Stöðvum ofbeldið-vangaveltur frá Vesturbakkanum Silja Pálmadóttir skrifar 14. júlí 2014 10:20 Það er morgun í Palestínu og sólin er rétt að skríða upp á himininn. Það kemur nefninlega líka nýr dagur á Vesturbakkanum. Ég vaknaði um fimmleitið við hlátrasköll ísraelskum hermönnunum sem dvelja fyrir utan gluggan minn í þeim hluta borgarinnar Hebron sem er undir stjórn ísraelska hersins. Þögnin sem fylgir morgninum er þó nokkuð kærkomin í þessari borg sem iðar af lífi, að minnsta kosti í þeim hluta borgarinnar sem ekki hefur verið lokaður fyrir Palestínumönnum í fjórtán ár.Í gær átti ég að fara í flug heim til Íslands. Síðustu vikur í Palestínu hafa vakið djúpstæða réttláta reiði enda er sá verknaður sem hefur átt sér stað af hálfu ísraelska hersins bæði á Vesturbakkanum og síðar á Gaza fullkomnlega óréttlætanlegur og gjörsamlega viðurstyggilegur í þokkabót. Kerfisbundið ofbeldi af hálfu hersins hefur aukist til muna og hápunkti síðustu vikna hefur verið náð með bláköldu morði á 167 Palestínumönnum á Gaza. Tölurnar fara hækkandi og þar af er fjöldi barna hafa glatað framtíð sinni með einni sprengingu. 52% af íbúafjölda Gaza svæðisins eru börn og virðist Netanijahu ekki ætla láta það standa í vegi fyrir því að sprengja Gaza svæðið hægt og rólega í loft upp. Bita fyrir bita. Stór hluti þessara barna eru arfleifð flóttamanna frá svæðum þar sem Ísrael stendur nú. Þau morð og það ofbeldi sem á sér stað í Palestínu, bæði á Vesturbakkanum og á Gaza er form kerfisbundinnar hreinsunar þar sem eitt hervald, með yfirgnæfandi yfirráð reynir að hreinsa burt þjóð fólks með öllum mögulegum ráðum. Þetta hefur viðgengist í áratugi og virðist ofbeldinu aldrei ætla að linna. Palestínumönnum, sem hernuminni þjóð er raðað upp á móti ísraelska hernum sem jafnvígri fylkingu. Frá hvarfi þriggja ísraelskra unglinga sem búsettir voru í landtökubyggðum á Vesturbakkanum hefur allri palestínsku þjóðinni kerfisbundið verið refsað með öllum mögulegum leiðum þrátt fyrir að engar sannanir fyrir því hvar sökin á morði þessara þriggja pilta liggur. Ísraelski herinn áreitti fólk á götum úti vikum saman, réðst á palestísk heimili og handtók yfir fjögurhundruð pólitíska fanga. Palestínskur unglingur frá Austur Jerúsalem var brenndur lifandi af ísraelum og hafa tólf Palestínumenn á Vesturbakkanum verið myrtir frá hvarfi ísraelsku unglinganna þar af eitt barn. Bita fyrir bita hefur palestínska þjóðin tapað landi sínu, börnum og frelsi. Hægt og rólega heldur ofbeldið áfram og heimurinn virðist ætla að raða upp steinakasti ungra drengja sem lifa undir hernámi og stöðurgri kúgun jafnvígt ísraelska hernum. Það er kominn tími til að ekkert líf verði metið sem tala á blaði og að líf Palestínumanna verði metin til jafns við önnur líf. Tilveruréttur þeirra, eignarréttur og framtíð er ekki snefil minna virði en annarra. Það er líkt og heimurinn rumski einungis af værum blundi þegar hundruðir manna og barna eru sprengdir í loft upp í stærsta fangelsi í heiminum, Gaza. Palestínumenn hafa kallað eftir athygli heimsins í áratugi. Ákallið er eftir friði frá stöðugri kúgun af hálfu ísraelska hersins og ísraelsks landtökufólks, rétti fyrir tilveru, framtíð fyrir palestínsk börn og réttlæti. Nú hljómar síðasta ákall þeirra eftir aðstoð og það má ekki viðgangast að heimurinn loki augunum fyrir þeim fjöldamorðum sem eiga sér stað í augnablikinu. En það má samt sem áður ekki heldur viðgangast að Palestínumenn og sú kerfisbundna útrýming sem á sér stað þar gleymist, um leið og síðustu fréttir um sprengingar á Gaza óma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gasa Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Sjá meira
Það er morgun í Palestínu og sólin er rétt að skríða upp á himininn. Það kemur nefninlega líka nýr dagur á Vesturbakkanum. Ég vaknaði um fimmleitið við hlátrasköll ísraelskum hermönnunum sem dvelja fyrir utan gluggan minn í þeim hluta borgarinnar Hebron sem er undir stjórn ísraelska hersins. Þögnin sem fylgir morgninum er þó nokkuð kærkomin í þessari borg sem iðar af lífi, að minnsta kosti í þeim hluta borgarinnar sem ekki hefur verið lokaður fyrir Palestínumönnum í fjórtán ár.Í gær átti ég að fara í flug heim til Íslands. Síðustu vikur í Palestínu hafa vakið djúpstæða réttláta reiði enda er sá verknaður sem hefur átt sér stað af hálfu ísraelska hersins bæði á Vesturbakkanum og síðar á Gaza fullkomnlega óréttlætanlegur og gjörsamlega viðurstyggilegur í þokkabót. Kerfisbundið ofbeldi af hálfu hersins hefur aukist til muna og hápunkti síðustu vikna hefur verið náð með bláköldu morði á 167 Palestínumönnum á Gaza. Tölurnar fara hækkandi og þar af er fjöldi barna hafa glatað framtíð sinni með einni sprengingu. 52% af íbúafjölda Gaza svæðisins eru börn og virðist Netanijahu ekki ætla láta það standa í vegi fyrir því að sprengja Gaza svæðið hægt og rólega í loft upp. Bita fyrir bita. Stór hluti þessara barna eru arfleifð flóttamanna frá svæðum þar sem Ísrael stendur nú. Þau morð og það ofbeldi sem á sér stað í Palestínu, bæði á Vesturbakkanum og á Gaza er form kerfisbundinnar hreinsunar þar sem eitt hervald, með yfirgnæfandi yfirráð reynir að hreinsa burt þjóð fólks með öllum mögulegum ráðum. Þetta hefur viðgengist í áratugi og virðist ofbeldinu aldrei ætla að linna. Palestínumönnum, sem hernuminni þjóð er raðað upp á móti ísraelska hernum sem jafnvígri fylkingu. Frá hvarfi þriggja ísraelskra unglinga sem búsettir voru í landtökubyggðum á Vesturbakkanum hefur allri palestínsku þjóðinni kerfisbundið verið refsað með öllum mögulegum leiðum þrátt fyrir að engar sannanir fyrir því hvar sökin á morði þessara þriggja pilta liggur. Ísraelski herinn áreitti fólk á götum úti vikum saman, réðst á palestísk heimili og handtók yfir fjögurhundruð pólitíska fanga. Palestínskur unglingur frá Austur Jerúsalem var brenndur lifandi af ísraelum og hafa tólf Palestínumenn á Vesturbakkanum verið myrtir frá hvarfi ísraelsku unglinganna þar af eitt barn. Bita fyrir bita hefur palestínska þjóðin tapað landi sínu, börnum og frelsi. Hægt og rólega heldur ofbeldið áfram og heimurinn virðist ætla að raða upp steinakasti ungra drengja sem lifa undir hernámi og stöðurgri kúgun jafnvígt ísraelska hernum. Það er kominn tími til að ekkert líf verði metið sem tala á blaði og að líf Palestínumanna verði metin til jafns við önnur líf. Tilveruréttur þeirra, eignarréttur og framtíð er ekki snefil minna virði en annarra. Það er líkt og heimurinn rumski einungis af værum blundi þegar hundruðir manna og barna eru sprengdir í loft upp í stærsta fangelsi í heiminum, Gaza. Palestínumenn hafa kallað eftir athygli heimsins í áratugi. Ákallið er eftir friði frá stöðugri kúgun af hálfu ísraelska hersins og ísraelsks landtökufólks, rétti fyrir tilveru, framtíð fyrir palestínsk börn og réttlæti. Nú hljómar síðasta ákall þeirra eftir aðstoð og það má ekki viðgangast að heimurinn loki augunum fyrir þeim fjöldamorðum sem eiga sér stað í augnablikinu. En það má samt sem áður ekki heldur viðgangast að Palestínumenn og sú kerfisbundna útrýming sem á sér stað þar gleymist, um leið og síðustu fréttir um sprengingar á Gaza óma.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar