Fox hætt við yfirtöku á Warner Samúel Karl Ólason skrifar 6. ágúst 2014 15:31 Rupert Murdoch eigandi Fox. Vísir/AFP Fjölmiðlafyrirtækið 21st Century Fox, sem er í eigu Rupert Murdoch, hefur dregið 80 milljarða dala, um níu þúsund milljarða króna, yfirtökutilboð í Time Warner til baka. Á þeirri einni viku síðan tilboðið var gert hafði verð hlutabréfa í Warner hækkað um tuttugu prósent. Verð hlutabréfa Fox hafði aftur á móti lækkað um ellefu prósent. Í yfirlýsingu sem Murdoch gaf út í gær, segir hann að sameining fyrirtækjanna tveggja hafi verið einstakt tækifæri. Hann sagði Fox hafa hætt við tilboðið vegna þróunarinnar á hlutabréfamörkuðum og að forsvarsmenn Warner hafi ekki viljað setjast niður og ræða tilboðið. Á vef Forbes er sagt frá því að í stað yfirtökunnar muni Fox eyða sex milljörðum dollara í að kaupa hlutabréf fyrirtækisins. Warner birti í morgun ársfjórðungsuppgjör fyrirtækisins og var hagnaður þess framúr væntingum samkvæmt New York times. þrátt fyrir gott uppgjör hafa hlutabréf í fyrirtækinu lækkað í verði í kjölfar ákvörðunar Fox um að draga tilboðið til baka. New York Times segja afturköllun tilboðsins vera stærsta ósigur Rupert Murdoch, sem hingað til hafi nærri því alltaf fangað bráð sína. Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Fjölmiðlafyrirtækið 21st Century Fox, sem er í eigu Rupert Murdoch, hefur dregið 80 milljarða dala, um níu þúsund milljarða króna, yfirtökutilboð í Time Warner til baka. Á þeirri einni viku síðan tilboðið var gert hafði verð hlutabréfa í Warner hækkað um tuttugu prósent. Verð hlutabréfa Fox hafði aftur á móti lækkað um ellefu prósent. Í yfirlýsingu sem Murdoch gaf út í gær, segir hann að sameining fyrirtækjanna tveggja hafi verið einstakt tækifæri. Hann sagði Fox hafa hætt við tilboðið vegna þróunarinnar á hlutabréfamörkuðum og að forsvarsmenn Warner hafi ekki viljað setjast niður og ræða tilboðið. Á vef Forbes er sagt frá því að í stað yfirtökunnar muni Fox eyða sex milljörðum dollara í að kaupa hlutabréf fyrirtækisins. Warner birti í morgun ársfjórðungsuppgjör fyrirtækisins og var hagnaður þess framúr væntingum samkvæmt New York times. þrátt fyrir gott uppgjör hafa hlutabréf í fyrirtækinu lækkað í verði í kjölfar ákvörðunar Fox um að draga tilboðið til baka. New York Times segja afturköllun tilboðsins vera stærsta ósigur Rupert Murdoch, sem hingað til hafi nærri því alltaf fangað bráð sína.
Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira