Kínverjar segja iPhone ógna þjóðaröryggi Samúel Karl Ólason skrifar 12. júlí 2014 21:49 Vísir/AFP Ríkisrekin sjónvarpsstöð í Kína hélt því fram í gær að ný viðbót við iOs 7 stýrikerfi iPhone sé ógn við þjóðaröryggi Kína. Viðbótin gengur út á að síminn heldur skrár yfir staðsetningu sína og jafnvel sendir Apple þær upplýsingar. Apple gaf í dag út frá sér tilkynningu, en þar segir að staðsetningargögn séu eingöngu geymd í símanum sjálfum og að engin stjórnvöld hafi aðgang að þeim. „iPhone síminn þinn heldur utan um þá staði sem þú hefur nýlega farið á og hve oft þú hefur farið þangað, til að læra hvaða staðir eru þér mikilvægir. Þessi gögn eru geymd eingöngu í símanum þínum og eru ekki send til Apple án samþykkis. Þau eru notuð til að veita þér persónulega þjónustu,“ segir í tilkynningu frá Apple. Þá er mögulegt að slökkva á þessu tiltekna forriti í stillingum símans. Á vefnum Cnet segir að mögulega sé tilkynningin hefniaðgerð vegna ummæla bandarískra embættismanna um að Kínverskir hakkarar hafi brotist inn í gagnagrunn um opinbera starfsmenn Bandaríkjanna. Apple, Cisco, Google, IBM og Microsoft eru sögð hafa fengið að kenna á svipuðum aðstæðum. Sjónvarpsstöðin CCTV ræddi við sérfræðing sem sagði að staðsetningargögnin gætu verið notuð til að sjá stöðu efnahags Kína og jafnvel til að nálgast leyndarmál ríkisins. Apple þvertekur fyrir það. Mest lesið Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Ríkisrekin sjónvarpsstöð í Kína hélt því fram í gær að ný viðbót við iOs 7 stýrikerfi iPhone sé ógn við þjóðaröryggi Kína. Viðbótin gengur út á að síminn heldur skrár yfir staðsetningu sína og jafnvel sendir Apple þær upplýsingar. Apple gaf í dag út frá sér tilkynningu, en þar segir að staðsetningargögn séu eingöngu geymd í símanum sjálfum og að engin stjórnvöld hafi aðgang að þeim. „iPhone síminn þinn heldur utan um þá staði sem þú hefur nýlega farið á og hve oft þú hefur farið þangað, til að læra hvaða staðir eru þér mikilvægir. Þessi gögn eru geymd eingöngu í símanum þínum og eru ekki send til Apple án samþykkis. Þau eru notuð til að veita þér persónulega þjónustu,“ segir í tilkynningu frá Apple. Þá er mögulegt að slökkva á þessu tiltekna forriti í stillingum símans. Á vefnum Cnet segir að mögulega sé tilkynningin hefniaðgerð vegna ummæla bandarískra embættismanna um að Kínverskir hakkarar hafi brotist inn í gagnagrunn um opinbera starfsmenn Bandaríkjanna. Apple, Cisco, Google, IBM og Microsoft eru sögð hafa fengið að kenna á svipuðum aðstæðum. Sjónvarpsstöðin CCTV ræddi við sérfræðing sem sagði að staðsetningargögnin gætu verið notuð til að sjá stöðu efnahags Kína og jafnvel til að nálgast leyndarmál ríkisins. Apple þvertekur fyrir það.
Mest lesið Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira