Frammistaða Íslands verst allra Atli Ísleifsson skrifar 17. júlí 2014 11:53 Ísland var með með langmesta innleiðingarhallann af öllum EES-ríkjunum 31. Vísir/Gunnar Ísland er enn með langverstu frammistöðu allra EES-ríkjanna varðandi innleiðingu EES-tilskipana og reglugerða. Í nýju frammistöðumati Eftirlitsstofunar EFTA (ESA) segir að innleiðingarhalli tilskipana, sem sýni hlutfall tilskipana sem ekki hafa verið innleiddar eða ESA hefur ekki verið tilkynnt um innleiðingu á innan réttra tímamarka, hafi verið 3,1 prósent í tilviki Íslands. Í síðasta frammistöðumati mældist hlutfallið 3,2 prósent, en stofnunin gefur út frammistöðumat tvisvar á ári. Í bæði skiptin var Ísland með langmesta innleiðingarhallann af öllum EES-ríkjunum 31, það er 28 aðildarríkjum ESB, auk Íslands, Noregs og Liechtenstein. Innleiðingarhalli Noregs mælist 1,9 prósent. Helga Jónsdóttir, stjórnarmaður í ESA, segir að því miður birtist þau tíðindi enn og aftur að Ísland og Noregur standa sig verst allra ríkja á Evrópska efnahagssvæðinu. „Það er til þess fallið að grafa undan því jafnræði sem innri markaðurinn byggist á. Það er óviðunandi ef löggjöf á svæðinu er ekki samstæð og ESA hlýtur að leita leiða til að tryggja að EFTA-ríkin virði skuldbindingar sínar.” Innleiðingarhalli EFTA-ríkjanna þriggja er nú 1,9 prósent að meðaltali og er það örlítil framför frá síðasta frammistöðumati þegar innleiðingarhallinn var tvö prósent, að því er segir í fréttatilkynningu frá ESA. „Til samanburðar er innleiðingarhallinn að meðaltali 0,7% í ríkjum ESB. Aðeins fimm ESB ríki voru með innleiðingarhalla umfram 1% viðmiðið og ekkert ESB ríki var með innleiðingarhallayfir 1,5%“. Í frammistöðumatinu kemur einnig fram hversu mörg samningsbrotamál gegn EFTA-ríkjunum eru til meðferðar hjá ESA, sem stafa af því að tilskipanir og reglugerðir eru ekki innleiddar innan tímamarka. Samningsbrotamál af þeim toga eru nú 177 talsins. „ESA hefur einnig vísað fjölda mála til EFTA-dómstólsins þar sem Ísland og Noregur hafa vanefnt að innleiða EES-gerðir í landsrétt,“ segir í fréttatilkynningunni. Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísland er enn með langverstu frammistöðu allra EES-ríkjanna varðandi innleiðingu EES-tilskipana og reglugerða. Í nýju frammistöðumati Eftirlitsstofunar EFTA (ESA) segir að innleiðingarhalli tilskipana, sem sýni hlutfall tilskipana sem ekki hafa verið innleiddar eða ESA hefur ekki verið tilkynnt um innleiðingu á innan réttra tímamarka, hafi verið 3,1 prósent í tilviki Íslands. Í síðasta frammistöðumati mældist hlutfallið 3,2 prósent, en stofnunin gefur út frammistöðumat tvisvar á ári. Í bæði skiptin var Ísland með langmesta innleiðingarhallann af öllum EES-ríkjunum 31, það er 28 aðildarríkjum ESB, auk Íslands, Noregs og Liechtenstein. Innleiðingarhalli Noregs mælist 1,9 prósent. Helga Jónsdóttir, stjórnarmaður í ESA, segir að því miður birtist þau tíðindi enn og aftur að Ísland og Noregur standa sig verst allra ríkja á Evrópska efnahagssvæðinu. „Það er til þess fallið að grafa undan því jafnræði sem innri markaðurinn byggist á. Það er óviðunandi ef löggjöf á svæðinu er ekki samstæð og ESA hlýtur að leita leiða til að tryggja að EFTA-ríkin virði skuldbindingar sínar.” Innleiðingarhalli EFTA-ríkjanna þriggja er nú 1,9 prósent að meðaltali og er það örlítil framför frá síðasta frammistöðumati þegar innleiðingarhallinn var tvö prósent, að því er segir í fréttatilkynningu frá ESA. „Til samanburðar er innleiðingarhallinn að meðaltali 0,7% í ríkjum ESB. Aðeins fimm ESB ríki voru með innleiðingarhalla umfram 1% viðmiðið og ekkert ESB ríki var með innleiðingarhallayfir 1,5%“. Í frammistöðumatinu kemur einnig fram hversu mörg samningsbrotamál gegn EFTA-ríkjunum eru til meðferðar hjá ESA, sem stafa af því að tilskipanir og reglugerðir eru ekki innleiddar innan tímamarka. Samningsbrotamál af þeim toga eru nú 177 talsins. „ESA hefur einnig vísað fjölda mála til EFTA-dómstólsins þar sem Ísland og Noregur hafa vanefnt að innleiða EES-gerðir í landsrétt,“ segir í fréttatilkynningunni.
Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels