„Bendir ekkert til þess að stórt gos sé í gangi“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. ágúst 2014 00:22 Magnús Tumi Guðmundsson. Vísir/GVA Jarðeðlisfræðingurinn Magnús Tumi Guðmundsson segir skort á skjálftaóróa benda til þess að ekki sé stórt gos í gangi á þeim stað þar sem vísindamenn urðu varir við sigkatla suðsuðaustur af Dyngjujökli í dag. Fylgst verði með mælum á Veðurstofunni í alla nótt og vísindamenn muni svo fara í flug í fyrramálið, um leið og birti, til að meta aðstæður að nýju. Magnús Tumi fundaði með sérfræðingum Veðurstofunnar og Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands frá klukkan 22 til miðnættis. Magnús Tumi var á leiðinni heim af fundinum þegar Vísir náði af honum tali. Líkt og greint hefur verið frá á Vísi í kvöld er sigdældin talin vera um 4-6 kílómetra löng og um 10-15 metra djúp. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir í samtali við Vísi að dældin sé líkast til um kílómetri að breidd. Í raun sé um að ræða röð af samtengdum dældum eða miðjum yfir þessa 4-6 kílómetra. „Ljóst er að umtalsvert magn af ís hefur bráðnað, eða er að bráðna, á jöklinum og því talin hætta á jökulhlaupi. Ekki er hægt að segja með vissu hversu stór flóðið verður né hvort það mun renna niður Skeiðarársand eða falla í Jökulsá á Fjöllum,“ segir í tilkynningu frá Almannavörnum sem send var út í kvöld. Magnús Tumi ætlaði að gera sitt besta til að ná góðum nætursvefni fyrir morgundaginn. Jarðeðlisfræðingurinn heldur ásamt öðrum sérfræðingum í flug með TF-SIF til Vatnajökuls klukkan níu í fyrramálið.Þessi mynd var tekin í flugi TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, yfir Vatnajökli í dag. Á myndinni má greina sigældina sem talin er vera á vatnaskilum Bárðarbungu og Grímsvatna.Mynd/Almannavarnadeild lögreglunnarEkkert bendir til þess að stórt gos sé í gangi Magnús viðurkenndi í samtali við miðnæturfréttir RÚV að töluverð óvissa væri uppi. Aðstæður í fluginu í dag hafi ekki verið hvað bestar en engu að síður hefðu þeir greint sprungur norðan við Gjálp þar sem gos varð 1996. Sigdæld hafi sést um 4-5 kílómetrar á lengd og um kílómetri að breidd. Á henni hefðu þeir orðið varir við fjórar miðjur, 10-20 metra djúpar, en ekki væri hægt að útiloka að þær væru fleiri vegna lélegra birtuskilyrða. Magnús Tumi benti á að mjög stórum atburðum fylgdi mikill órói. Það væri ekki tilfellið sem stendur. Mögulegt sé að lítið gos hafi orðið þarna fyrir nokkrum dögum sem sé nú fyrst að koma fram. Þótt ekki hafi orðið vart við vatn undan jökli gæti það hafa runnið í Grímsvötn. Þar séu merki um að yfirborð hafi hækkað en það þurfi þó ekki að vera af völdum goss. „Ekkert bendir til þess að stórt gos í gangi. Það er alveg klárt,“ sagði Magnús Tumi en það kæmi betur í ljós á morgun. Ef miðjurnar verða tiltölulega óbreyttar á morgun sé líklega atburður að klárast. Séu þær enn stærri og dýpri þá verði málið skoðað betur. Bárðarbunga Tengdar fréttir „Erfitt að útskýra með öðru en að þarna sé töluverður hiti undir“ Víðir Reynisson, deildarstjóri á almannavarnadeild lögreglu, segir sigdældirnar 4-6 kílómetra á lengd og verði farið í flug strax í birtingu í fyrramálið til að meta aðstæður að nýju. 27. ágúst 2014 22:34 Ekki hægt að útiloka að gos sé hafið "Vísindamenn, í flugi í kvöld, sáu að þeir telja nýjar sprungur eða sigkatlar sem hafa myndast í jöklinum,“ segir Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarnardeildar, í samtali við Vísi í kvöld. 27. ágúst 2014 23:19 Sigkatlarnir 10-15 metra djúpir Sigurlaug Hjaltadóttir, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofunni, segir að sigkatlarnir suðsuðaustur af Bárðarbungu séu fjórir talsins á 4-6 kílómetra langri sprungu. 27. ágúst 2014 23:12 Nýir sigkatlar gætu bent til goss Fjögurra til sex kílómetra langar sprungur hafa myndast sunnan við af Bárðarbungu. Þetta staðfestir starfsmaður Veðurstofu Íslands. 27. ágúst 2014 21:56 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Sjá meira
Jarðeðlisfræðingurinn Magnús Tumi Guðmundsson segir skort á skjálftaóróa benda til þess að ekki sé stórt gos í gangi á þeim stað þar sem vísindamenn urðu varir við sigkatla suðsuðaustur af Dyngjujökli í dag. Fylgst verði með mælum á Veðurstofunni í alla nótt og vísindamenn muni svo fara í flug í fyrramálið, um leið og birti, til að meta aðstæður að nýju. Magnús Tumi fundaði með sérfræðingum Veðurstofunnar og Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands frá klukkan 22 til miðnættis. Magnús Tumi var á leiðinni heim af fundinum þegar Vísir náði af honum tali. Líkt og greint hefur verið frá á Vísi í kvöld er sigdældin talin vera um 4-6 kílómetra löng og um 10-15 metra djúp. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir í samtali við Vísi að dældin sé líkast til um kílómetri að breidd. Í raun sé um að ræða röð af samtengdum dældum eða miðjum yfir þessa 4-6 kílómetra. „Ljóst er að umtalsvert magn af ís hefur bráðnað, eða er að bráðna, á jöklinum og því talin hætta á jökulhlaupi. Ekki er hægt að segja með vissu hversu stór flóðið verður né hvort það mun renna niður Skeiðarársand eða falla í Jökulsá á Fjöllum,“ segir í tilkynningu frá Almannavörnum sem send var út í kvöld. Magnús Tumi ætlaði að gera sitt besta til að ná góðum nætursvefni fyrir morgundaginn. Jarðeðlisfræðingurinn heldur ásamt öðrum sérfræðingum í flug með TF-SIF til Vatnajökuls klukkan níu í fyrramálið.Þessi mynd var tekin í flugi TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, yfir Vatnajökli í dag. Á myndinni má greina sigældina sem talin er vera á vatnaskilum Bárðarbungu og Grímsvatna.Mynd/Almannavarnadeild lögreglunnarEkkert bendir til þess að stórt gos sé í gangi Magnús viðurkenndi í samtali við miðnæturfréttir RÚV að töluverð óvissa væri uppi. Aðstæður í fluginu í dag hafi ekki verið hvað bestar en engu að síður hefðu þeir greint sprungur norðan við Gjálp þar sem gos varð 1996. Sigdæld hafi sést um 4-5 kílómetrar á lengd og um kílómetri að breidd. Á henni hefðu þeir orðið varir við fjórar miðjur, 10-20 metra djúpar, en ekki væri hægt að útiloka að þær væru fleiri vegna lélegra birtuskilyrða. Magnús Tumi benti á að mjög stórum atburðum fylgdi mikill órói. Það væri ekki tilfellið sem stendur. Mögulegt sé að lítið gos hafi orðið þarna fyrir nokkrum dögum sem sé nú fyrst að koma fram. Þótt ekki hafi orðið vart við vatn undan jökli gæti það hafa runnið í Grímsvötn. Þar séu merki um að yfirborð hafi hækkað en það þurfi þó ekki að vera af völdum goss. „Ekkert bendir til þess að stórt gos í gangi. Það er alveg klárt,“ sagði Magnús Tumi en það kæmi betur í ljós á morgun. Ef miðjurnar verða tiltölulega óbreyttar á morgun sé líklega atburður að klárast. Séu þær enn stærri og dýpri þá verði málið skoðað betur.
Bárðarbunga Tengdar fréttir „Erfitt að útskýra með öðru en að þarna sé töluverður hiti undir“ Víðir Reynisson, deildarstjóri á almannavarnadeild lögreglu, segir sigdældirnar 4-6 kílómetra á lengd og verði farið í flug strax í birtingu í fyrramálið til að meta aðstæður að nýju. 27. ágúst 2014 22:34 Ekki hægt að útiloka að gos sé hafið "Vísindamenn, í flugi í kvöld, sáu að þeir telja nýjar sprungur eða sigkatlar sem hafa myndast í jöklinum,“ segir Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarnardeildar, í samtali við Vísi í kvöld. 27. ágúst 2014 23:19 Sigkatlarnir 10-15 metra djúpir Sigurlaug Hjaltadóttir, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofunni, segir að sigkatlarnir suðsuðaustur af Bárðarbungu séu fjórir talsins á 4-6 kílómetra langri sprungu. 27. ágúst 2014 23:12 Nýir sigkatlar gætu bent til goss Fjögurra til sex kílómetra langar sprungur hafa myndast sunnan við af Bárðarbungu. Þetta staðfestir starfsmaður Veðurstofu Íslands. 27. ágúst 2014 21:56 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Sjá meira
„Erfitt að útskýra með öðru en að þarna sé töluverður hiti undir“ Víðir Reynisson, deildarstjóri á almannavarnadeild lögreglu, segir sigdældirnar 4-6 kílómetra á lengd og verði farið í flug strax í birtingu í fyrramálið til að meta aðstæður að nýju. 27. ágúst 2014 22:34
Ekki hægt að útiloka að gos sé hafið "Vísindamenn, í flugi í kvöld, sáu að þeir telja nýjar sprungur eða sigkatlar sem hafa myndast í jöklinum,“ segir Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarnardeildar, í samtali við Vísi í kvöld. 27. ágúst 2014 23:19
Sigkatlarnir 10-15 metra djúpir Sigurlaug Hjaltadóttir, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofunni, segir að sigkatlarnir suðsuðaustur af Bárðarbungu séu fjórir talsins á 4-6 kílómetra langri sprungu. 27. ágúst 2014 23:12
Nýir sigkatlar gætu bent til goss Fjögurra til sex kílómetra langar sprungur hafa myndast sunnan við af Bárðarbungu. Þetta staðfestir starfsmaður Veðurstofu Íslands. 27. ágúst 2014 21:56