Víðtækar lokanir á hálendinu Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. ágúst 2014 20:06 Frá Gjálpargosinu árið 1996 MYND/VÍSIR Nú undir kvöld hefur ekkert dregið úr jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu í norðvestanverðum Vatnajökli. Vísindaráð almannavarna fundaði í dag og telja jarðvísindamenn á Veðurstofunni og Háskóla Íslands að kvika sé á hreyfingu austan við Bárðarbungu við jökuljaðar Dyngjujökuls er fram kemur í tilkynningu á vef almannavarna.Þá kom einnig fram á fundinum að leiðni í Jökulsá á Fjöllum er há miðað við árstíma. Með leiðni er átt við mælikvarða á það hversu vel efni leiðir rafstraum. Leiðni vatns getur því verið vísbending um streymi gastegunda inn í vatn. Samkvæmt Veðurstofunni hafa yfir 800 jarðskjálftar hafa mælst frá miðnætti 18. ágúst, sá stærsti 4,5. Lokanir eru enn í gildi á hálendisvegum F88 og F910 að hluta. Rétt er að taka fram að lokanirnar eiga við um alla umferð, jafnt akandi sem gangandi og hjólandi. Hér að neðan má sjá kort Vegagerðarinnar um lokanir á svæðinu eða með því að smella hér. Enn er unnið á óvissustigi sem þýðir að atburðarrás er hafin, sem síðari stigum gæti valdið hættu. Aukið samráð er því haft við þá aðila sem málið varðar. Í samræmi við það hefur ríkislögreglustjóri fundað í dag með forsætisráðherra, innanríkisráðherra og fulltrúum stjórnarráðsins. Þá hefur almannavarnadeild ríkislögreglustjóra fundað með fulltrúum utanríkisráðuneytisins og fulltrúum erlendra sendiráða á Íslandi. Síðdegis í dag var haldinn upplýsingafundur með innlendum hagsmuna- og viðbragðsaðilum, þar sem farið var yfir stöðuna með samgönguyfirvöldum, orkufyrirtækjum, fjarskiptafyrirtækjum, viðbragðsaðilum, fulltrúum ferðaþjónustunnar og fleirum er fram kemur í tilkynningunni.Hér má sjá sjá kort Vegagerðarinnar um lokanir á svæðinu.MYND/VEGAGERÐIN Bárðarbunga Tengdar fréttir 700 skjálftar frá miðnætti Um 700 jarðskjálftar hafa mælst við Bárðarbungu frá því á miðnætti. Jarðeðlisfræðingur segir um sé að ræða stærstu jarðskjálftahrinu við Bárðarbungu í lengri tíma. 17. ágúst 2014 20:00 Lýsa yfir óvissustigi vegna Bárðarbungu Miklar hræringar eru nú í fjallinu 16. ágúst 2014 15:14 Stærsti skjálftinn til þessa Jarðskjálfti upp á að minnsta kosti 3,8 stig varð í grennd við Kistufell í norð-vestanverðum Vatnajökli í nótt og er þetta sterkasti skjálftinn sem mælst hefur í hrinunni, sem hófst um helgina. Hann fannst meðal annars á Akureyri. 18. ágúst 2014 06:57 Bárðarbunga gæti valdið hamförum við Dettifoss Almannavarnir lýstu í dag yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu sem staðið hefur yfir í Bárðarbungu frá því í nótt. Kvika er talin vera á hreyfingu í eldstöðinni. 16. ágúst 2014 19:30 „Eitt öflugasta og hættulegasta eldfjall Íslands“ Aukinn viðbúnaður er á Veðurstofunni vegna mikillar skjálftavirkni í Bárðarbungu í dag. Athuganir gefa til kynna að um kvikuhreyfingar séu að ræða. 16. ágúst 2014 16:28 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Sjá meira
Nú undir kvöld hefur ekkert dregið úr jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu í norðvestanverðum Vatnajökli. Vísindaráð almannavarna fundaði í dag og telja jarðvísindamenn á Veðurstofunni og Háskóla Íslands að kvika sé á hreyfingu austan við Bárðarbungu við jökuljaðar Dyngjujökuls er fram kemur í tilkynningu á vef almannavarna.Þá kom einnig fram á fundinum að leiðni í Jökulsá á Fjöllum er há miðað við árstíma. Með leiðni er átt við mælikvarða á það hversu vel efni leiðir rafstraum. Leiðni vatns getur því verið vísbending um streymi gastegunda inn í vatn. Samkvæmt Veðurstofunni hafa yfir 800 jarðskjálftar hafa mælst frá miðnætti 18. ágúst, sá stærsti 4,5. Lokanir eru enn í gildi á hálendisvegum F88 og F910 að hluta. Rétt er að taka fram að lokanirnar eiga við um alla umferð, jafnt akandi sem gangandi og hjólandi. Hér að neðan má sjá kort Vegagerðarinnar um lokanir á svæðinu eða með því að smella hér. Enn er unnið á óvissustigi sem þýðir að atburðarrás er hafin, sem síðari stigum gæti valdið hættu. Aukið samráð er því haft við þá aðila sem málið varðar. Í samræmi við það hefur ríkislögreglustjóri fundað í dag með forsætisráðherra, innanríkisráðherra og fulltrúum stjórnarráðsins. Þá hefur almannavarnadeild ríkislögreglustjóra fundað með fulltrúum utanríkisráðuneytisins og fulltrúum erlendra sendiráða á Íslandi. Síðdegis í dag var haldinn upplýsingafundur með innlendum hagsmuna- og viðbragðsaðilum, þar sem farið var yfir stöðuna með samgönguyfirvöldum, orkufyrirtækjum, fjarskiptafyrirtækjum, viðbragðsaðilum, fulltrúum ferðaþjónustunnar og fleirum er fram kemur í tilkynningunni.Hér má sjá sjá kort Vegagerðarinnar um lokanir á svæðinu.MYND/VEGAGERÐIN
Bárðarbunga Tengdar fréttir 700 skjálftar frá miðnætti Um 700 jarðskjálftar hafa mælst við Bárðarbungu frá því á miðnætti. Jarðeðlisfræðingur segir um sé að ræða stærstu jarðskjálftahrinu við Bárðarbungu í lengri tíma. 17. ágúst 2014 20:00 Lýsa yfir óvissustigi vegna Bárðarbungu Miklar hræringar eru nú í fjallinu 16. ágúst 2014 15:14 Stærsti skjálftinn til þessa Jarðskjálfti upp á að minnsta kosti 3,8 stig varð í grennd við Kistufell í norð-vestanverðum Vatnajökli í nótt og er þetta sterkasti skjálftinn sem mælst hefur í hrinunni, sem hófst um helgina. Hann fannst meðal annars á Akureyri. 18. ágúst 2014 06:57 Bárðarbunga gæti valdið hamförum við Dettifoss Almannavarnir lýstu í dag yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu sem staðið hefur yfir í Bárðarbungu frá því í nótt. Kvika er talin vera á hreyfingu í eldstöðinni. 16. ágúst 2014 19:30 „Eitt öflugasta og hættulegasta eldfjall Íslands“ Aukinn viðbúnaður er á Veðurstofunni vegna mikillar skjálftavirkni í Bárðarbungu í dag. Athuganir gefa til kynna að um kvikuhreyfingar séu að ræða. 16. ágúst 2014 16:28 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Sjá meira
700 skjálftar frá miðnætti Um 700 jarðskjálftar hafa mælst við Bárðarbungu frá því á miðnætti. Jarðeðlisfræðingur segir um sé að ræða stærstu jarðskjálftahrinu við Bárðarbungu í lengri tíma. 17. ágúst 2014 20:00
Stærsti skjálftinn til þessa Jarðskjálfti upp á að minnsta kosti 3,8 stig varð í grennd við Kistufell í norð-vestanverðum Vatnajökli í nótt og er þetta sterkasti skjálftinn sem mælst hefur í hrinunni, sem hófst um helgina. Hann fannst meðal annars á Akureyri. 18. ágúst 2014 06:57
Bárðarbunga gæti valdið hamförum við Dettifoss Almannavarnir lýstu í dag yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu sem staðið hefur yfir í Bárðarbungu frá því í nótt. Kvika er talin vera á hreyfingu í eldstöðinni. 16. ágúst 2014 19:30
„Eitt öflugasta og hættulegasta eldfjall Íslands“ Aukinn viðbúnaður er á Veðurstofunni vegna mikillar skjálftavirkni í Bárðarbungu í dag. Athuganir gefa til kynna að um kvikuhreyfingar séu að ræða. 16. ágúst 2014 16:28