Vilt þú „remixa“ Rökkurró? Gunnar Leó Pálsson skrifar 27. ágúst 2014 17:00 Hljómsveitin Rökkurró auglýsir eftir fólki til þess að endurhljóðblanda nýtt lag. Mynd/Héðinn Eiríksson „Við erum að gera þetta í annað sinn, það er svo margt skemmtilegt sem getur komið út úr þessu,“ segir Hildur Kristín Stefánsdóttir, söngkona hljómsveitarinnar Rökkurró en sveitin hefur á facebook-síðu sinni síðu sinni hvatt fólk til að prófa að „remixa“, eða endurhljóðblanda nýjasta lag sveitarinnar. Lagið heitir The Backbone og er annað smáskífulagið sem sveitin sendir frá sér af væntanlegir plötu. Hljómsveitin hefur sett inn á facebook-síðu sína tengil þar sem fólk getur nálgast lagið, en þó hafa hljóðfæri og raddir verið aðgreind, þannig að fólk getur unnið lagið nánast frá grunni í hinum ýmsu tónlistarforritum. „Þetta er allt í sitt hvoru lagi, þannig að fólk getur gert hvað sem er við hljóðbútana. Það er alltaf gaman að heyra fólk sem er að breyta röddinni minni og gera eitthvað flippað,“ bætir Hildur Kristín við. Sveitin hefur eins og fyrr segir leikið þennan leik áður og urðu til hinar ýmsu útgáfur. „Við gerðum þetta á síðasta ári og fengum allt frá mega diskó útgáfum yfir í post rokk útgáfur.“ Hljóðskrárnar verða aðgengilegar á netinu í um tvær vikur. „Ég er ótrúlega spennt að heyra skemmtilegar útgáfur af laginu.“ En hvað ef einhver útgáfan verður jafnvel flottari en upphaflega útgáfan? „Er það er ekki bara hvatning? Platan kemur einnig út í Japan og þá þarf að hafa aukalag á plötunni svo að gott remix gæti alveg endað þar,“ segir Hildur Kristín og hlær. Hljómsveitin Rökkurró hefur nú lagt lokahönd á nýja plötu en sveitin kemur næst fram á Iceland Airwaves hátíðinni. „Við ætlum að frumflytja slatta af efni á Airwaves en við höfum samt ekki komið fram síðan á síðustu Airwaves hátíð því við höfum verið á fullu að taka upp plötuna síðan þá.“ Airwaves Tónlist Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Við erum að gera þetta í annað sinn, það er svo margt skemmtilegt sem getur komið út úr þessu,“ segir Hildur Kristín Stefánsdóttir, söngkona hljómsveitarinnar Rökkurró en sveitin hefur á facebook-síðu sinni síðu sinni hvatt fólk til að prófa að „remixa“, eða endurhljóðblanda nýjasta lag sveitarinnar. Lagið heitir The Backbone og er annað smáskífulagið sem sveitin sendir frá sér af væntanlegir plötu. Hljómsveitin hefur sett inn á facebook-síðu sína tengil þar sem fólk getur nálgast lagið, en þó hafa hljóðfæri og raddir verið aðgreind, þannig að fólk getur unnið lagið nánast frá grunni í hinum ýmsu tónlistarforritum. „Þetta er allt í sitt hvoru lagi, þannig að fólk getur gert hvað sem er við hljóðbútana. Það er alltaf gaman að heyra fólk sem er að breyta röddinni minni og gera eitthvað flippað,“ bætir Hildur Kristín við. Sveitin hefur eins og fyrr segir leikið þennan leik áður og urðu til hinar ýmsu útgáfur. „Við gerðum þetta á síðasta ári og fengum allt frá mega diskó útgáfum yfir í post rokk útgáfur.“ Hljóðskrárnar verða aðgengilegar á netinu í um tvær vikur. „Ég er ótrúlega spennt að heyra skemmtilegar útgáfur af laginu.“ En hvað ef einhver útgáfan verður jafnvel flottari en upphaflega útgáfan? „Er það er ekki bara hvatning? Platan kemur einnig út í Japan og þá þarf að hafa aukalag á plötunni svo að gott remix gæti alveg endað þar,“ segir Hildur Kristín og hlær. Hljómsveitin Rökkurró hefur nú lagt lokahönd á nýja plötu en sveitin kemur næst fram á Iceland Airwaves hátíðinni. „Við ætlum að frumflytja slatta af efni á Airwaves en við höfum samt ekki komið fram síðan á síðustu Airwaves hátíð því við höfum verið á fullu að taka upp plötuna síðan þá.“
Airwaves Tónlist Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira