Neil Young og Pegi skilja Þórður Ingi Jónsson skrifar 28. ágúst 2014 19:00 Tónlistarmaðurinn Neil Young hefur sótt um skilnað frá Pegi Young, eiginkonu hans til 36 ára. Neil og Pegi hafa oft unnið saman í tónlistinni í gegnum tíðina en ástæðan fyrir skilnaðinum liggur ekki fyrir. Þau eiga tvö börn saman, bæði á fullorðinsaldri. Pegi var innblásturinn að fjölmörgum ástarlögum Young eins og „Such a Woman“, „Unknown Legend“ og „Once an Angel“, samkvæmt tónlistarblaðinu Rolling Stone. Pegi hefur gefið út þrjár sólóplötur síðan árið 2007 og haldið eigin tónleikaferðalög, stundum með Neil á gítar. Þá hefur hún einnig komið fram á tónleikum Young ófáum sinnum. Hún byrjaði að syngja bakraddir á tónleikum hans á tíunda áratugnum og hefur oft spilað með honum á tónleikaferðalögum seinustu tuttugu árin. Pegi og Neil áttu þátt í að stofna Bridge-skólann í Kaliforníu sem hjálpar börnum með talörðugleika og aðrar fatlanir en sonur hjónanna, Ben Young, þjáist af heilalömun. Pegi og Neil áttu að koma fram saman á Farm Aid tónleikum í North Carolina í september en hún hefur nú hætt við. Eins og kunnugt er tryllti Neil Young lýðinn í Laugardalshöll í sumar ásamt hljómsveit sinni Crazy Horse á ATP tónleikahátíðinni. Tónlist Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Hera Björk mun kynna stigin Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Neil Young hefur sótt um skilnað frá Pegi Young, eiginkonu hans til 36 ára. Neil og Pegi hafa oft unnið saman í tónlistinni í gegnum tíðina en ástæðan fyrir skilnaðinum liggur ekki fyrir. Þau eiga tvö börn saman, bæði á fullorðinsaldri. Pegi var innblásturinn að fjölmörgum ástarlögum Young eins og „Such a Woman“, „Unknown Legend“ og „Once an Angel“, samkvæmt tónlistarblaðinu Rolling Stone. Pegi hefur gefið út þrjár sólóplötur síðan árið 2007 og haldið eigin tónleikaferðalög, stundum með Neil á gítar. Þá hefur hún einnig komið fram á tónleikum Young ófáum sinnum. Hún byrjaði að syngja bakraddir á tónleikum hans á tíunda áratugnum og hefur oft spilað með honum á tónleikaferðalögum seinustu tuttugu árin. Pegi og Neil áttu þátt í að stofna Bridge-skólann í Kaliforníu sem hjálpar börnum með talörðugleika og aðrar fatlanir en sonur hjónanna, Ben Young, þjáist af heilalömun. Pegi og Neil áttu að koma fram saman á Farm Aid tónleikum í North Carolina í september en hún hefur nú hætt við. Eins og kunnugt er tryllti Neil Young lýðinn í Laugardalshöll í sumar ásamt hljómsveit sinni Crazy Horse á ATP tónleikahátíðinni.
Tónlist Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Hera Björk mun kynna stigin Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira