Greiðir 190 milljónir dala til fórnarlamba kvensjúkdómalæknis Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. júlí 2014 20:32 John Hopkins sjúkrahúsið í Baltimore Forstöðumenn John Hopkins sjúkrahússins í Baltimore hafa samþykkt að greiða 190 milljónir dala, sem svarar til rúmlega 21 milljarðs króna, til allt að 8500 sjúklinga sem skrifuðu undir hópmálsókn á hendur kvensjúkdómalækni sem starfaði á spítalanum. Læknirinn sem um ræðir, Dr. Nikita Levy, hafði tekið myndbönd af heimsóknum sjúklinganna án þeirrar vitundar og jafnvel framkvæmt óþarfa grindarholsskoðanir. Levy fyrirfór sér eftir að lögreglan komst á snoðir um málið í fyrra. Á heimili læknisins fannst fjöldinn allur af myndböndum og ljósmyndum af sjúklingum hans sem Levy hafði fangað á myndavélar sem komið hafði verið fyrir á alls kyns hlutum – til að mynda á venjulegum pennum. „Eftir að skjólstæðingar okkar fréttu af hegðun Dr. Levys urðu þeir örvinglaðir. Þeim fannst þeir sviknir og trúnaðarbresturinn var algjör. Nú, í kjölfar samkomulagsins, geta sár samfélagsins gróið,“sagði Jonathan Schochor, lögmaður sóknaraðila, í samtali við þarlenda fjölmiðla í dag. Það var samstarfsaðili Levys sem tilkynnti fyrst um hegðun hans við öryggisdeild Hopkins-sjúkrahússins í febrúar í fyrra. Kvensjúkdómalækninum var sagt upp þann 8. febrúar þegar lögreglan tók mál hans til rannsóknar. Á heimili hans fundust átta faldar myndavélar, þar af sex í pennum ásamt því að fjórar tölvur og utanáliggjandi harðir diskar voru gerðir upptækir. Nikita Levy fannst látinn þann 18. febrúar með poka yfir höfði sér og afsökunarbeiðni til konu sinnar. Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Forstöðumenn John Hopkins sjúkrahússins í Baltimore hafa samþykkt að greiða 190 milljónir dala, sem svarar til rúmlega 21 milljarðs króna, til allt að 8500 sjúklinga sem skrifuðu undir hópmálsókn á hendur kvensjúkdómalækni sem starfaði á spítalanum. Læknirinn sem um ræðir, Dr. Nikita Levy, hafði tekið myndbönd af heimsóknum sjúklinganna án þeirrar vitundar og jafnvel framkvæmt óþarfa grindarholsskoðanir. Levy fyrirfór sér eftir að lögreglan komst á snoðir um málið í fyrra. Á heimili læknisins fannst fjöldinn allur af myndböndum og ljósmyndum af sjúklingum hans sem Levy hafði fangað á myndavélar sem komið hafði verið fyrir á alls kyns hlutum – til að mynda á venjulegum pennum. „Eftir að skjólstæðingar okkar fréttu af hegðun Dr. Levys urðu þeir örvinglaðir. Þeim fannst þeir sviknir og trúnaðarbresturinn var algjör. Nú, í kjölfar samkomulagsins, geta sár samfélagsins gróið,“sagði Jonathan Schochor, lögmaður sóknaraðila, í samtali við þarlenda fjölmiðla í dag. Það var samstarfsaðili Levys sem tilkynnti fyrst um hegðun hans við öryggisdeild Hopkins-sjúkrahússins í febrúar í fyrra. Kvensjúkdómalækninum var sagt upp þann 8. febrúar þegar lögreglan tók mál hans til rannsóknar. Á heimili hans fundust átta faldar myndavélar, þar af sex í pennum ásamt því að fjórar tölvur og utanáliggjandi harðir diskar voru gerðir upptækir. Nikita Levy fannst látinn þann 18. febrúar með poka yfir höfði sér og afsökunarbeiðni til konu sinnar.
Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira