Stökk fram af svölum á annarri hæð til að bjarga litla frænda sínum Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. ágúst 2014 08:45 Josh Shaw spilar líklega ekkert í ár. vísir/getty Josh Shaw, bakvörður ruðningsliðs USC-háskólans í Bandaríkjunum, spilar líklega ekkert á tímabilinu vegna alvarlegra ökklameiðsla sem hann varð fyrir um helgina. Shaw, sem er á fimmta ári og var kosinn fyrirliði liðsins af liðsfélögum sínum á laugardaginn, stóð úti á svölum á annarri hæð í fjölskylduboði seinna um kvöldið þegar hann sá sjö ára gamlan frænda sinn sem kann ekki að synda berjast við að halda sér á floti í sundlaug við húsið. ESPN.com greinir frá. Hann stökk rakleiðis fram af svölunum og lenti á malbiki við sundlaugina og slasaðist alvarlega á ökkla. Þrátt fyrir það skreið hann ofan í laugina og kom frænda sínum til bjargar. Sjálfur náði hann svo að toga sig upp úr vatninu. „Ég myndi gera þetta aftur fyrir hvaða barn sem er, ekki bara frænda minn. Mér líður mjög illa í ökklanum, en ég er heppinn að vera umkringdur bestu þjálfurum og læknum í heiminum. Vonandi get ég bara spilað sem fyrst,“ segir Shaw við ESPN.com. Þetta er mikið áfall fyrir Shaw sem spilaði alla fjórtán leiki liðsins á síðasta ári og átti að vera lykilmaður í vörninni aftur á þessu ári. Nú er óvíst hvað verður um framtíð hans, sérstaklega hvað varðar NFL-deildina. „Þetta var hetjulega gert hjá Josh. Svona maður er hann. Það er leiðinlegt að han verði frá og við munum sakna hans,“ segir Steve Sarkisian, þjálfari USC. NFL Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Enski boltinn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Í bann fyrir að kasta flösku í barn Dagskráin í dag: Sá elsti á HM í pílu og enski boltinn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Sjá meira
Josh Shaw, bakvörður ruðningsliðs USC-háskólans í Bandaríkjunum, spilar líklega ekkert á tímabilinu vegna alvarlegra ökklameiðsla sem hann varð fyrir um helgina. Shaw, sem er á fimmta ári og var kosinn fyrirliði liðsins af liðsfélögum sínum á laugardaginn, stóð úti á svölum á annarri hæð í fjölskylduboði seinna um kvöldið þegar hann sá sjö ára gamlan frænda sinn sem kann ekki að synda berjast við að halda sér á floti í sundlaug við húsið. ESPN.com greinir frá. Hann stökk rakleiðis fram af svölunum og lenti á malbiki við sundlaugina og slasaðist alvarlega á ökkla. Þrátt fyrir það skreið hann ofan í laugina og kom frænda sínum til bjargar. Sjálfur náði hann svo að toga sig upp úr vatninu. „Ég myndi gera þetta aftur fyrir hvaða barn sem er, ekki bara frænda minn. Mér líður mjög illa í ökklanum, en ég er heppinn að vera umkringdur bestu þjálfurum og læknum í heiminum. Vonandi get ég bara spilað sem fyrst,“ segir Shaw við ESPN.com. Þetta er mikið áfall fyrir Shaw sem spilaði alla fjórtán leiki liðsins á síðasta ári og átti að vera lykilmaður í vörninni aftur á þessu ári. Nú er óvíst hvað verður um framtíð hans, sérstaklega hvað varðar NFL-deildina. „Þetta var hetjulega gert hjá Josh. Svona maður er hann. Það er leiðinlegt að han verði frá og við munum sakna hans,“ segir Steve Sarkisian, þjálfari USC.
NFL Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Enski boltinn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Í bann fyrir að kasta flösku í barn Dagskráin í dag: Sá elsti á HM í pílu og enski boltinn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Sjá meira