt í dag hófust árásir á ný og 3 börn biðu bana í Gaza borg. Um 227 hafa fallið á Gaza í loftárásum Ísraels, samkvæmt palestínskum yfirvöldum, á síðustu tíu dögum. Almenningur sótti nauðþurftir Árásarhlé stóð frá 10 til 15 í dag, eða frá 7 í morgun til hádegis að íslenskum tíma. Með því var íbúum Gaza gert kleift að verða sér úti um nauðsynjar. Vopnahléð hélst að frá töldum þremur eldflaugum sem var varpað frá Gaza að Ísrael en hvorki Hamas né Ísraelsher brugðust við því. Í morgun, áður en vopnhléð hófst, dóu þrír á Gaza og fjórir særðust þegar ísraelskir hermenn skutu á hús í íbúðarhverfi. Þá var sprengju varpað á hóp herskárra palestínskra manna sem teknir voru í undirgöngum við landamærin við Ísrael eldsnemma í morgun, svo einn fórst.Úr Háskóla Íslands heim til Gaza Fidaa Zaanin, 25 ára býr á Gaza. Hún fór heim fyrir rétt um mánuði eftir tæplega hálft ár hér á landi þar sem hún stundaði nám við Háskóla Íslands í jafnréttisfræðum á vegum Sameinuðu þjóðanna. Hún sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar tvö í dag að fólk hafa nýtt árásarhléð í dag til að hvíla sig og komast undir bert loft. Annars eru linnulausar sprengingar utan dyra við heimili hennar í Beit Hanoun, rétt við landamæri Ísraels, í norðurhluta Gaza.Ekki hætt sér útStöð tvö ræddi við Fiduu þegar sprengjur voru farnar að falla aftur, um klukkutíma eftir að vopnahlénu var aflétt. „Ég heyrði rétt í þessu sprengingar, ég hef ekki farið út í sex eða sjö daga undanfarið því það er hvergi öruggt á Gaza, það er mjög hættulegt að fara út. Allir eru svo hræddir og í hvert sinn sem ég heyri í sprengjunum hugsa ég hvort þetta hafi verið hús frænda míns, vinar eða annarra sem standa mér nærri og reyni að sjá út um gluggan hvar sprengjan lenti“, sagði Fidaa. Hún og fjölskyldan hafa þó verið í hættu, fyrir nokkrum dögum féll sprengja í götunni þeirra, um 100 metrum frá húsi Fiduu sem þakið skemmdist og fleira.„Margir vinir mínir hafa látist en enginn náinn fjölskyldumeðlimur. Borgin er samt mjög þéttbyggð og samfélagið þekkist vel innbyrðis, við erum um 40 þúsund íbúar í Beit Hanoun á mjög litlu svæði. Við erum komin aftur inn í hús eftir að hafa farið út að kaupa mat og fleira en það er hins vegar ekkert rafmagn.“„Ekki eðlilegt að lifa svona“ Fidaa segir að þetta líf sé óeðlilegt. Þótt ýmislegt venjist í svo hörmulegum aðstæðum sé það alls ekki í lagi. „Ég er hrædd um að missa einhvern af ástvinum mínum“, sagði hún. „Ég held mig frá gluggunum heima fyrir því ef þeir springja get ég slasast, þótt sprengjan lengi ekki endilega á mínu húsi“. Ég reyni samt að vera sterk svo systir mín, litli bróðir og móðir séu ekki hrædd. Eg reyni að láta þeim líða eins og allt sé óhætt“, sagði Fidaa.Fidaa segir almenning á Gaza standa með andspyrnu herskárra hreyfinga en ekki eingöngu Hamas. Hóparnir séu margir og samstilltir. Fólkið styðji ekki neinn sérstakan stjórnmálaflokk eða Hamas sérstaklega heldur þá sem haldi uppi vörnum og andspyrnu gegn árásum Ísraels.
Gasa Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira